Leita í fréttum mbl.is

Hrunið á húsinu í Florida

var hræðilegt að horfa á.

Ég var að horfa á myndirnar í sjónvarpinu.Á þeim hluta hússins sem eftir stendur virðist allur útveggurinn standa á þremur pinnasúlum. Hafi byggingin verið samhverf þá hafa samskonar pinnasúlur verið undir útveggnum á hlutanum sem hrundi.

Þungur vörubíll sem æki á eina af súlunum gæti brotið hana. Afleiðingin er óhjákvæmileg skelfing.

Ég var alla mína verkfræðitilveru skíthræddur við að láta heilu mannvirkin velta á einum þætti. Ameríkaninn hefur boðorðið "Fail Safe" yfirleitt í huga sem er hollt að minnast. 

Enginn veit enn hvað olli hruninu á húsinu í Miami í Florida.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Guðnason

Ég veitti einmitt þessu sama athygli - Mikið inndregin neðsta hæðin og allur burður frambrúnarinnar þar fyrir ofan, hvíldi á örfáum "tannstönglum".  Varð hugsað til Dóra vinar míns í Steypustöðinni forðum.  Mikið hefði þurft að ganga á, áður en hann hefði kvittað upp á slíkt hrófatildurs burðarvirki.

Þorkell Guðnason, 27.6.2021 kl. 19:01

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Great minds think alike Keli eða hvað?

Halldór Jónsson, 27.6.2021 kl. 21:03

3 Smámynd: Þorkell Guðnason

Já - "Takes one to know one"

Þorkell Guðnason, 27.6.2021 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418160

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband