Leita í fréttum mbl.is

Bjarni brilléraði

á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins nú eftir hádegið.

Enginn þingmaður heldur kerti á móti Bjarna hvað snertir rökfestu og sannfæringarkrafti í málflutningi,sama hvar á er litið, þegar honum tekst best upp.

Bjarni kom víða við í ræðunni. Hann lagði áherslu á að nú myndi hvert atkvæði skipta öllu máli ef ætti að bægja hættunni á vinstri stjórn frá þjóðinni sem væri yfirvofandi.

Við vissum öll hvað hvað slíkar stjórnir þýddu, sundurlyndi, hærri skatta og meiri ríkisafskipti.

Við vitum að það er margt að í kerfinu okkar. Skerðingar eru óvinsælar og þurfa að minnka. Við viljum auka við hvata í kerfinu til fólksins.Við viljum hjálpa fólki til sjálfshjálpar og tvöfalda  frítekjumarkið strax 1. janúar. 

 

Hann rifjaði upp 4 stefnumál Jóhönnu Sigurðardóttur, Evrópusambandsaðild, upptöku Evru,kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu og setja þjóðinni nýja stjórnarskrá.

Nú hefði nýstofnaður flokkur sem kallaði sig Viðreisn tekið öll þessi mál upp sem sín án þess einu sinni að spyrja Jóhönnu leyfis.

Hér væri kominn Sósíalistaflokkur sem boðaði sameignlega eymd allra. Stefnuskrá sem byggir á öllu því sem hefur mistekist annarsstaðar. Gamalt vín á nýjum belgjum.

Hvað eigum við að kalla þetta: Nýsósíalisma? Þeir hafa helst unnið sér það til frægðar annarsstaðar að tryggja sameiginlega eymd allra. 

Það er ekki sósíalismi sem er á bak við lífskjarastig Íslendinga nú til dags.Við höfum verið að síðan þið hættuð.Við segjum nei takk.

Hvað þýðir ný vinstri stjórn? Hærri skattar, óraðsía, glundroði, ekki jöfn tækifæri og allt undir stjórn hins opinbera.

Þessar kosningar snúast um það að hér verði áfram sú stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir. 

 

Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið sem raunhæft getur komið í veg fyrir margra flokka vinstri stjórn eftir kosningar.

Ísland hefði ekki byggst upp af sósíalisma frá stofnun Sjálfstæðisflokksins 1929 heldur stefnu flokksins frá þeim tíma sem reynst hefði þjóðinni best.

Stefna flokksins hefur ávallt verið lægri skattar en ekki hækkun skatta.

Á kjörtímabilinu hefðu tekjuskattar verið lækkaðir um 35 milljarða sem eru hjá heimilunum og tryggingagjald um 25 milljarða, samtals 60 milljarðar, sem væru nú eftir meðal almennings og fyrirtækja í hagkerfinu umfram það sem áður var.

Lágir skattar voru og eru stefna Sjálfstæðisflokksins. 

 

Hvert atkvæði mun núna skipta öllu máli til að forða þjóðinni frá vinstri stjórn og því sem slíku fylgir.

 

Bjarni Benediktsson brilléraði á flokksráðsfundinum og ræða hans og rök ættu að nægja til að sannfæra hvern hugsandi mann hvað vinstri glundroði getur þýtt fyrir land og þjóð eftir  kosningarnar í næsta mánuði.

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það var nú líka að sumir vilja að við skiptum yfir í rafmagn en hraðneita að virkja enn einasta læk vegna umhverfisverndar

Grímur Kjartansson, 28.8.2021 kl. 17:41

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Bjarni sagði líka að ef ætti að orkuskipta yrði sú hreina orka að koma einhversstaðar frá hér innanlands.

Halldór Jónsson, 28.8.2021 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 3418163

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband