Leita í fréttum mbl.is

Viðreisnarþokan

heldur áfram af fullri ósvífni að móðga gripsvit kjósandans. 

Þorgerður Katrín formaður flokksins leyfir sér að slá fram órökstuddu bulli um gengismál Íslands og ætlast til að fólk takai hana trúanlega án frekari skýringa.

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur er ekki ánægður með slíka afgreiðslu á sér sem viti borinni manneskju.

Hann segir:

"Það er mjög þungur áfellisdómur yfir Viðreisn, að forysta flokksins skuli vera svo óvarkár í fjármálum að leggja til leið í gjaldeyrismálum, sem sagan sýnir einfaldlega, að er stórhættuleg.  Ef Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir heldur, að 800 þúsund milljarða  gjaldeyrisvaraforði muni veita fastgengisstefnu hennar einhverja vörn, þá hefur hún ekkert lært á sínum pólitíska ferli, sem máli skiptir, og er einfaldari í kollinum en formanni stjórnmálaflokks ætti að leyfast.

Í viðtalinu var haldið áfram að afhjúpa formann Viðreisnar:

"Á hvaða gengi verður ISK fest við EUR ?"

"Á markaðsgengi."

"Á markaðsgengi dagsins, þegar bindingin á sér stað ? Þá verðum við nú fljótt vogunarsjóðunum að bráð.  Dauð á fyrsta degi."

"Ef þú getur sagt mér það, [hvert] gengið er eftir ár, þá skal ég svara þér."

"Það eruð þið, sem eruð að leggja til gengisbindingu."

"Ég er að segja þér þetta: ef þú getur svarað mér því."

"Er það þá stefna ykkar að taka gengisbindingu upp á genginu, sem verður, þegar skrifað verður undir ?"

"Við skulum bara sjá til með það."

"Það skiptir öllu.  Sigmar Guðmundsson, frambjóðandi Viðreisnar, lofaði okkur því hér í þættinum, að þetta yrði gert heyrinkunnugt fyrir kosningar, af því að það skiptir fólk máli.  Þið hljótið að hafa einhverja hugmynd um á hvaða gengi það skuli gert."

"Það er ekkert ólíklegt, að það verði einhvers staðar nálægt markaðsgenginu.  En það fer auðvitað allt eftir samningunum."

Þessi yfirborðslegu og raunar forheimskulegu svör Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sýna, svo að ekki verður um villzt, að keisaraynjan er ekki í neinu í gengisfrumskóginum. 

Viðreisn hefur augljóslega enga áhættugreiningu gert á þeirri stefnumörkun sinni að tengja ISK við EUR. Þorgerður Katrín minnir á skessu, sem leikur sér hlæjandi að fjöreggi þjóðarinnar, eins og um getur í þjóðsögunum.  Stefna Viðreisnar er vítaverð, af því að hún endar óhjákvæmilega með ósköpum. 

Áfram með hina fróðlegu forystugrein Morgunblaðsins:

"Bretar voru ekki einir um að falla í þá freistni [að tengja gengið annarri mynt - innsk. BJo].  Það gerðu Svíar og Finnar einnig, en urðu líka fyrir árás spákaupmanna og neyddust til að slíta gengistengingunni og fella gengið haustið 1992.  Hafði þó ekki lítið gengið á, og Svíar í örvæntingu hækkað millibankavexti í 500 % !  Sömu sorgarsögu er að segja af ámóta tilraunum annars staðar, frá Tequila-kreppunni í Suður-Ameríku 1994 til Asíukreppunnar 1998."

 Viðreisn lifir í sérkennilegum, rósrauðum draumaheimi lepps Evrópusambandsins.  Kerling kostar öllu til, til að smygla sál karlsins inn um Gullna hliðið.  Vankunnátta og óraunsæi einkenna vinnubrögðin, enda helgar tilgangurinn meðalið.  Væri ekki ráð, að flokksforystan kynnti sér gjaldmiðlaþátt hagsögunnar ?  Það er reyndar borin von, að heilaþvegnir láti af trúnni.

Kjarninn í tilvitnaðri forystugrein Morgunblaðsins var þessi:

 "Einhliða fastgengi á tímum frjálsra fjármagnsflutninga er einfaldlega skotheld uppskrift að spákaupmennsku, gjaldeyriskreppu, bankakreppu og loks efnahagskreppu.  Þau víti þekkja Íslendingar og verða að varast þau."

Nokkru síðar var Viðreisn rassskellt þannig:

"Einhliða fastgengi er peningastefna fortíðar, sem felur í sér, að allur gjaldeyrisforði þjóðarinnar er lagður að veði og getur hæglega tapazt til spákaupmanna á einni nóttu. Sem er alls ekki ólíklegt, vegna þess að slíkur fjársjóður dregur að sér athygli þeirra og ágirnd. 

Fastgengisstefna myndi - þvert á það, sem boðberar hennar segja - að öllum líkindum hækka vexti, þar sem allt myndi miðast við að verja gengið, en ekki hagsmuni heimila og fyrirtækja í landinu.  Þá myndu Íslendingar ekki lengur hafa sveigjanleika til þess að bregðast við áföllum í útflutningi, líkt og átti sér stað í nýliðinni kórónukreppu, en rétt er að hafa í huga, að allar helztu útflutningsgreinar Íslands - sjávarútvegur, orkunýting og ferðaþjónusta - eru háðar ytri þáttum, sem við fáum engu um ráðið.  Við blasir, að atvinnuleysi hefði orðið miklu meira og útgjöld ríkisins mun hærri, hefði ekki verið unnt að beita peningastefnunni til sveiflujöfnunar, líkt og gert var með afgerandi og farsælum hætti."

Þessi greining Morgunblaðsins er að öllum líkindum hárrétt. 

Gengisbindingarstefnan er vanhugsuð og þjóðhættuleg. 

Með henni væri kastað fyrir róða mikilvægu sveiflujöfnunartæki, sem er hagkerfi á borð við okkar bráðnauðsynlegt, sem nánast aldrei sveiflast í fasa við meginhagkerfin, sem marka peningastefnu evrubankans í Frankfurt. 

Núna er reyndar mikill og vaxandi klofningur á milli germanskra og rómanskra ríkja evrunnar um peningastefnu evrubankans, sem hefur valdið mestu verðbólgu á evrusvæðinu frá stofnun hennar og mestu verðbólgu í Þýzkalandi frá endursameiningu landsins 1990. "

Sjá ekki allir sem vilja sjá, jafnvel Gunnar Smári, Benedikt Jóhannesson Zoëga og Ole Bieltvedt, að fái Seðlabanki Íslands  ekki nægar Evrur, þá stöðvast útflutningur fyrirtækja og atvinnuleysi fylgir í kjölfarið. 

Viðreisnarþokan grúfir yfir svörum formanns flokksins þar sem hún vill ekki svara því á hvaða gengi verður skipt. Hvernig eigi að svara innlendum kostnaðarauka umfram getu greiðenda.

Hverjir fá svo afnotarétti auðlinda úthlutað til langframa, Íslendingar og/eða ESB, hverjir skulu mynda Evrópuherinn,og hvaða lög skulu gilda í þessu landi, er svo enn óútskýrt mál. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar menn eru farnir að trúa hagfræðikenningum og söguskýringum rafmagnsverkfræðinga er sennilega eitthvað að málstaðnum. En það er víst gripið í hvaða hálmstrá þegar ekkert af viti styður hina pólitísku sannfæringu.

Þar sem litli Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn á hug þinn allan, rétt fyrir þessar kosningar, má ætla að Sjálfstæðisflokkurinn þinn hafi ekkert fram að færa og sé hálf lamaður í hugsjónaleysinu og fylgistapinu þessa dagana. Það er bara þögn eftir að þeir ákváðu að ljúga minna.

Vagn (IP-tala skráð) 23.9.2021 kl. 15:59

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Bjarni er ákaflega gløggur maður sem lætur ekki reykbombur villa sér sýn. 

Ragnhildur Kolka, 23.9.2021 kl. 22:00

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

En sé að marka skoðankannanir þá falla kjósendur marflatir fyrir þessari lygi

Grímur Kjartansson, 24.9.2021 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband