Leita í fréttum mbl.is

Lygilegt en satt?

Í lífinu kynntist ég fólki sem varð fyrir lömun vegna ´bakskemmda í slysum. Svo átakanlegt til áratuga að maður bíður þess aldrei bætur þó sá slasaði fari auðvitað miklu verr úr sínu tjóni en hjástandarinn.

Áratuga grátur hefur engin áhrif á orðið slys. Engin líkn neinsstaðar eða bænheyrsla?

Svo les ég grein í Economist  sem er lygilegri en allt sem maður hefur áður ímyndað sér.

Tveir svissneskir læknar,  hafa látið ítalskan mann sem hefur verið þversniðslamaðúr í mörg ár ganga aftur! Já ganga aftur!

Courtine og Bloch í Lsusanne settu örflögu í manninn Roccatti sem stjórnast af heilaboðum. Og hann gengur! 

Í samanburði við fréttir af skítabrölti Pútíns í Úkraínu þá finnst mér þetta gersamlega yfirskyggja það allt.

12.-18.febrúar er sagt frá þessu í blaðinu á bls. 72.

Ég er gersamlega yfirTrumpaður af hrifningu á getu mannsandans   sem þarna birtist.Þvílíkar vonir og væntingar sem þetta vekur manni.

Lygilegt en satt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Lengi lifi "Dónald frændi" okkar og megi hann njóta ánægjulegrar elli á golfvöllunum sínumsmile.

Hörður Þormar, 25.2.2022 kl. 00:00

2 Smámynd: Hörður Þormar

P.s. Ég er viss um að Joe Biden fengi háðulega útreið ef hann léki golf við Donald Trump.

Hörður Þormar, 25.2.2022 kl. 00:32

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kannski réði Kristur yfir ein hvers konar þráðlausu hugaraflssambandi, sem gerði lömuðum mönnum kleift að hlýða kallinu: Stand upp og gakk. 

Ómar Ragnarsson, 25.2.2022 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3417958

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband