Leita í fréttum mbl.is

Er Borgarlínan brandari?

Gætu menn ekki haldið að svo væri þegar menn geta ekki ákveðið sig hvort létta útfærslan með vagna hægra megin á götum eða míðlæg útgáfa eins og er á sporvagnakerfum evrópskra stórborga frá tuttugustu öld skuli valin?

Hvert barn sér muninn á stofnkostnaði slíkra útfærslna. En bara ekki kjörnir Borgarfulltrúar á Höfuðborgarssvæðinu.

 

Það á að byggja brú yfir Fossvog frá Kársnesi yfir á flugvöll? Er það auakatriði hvaðan peningar eigi að koma í hana? Skiptir kostnaður ekki lengur neinu máli þegar Borgarlína á í hlut? Hvað sem hver segir annað?

 

Karen einkadóttir mín sem á afmæli í dag 19.febrúar frá 1974 skrifar um Borgarlínuna út frá sjónarhorni kjörins bæjarfulltrúa í Kópavogi:

 

Karen Elísabetu Halldórsdóttur er áhrifamikill borgarfulltrúi í Kópvogsbæ.
Og hún er mjög líkleg til að taka við af Ármanni sem fnnst nú nóg komið í bæjarstjórn eftir farsælan feril.

Í MBL í dag 2. febr, 2022 segir hún ma:

 

"Vegna þessa kom 
fram svokölluð borgarlínuhugmynd, sem lifir að því er virðist
sjálfstæðu lífi án þess að efnisleg
umræða hafi nokkurn tímann verið
tekin innan bæjar- og borgarstjórnar.

Í mínum huga er þetta
verkefni algerlega ófjármagnað,
hvort sem það snýr að rekstri,
vagnakaupum eða stoppistöðvum.


Þetta er algerlega óviðunandi staða
fyrir mig sem kjörinn fulltrúa íbúa
í Kópavogi."

"Í samræðum mínum við þingmenn og ráðherra virðist enginn þeirra vera tilbúinn til þess að
leggja til aukið fé í rekstur borgarlínu eða vagnakaup.

Hver er þá
staðan?

Jú, það hlýtur þá að vera
svo að gert sé ráð fyrir því að sveitarfélögin fjármagni þetta sem
nú þegar eru að hika við að auka
fé til Strætó. "

Og hún spyr hver fjármagni rekstrarkostnað hinnar nýju línu? Henni finnst því vera ósvarað.

Geta kjörnir fulltrúar sætt sig við slík svör?

Stundum finnst mér að ég staddur í brandara miðjum. En Borgarlínan er rædd í fullri alvöru án grundvallarþátta.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418167

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband