Leita í fréttum mbl.is

Hættan liðin hjá

í bili að minnsta kosti af því að álverinu í Straumsvik yrði lokað.

Síðan í apríl 2020 hefur álverð á markaði LME hækkað um 75 % og nálgast þá 2600 USD/t Al.  Spár hafa sézt um 3000 USD/t Al árið 2021.

Þeim ískyggilegu tíðindum  þegar álverðið fór langt niður fyrir 2000 dollara að álverinu kynni að verða lokað hefur því svimað frá.

Hugsanlega gerir nýr hagnaður álverinu kleyft að breyta yfir í keramikrafskaut sem losa minna CO2 En á því hef ég ekkert vit.

Hinsvegar hef ég það gripsvit að spyrja um hvort ekki sé hægt að leiða CO2 niður í þann berggrunn sem er undir CO2 framleiðanda í útlöndum og breyta í steindir þar frekar en að flytja það til Straumsvíkur til þess sama?

Af hverju þurfum við bara að borga eftir ETS? 

"Ef íslenzk álver taka þátt í þróun og nýtingu tækni, sem fangar koldíoxíð varanlega, þá þurfa þau engu að síður að greiða milljarða í losunargjöld innan ETS-kerfisins, viðskiptakerfis ESB um losunarheimildir.  Að sögn Péturs Blöndals, framkvæmdastjóra Samáls, samtaka álframleiðenda, vantar hvata í ETS-kerfið til að þróa og tefla fram nýjum lausnum, þrátt fyrir að slíkur hvati hafi verið frumforsendan fyrir því, að kerfinu hafi verið komið á fót."

Hverskonar samningamenn höfum við fyrir okkur ef þetta er allt og sumt?

"Losun gróðurhúsalofttegunda frá álframleiðslu er hvergi minni en á Íslandi [vegna innlendrar þróunar kerstýritækni og árvekni starfsmanna - innsk. BJo]. Þrátt fyrir það bera álverin kostnað af sinni losun, en ekki álver í Kína, sem knúin eru með kolaorku og losa því tífalt meira.  Ástæðan er sú, að ETS-kerfið nær einungis til evrópskra álvera.  Hættan, sem skapast við það, er, að álframleiðslan flytjist út fyrir álfuna, þar sem kolefnisfótsporið er stærra, en ekki þarf að greiða fyrir losunina."

"ETS-kerfið hentar illa iðnaði, sem er færanlegur og stendur í alþjóðlegri samkeppni.  Kerfið hefur unnið gegn upphaflegum stefnumiðum með þessum "kolefnisleka"; það er vanhugsað, af því að gríðarlegar fjárfestingar og tækniþróun þarf til orkuskipta í iðnaði.  Á sama tíma er ETS mikil byrði á fyrirtækjunum, og þau hafa þess vegna ekki bolmagn til orkuskiptanna.  (Meginstarfsemi Rio Tinto og Alcoa er utan EES.) "

(Textar eru ættaðir frá Kollega Bjarna Jónssyni).

Af hverju reynum við Íslendingar ekki að verja okkar hagsmuni? af hverju lyppumst við bara niður að hætti Katrínar Jakobsdóttur og V.Gr.... í öllum loftslagsmálum?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 3417961

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband