Próf­kjör Sjálf­stæðis­flokksins í Suður­kjör­dæmi lauk í gær og hlaut Guð­rún Haf­steins­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Kjöríss flest at­kvæði í fyrsta sæti. Þing­maðurinn Vil­hjálmur Árna­son lenti í öðru sæti á lista flokksins en hann sóttist eftir fyrsta sætinu. Alls greiddu at­kvæði 4.647 manns og lauk talningu at­kvæða seint í gær­kvöldi. Gildir seðlar voru 4.533 og auðir og ó­gildir 114.

Þau sem Frétta­blaðið ræddi við fyrir próf­kjörið sögðu annan brag á próf­kjörs­bar­áttu Sjálf­stæðis­manna en oft áður. Meiri sam­staða og sam­vinna hafi verið á milli fram­bjóð­enda. Þeir hafi ferðist jafn­vel saman um kjör­dæmið og nýtt kosninga­skrif­stofur hver hjá öðrum.

Guð­rún var sögð njóta yfir­gnæfandi stuðnings austan Markar­fljóts en við­mælendur blaðsins voru hins vegar sam­mála um að úr­slitin gætu ráðist í Reykja­nes­bæ þar sem lang­flestir kjós­endur eru.

Niður­staða kosninganna var eftir­farandi:

1. sæti Guð­rún Haf­steins­dóttir með 2.183 at­kvæði
2. sæti Vil­hjálmur Árna­son með 2.651 at­kvæði í 1. – 2. sæti.
3. sæti Ás­mundur Frið­riks­son með 2.278 at­kvæði í 1. – 3. sæti.
4. sæti Björg­vin Jóhannes­son með 1.895 at­kvæði í 1. – 4. sæti.
5. sæti Ing­veldur Anna Sigurðar­dóttir með 2.843 at­kvæði í 1. – 5. sæti.
6. sæti Jarl Sigur­geirs­son með 2.109 at­kvæði."

Guðrún hlýtur yfir 30 % þess atkvæðafjölda sem flokkurinn fékk í siðustu kosningum.

 

Suður
%
Kjörd.
sæti
Jöfn.
sæti
Sæti
alls
DD 25,2303
BB 18,6202
MM 14,3101
VV 11,8101
SS 9,6101
FF 8,9101
PP 7,1011
CC 3,1000
AA 1,0000
TT 0,4000
Á kjörskrá: 36.154
Kjörsókn: 28.910 (80,0%)
 
Talin atkvæði: 28.910 (100,0%)

 

Það er vonandi að einhverjir spekingar fari ekki að halda því fram að þeir kunni betur að stilla upp framboðslista en þeir sem komust að þessari niðurstöðu. Ekki fitla við prófkjörsniðurstöður er mitt einlæga heilræði eftir langa viðveru í pólitík og framboðsmálum.

Látið fólkið ráða. 

Þá sjá menn muninn á flokkunum.