Leita í fréttum mbl.is

"Minning um mann

ţiđ alloft sáuđ hann..."

Afbragđsgrein Ólafs Arnarsonar hagfrćđings um Gunnar Smára Egilsson má ég til ađ varđveita hér á bloggsíđunni mér til upprifjunar. Ferill ţessa manns er svo einstakur ađ hann má ekki gleymast ţó ekki nema til ađ sýna fram á ađ allt er mögulegt í pólitík.

Ólafur skrifar í Fréttablađiđ svofellt:

"Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson hefur ekki veriđ sósíalistaforingi allt sitt líf. Raunar var fátt sem benti til ţess ađ hjarta hans slćgi eitthvađ sérstaklega í takt viđ hjörtu ţeirra sem verst búa í samfélaginu ţegar hann var í hópi helstu útrásarvíkinga landsins međ ofurlaun og fór helst ekki milli landa nema í einkaţotu.

Velgengni og útrás

Fréttablađiđ kom fyrst út áriđ 2001 og strax áriđ 2002 voru blikur á lofti međ rekstrarstöđu ţess. Gunnar Smári var ţá annar ritstjóra blađsins. Baugur steig inn og tryggđi áframhaldandi útgáfu Fréttablađsins međ ţví ađ leggja ţví til fjármuni. Áriđ 2003 eignađist Baugur Norđurljós (Stöđ 2, Bylgjan og fleira) ásamt fleirum. Gunnar Smári hvarf fljótlega úr ritstjórastól á Fréttablađinu og inn í Baugssamsteypuna, varđ f ljótt stjórnandi fjölmiđlaarms félagsins ţrátt fyrir ađ hafa enga reynslu af rekstri ljósvakamiđla og í raun takmarkađa reynslu af árangursríkum blađarekstri, umfram blađamennsku og ritstjórn.

Eftir ađ Baugur kom ađ Fréttablađinu gekk rekstur ţess vel og varđ ţađ f ljótt meira lesiđ en Morgunblađiđ og mjög verđmćtur auglýsingamiđill. Ásamt ljósvakamiđlum, sem Baugur keypti 2003, var Fréttablađiđ sett inn í nýtt félag, Dagsbrún, og Gunnar Smári gerđur ađ forstjóra. Eins og fram hefur komiđ, međal annars í Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eftir Einar Kárason, skipti Jón sér lítiđ af Dagsbrún og fékk Gunnar Smári ađ leika lausum hala. Fyrr en varđi var hann búinn ađ kaupa prentsmiđju í Bretlandi, stofna fríblađ í Danmörku og annađ í Boston í Bandaríkjunum. Útrásarćvintýri Gunnars Smára endađi í miklu tapi. Einnig varđ mikiđ rekstrartap á ljósvakamiđlum Dagsbrúnar, međal annars vegna NFS, rándýrrar fréttastöđvar í anda CNN.

Sósíalistaforingi á ofurlaunum

Ţrátt fyrir tapreksturinn hér heima og glatađar fjárfestingar erlendis gerđu eigendur Dagsbrúnar vel viđ forstjórann. Gunnar Smári var í hópi tekjuhćstu forstjóra landsins. Samkvćmt tekjublađi Frjálsrar verslunar um tekjur ársins 2005, sem út kom í ágúst 2006, var Gunnar Smári međ kr. 2.438.000,- í mánađarlaun áriđ 2005, sem var svipađ og forstjórar Símans og Eignarhaldsfélags VÍS voru međ og hćrra en forstjórar Marels, Ísals, Olís og Heklu. Í febrúar 2019 fjallađi Hringbraut um laun Gunnars Smára og kom fram ađ reiknađ til núvirđis, samkvćmt launavísitölu, vćru ţetta mánađarlaun upp á 6 milljónir ţá. Sé ţetta reiknađ enn fram til dagsins í dag var Gunnar Smári međ sem svarar ríflega 7,2 milljónir á mánuđi áriđ 2005. Ţađ jafngildir ţreföldum ráđherralaunum.

Einn helsti útrásarvíkingurinn

Útrásarvíkingurinn, sem nú er orđinn sósíalistaforingi, mun hafa samsamađ sig vel lífi útrásarvíkingsins, en veriđ fljótur ađ láta sig hverfa ţegar taprekstur og glatađar fjárfestingar lentu á ţeim sem fjármögnuđu útrás hans. Í Málsvörn sinni segir Jón Ásgeir:

„En Gunnar Smári var alveg ađ missa tökin, og ţađ nćsta sem var fundiđ uppá var ađ stofna Nyhedsavisen í Danmörku. (Sem var gefiđ út 2006–2008.) En ţađ var engin heimavinna unnin. … Gunnar Smári lét sig á endanum hverfa og tapiđ var gígantískt, og líka á öđru fríblađi, Boston Now vestanhafs … Eftir hrun var Gunnar Smári síđan fljótur ađ byrja ađ drulla okkur út í sínum ummćlum og skrifum. Og svo er hann sósíalistaforingi í dag, mađur sem í ţá daga nennti helst ekki til Danmerkur nema ađ fá undir sig einkaţotu.“

Föstudaginn 17. október 2008, rétt eftir hrun, birtist opna í DV međ myndum og umfjöllun um helstu útrásarvíkinga ţjóđarinnar. Ţar voru Björgólfsfeđgar og Jón Ásgeir Jóhannesson, Pálmi Haraldsson og Bakkavararbrćđur, Bjarni Ármannsson og Sigurđur Einarsson, Hannes Smárason og Gísli Gíslason – og ţar var Gunnar Smári Egilsson.

Viđskiptafélagi ţekktra auđmanna eftir hrun

Lítiđ fór fyrir Gunnari Smára fyrst eftir hrun. Í lok nóvember 2015 var tilkynnt ađ hann fćri fyrir hópi sem keypt hefđi allt hlutafé í Miđopnu ehf., útgáfufélagi fríblađsins Fréttatímans, sem kom út vikulega og var dreift í 82 ţúsund eintökum – ađallega á höfuđborgarsvćđinu. Viđskiptafélagar hans voru í hópi mestu auđmanna Íslands, fjárfestarnir Árni Hauksson, Hallbjörn Karlsson, Sigurđur Gísli Pálmason og fleiri. Gamaniđ var stutt í ţetta sinn. Í apríl 2017 var útgáfu Fréttatímans hćtt og útgáfufélag hans varđ gjaldţrota.

Stundin fjallađi um málefni Fréttatímans og Gunnars Smára 28. apríl 2017 undir fyrirsögninni „Skuldaskil Gunnars Smára Egilssonar viđ sósíalismann og Fréttatímann“.

Ingi Freyr Vilhjálmsson, sem ţá var blađamađur á Fréttatímanum, skrifađi í Stundina um „framkomu útgefanda blađsins viđ starfsfólk á sama tíma og hann stofnar stjórnmálaflokk fyrir launţega.“ Greinin hefst svo:

„Mánudaginn 3. apríl ţegar Gunnar Smári Egilsson, ţáverandi ađaleigandi, útgefandi og ritstjóri Fréttatímans, talađi um stofnun Sósíalistaflokks Íslands í viđtali í útvarpsţćttinum Harmageddon hafđi enginn starfsmađur fjölmiđilsins sem hann hafđi rekiđ og stýrt í tćpt eitt og hálft ár fengiđ greidd laun fyrir marsmánuđ. Hluti starfsmanna fékk greidd laun dagana á eftir en tíu starfsmenn fengu engin laun, hafa ekki fengiđ ţau og munu ekki fá ţau nema ađ hluta til í gegnum ábyrgđarsjóđ launa.“

Starfsmenn skildir eftir launalausir

Ingi Freyr gagnrýnir Gunnar Smára harđlega fyrir ađ koma ekki til dyranna eins og hann er klćddur:

„Gunnar Smári hafđi bođađ forföll í vinnu ţennan mánudag án ţess ađ skýra af hverju en samstarfsfólk hans gat hlustađ á hann á X-inu tala um sósíalisma á međan ţađ beiđ eftir laununum sínum sem hefđu átt ađ vera greidd út ţremur dögum áđur. Inntakiđ í viđtalinu í Harmageddon var međal annars rökstuđningur Gunnars Smára fyrir ţví af hverju ţađ ţyrfti ađ stofna Sósíalistaflokk á Íslandi og sagđi hann međal annars: „Ţađ er ţađ sem vantar í samfélagiđ í dag; alvöru sósíalistaflokkur sem berst fyrir hagsmunum hinna verst settu, berst fyrir fátćka og berst fyrir réttindum venjulegs launafólks gegn sérhagsmunum.“

Tvísaga eđa jafnvel ţrísaga?

Gunnar Smári er sagđur hafa blekkt starfsfólk sitt og viđskiptafélaga og fullvissađ um ađ framtíđ fyrirtćkisins vćri tryggđ ţegar svo hafi alls ekki veriđ, ekki hafi einu sinni veriđ stađin skil á lífeyrissjóđsiđgjöldum starfsmanna. Ingi Freyr skrifar:

„Um svipađ leyti, í febrúar áriđ 2017, talađi hann líka starfsfólk á blađinu af ţví ađ taka atvinnutilbođum frá öđrum fyrirtćkjum, hćkkađi laun ţess og sagđi framtíđ fjölmiđlafyrirtćkisins vera tryggđa. Nú í apríl, eftir ađ rekstrarerfiđleikar Fréttatímans urđu fjölmiđlaefni og blađiđ hćtti ađ koma út, sagđi Gunnar Smári starfsmönnum hins vegar frá ţví ađ Fréttatíminn hefđi veriđ „í nauđvörn“ rekstrarlega frá ţví í október á síđasta ári. Ţá hefur einnig komiđ í ljós ađ um svipađ leyti, síđla árs í fyrra, hćtti Fréttatíminn ađ greiđa í lífeyrissjóđ fyrir ađ minnsta kosti hluta af starfsmönnum fyrirtćkisins. Myndin sem starfsmenn Fréttatímans fengu af rekstrarstöđu blađsins var ţví allt önnur en sú rétta.“

Ég um mig frá mér til mín …?

Ţegar Gunnar Smári var útrásarvíkingur taldi hann best fara á ţví ađ stjórnmálamenn gerđu sem minnst og ţvćldust ekki fyrir atvinnulífinu. Ţeir sem fjárfest hafa í hugmyndum Gunnars Smára hafa tapađ miklum fjármunum á ţví. Nú virđist enginn fáanlegur til ađ fjármagna frekari ćvintýri hans á viđskiptasviđinu. Snýr hann ţá viđ blađinu og gerist baráttumađur öreiga, byltingarforingi og krefst ţess ađ fyrirtćki verđi ţjóđnýtt, brotin upp og kapítalisminn knésettur. Laun formanns stjórnmálaflokks sem situr á Alţingi slaga hátt upp í laun útrásarforstjóra 2005, reyndar ekki reiknuđ til núvirđis. Ţví verđur varla á móti mćlt ađ ţróunarsaga Gunnars Smára sé vćgast sagt forvitnileg. "

Ţetta er sannkölluđ hetjusaga sem lýsir ótrúlegum sviptingum og baráttukjarki. Og líklega algeru samviskuleysi til viđbótar sem er ef til vill nauđsynlegt međ.

Ţetta er minning um mann sem á sér vart hliđstćđu í íslenskri stjórnmálasögu.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Merkilegt ef Gunnar Smári kom hvergi ađ ţví ađ bera ábyrgđ sem launagreiđandi í svona umfangsríkum rekstri eins og ţarna er lýst. Ţađ er algengara en hitt ađ slíkt fylgi mönnum lengi.

Halldór Jónsson, 23.9.2021 kl. 11:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband