Leita í fréttum mbl.is

Borgarlína leysir vandann?

það get ég ekki séð Í rauntíma.

Mér eru úthlutaðar ferðir á Landspítala á ákveðnum tímum og dögum. Ég ræð ekki ferðaveðri né öðrum aðstæðum.

Í morgun á ég að koma uppúr 9.Það er grenjandi rigning í Sunnuhlið þar sem ég bý.Sem betur fer ekki frost. Það er áreiðanlega kílómetri upp í Hamraborg þar sem Borgarlínan á að bíða mín. Þá þarf ég ekki að eiga bílinn sem bíður mín úti í Porti.Ég er fljótur að komast í hann og hann hitnar brátt.

Ég er kominn upp i Hamraborg á nokkrum mínútum. Vil ég fara út úr bílnum á einhverju bílastæði þar í grenndinni ég einhver eru og um borð í Borgarlínuna til að keyra í námunda við Lansann?

Labba svo í rigningunni af stoppistöðinni sem ég á vont með vegna þursabits sem er í mér.

Hvernig myndu þeir Dagur og Ármanm fara að við þessar aðstæður?

Hringja á leigubíl ef þeir treysta ekki til að ganga.bíða og blotna? Eiga einkabíl til vara?

Mér tekst að leggja nálægt kringluinngangi og staulast að inngangi til 11b.

Fyrir mig kann ég ekki annan ferðamáta en þamn sem ég notaði.Tók mig rúman hálftíma og komst þurr á leiðarenda. 

Ég get ekki séð að þeir Dagur og Ármann geti sannfært mig um að selja bílinn. Nei, heldur ekki enn síður með hækkandi aldri.

Það er hætt að rigna að mestu þegar ég fer 5 tímum seinna.

Ég get alveg séð fyrir mér eg ég hefði þurft að ferðast svona í mínum gamla heimabæ Stuttgart með sinn miðlæga Strassenbahn í miðjunni. "Wer noch zugestiegen bitte?" þegar maður komst um borð laus úr skvettunum frá bílunum í akreininni með fram fortóvinu meðfram Haltestelle. 

Stuttgart er þróuð borg þarna um miðjan sjötta áratuginn með langa sögu.Reykjavík og Kópavogur eru eiginlega "Frontiertowns" miðað við það.

Ég er því ekki sannfærður um að Borgarlína hefði leyst vandann frekar en Strassenbahnlínan sem var samt þó nokkuð góð og netið þétt á öllum aðalgötum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3417956

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband