Leita í fréttum mbl.is

Það skal í ykkur samt !

Þing­flokk­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Viðreisn­ar og Pírata kynntu í dag þings­álykt­un þess efn­is að efnt verði til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu fyr­ir árs­lok 2022. 

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að það sé sam­eig­in­leg sýn þess­ara þing­flokka að málið sé af slíkri stærðargráðu að leita eigi leiðsagn­ar þjóðar­inn­ar um fram­hald þess.

Þar seg­ir að auk rök­semda sem lúti að efna­hags­leg­um stöðug­leika, mann­rétt­ind­um og lýðræði hnígi einnig sterk rök að því að Ísland taki af­stöðu til aðild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu vegna nýs veru­leika í varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um og hlut­verks Evr­ópu­sam­bands­ins í þeim efn­um.

Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, og Hall­dóra Mo­gensen, þing­flokks­formaður Pírata, eru fyrstu flutn­ings­menn til­lög­unn­ar. Þau segja löngu tíma­bært að eiga sam­ráð við al­menn­ing um þetta stóra mál enda séu mikl­ir hags­mun­ir í húfi.

Fyr­ir tæp­lega tveim­ur vik­um birt­ist þjóðar­púls Gallup fyr­ir mars, en þar kom fram að 47% aðspurðra væru hlynnt­ir aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu, en þriðjung­ur mót­fall­inn. Er það tals­vert hærra hlut­fall en þegar Gallup spurði að þessu fyr­ir um átta árum, en árið 2014 voru 37% aðspurðra hlynnt­ir aðild að ESB meðan 36% var mót­fall­inn.

Páll Vilhjálmsson bloggar svo:

"ESB-sinnar eru einfaldlega ekki nógu sannfærðir sjálfir um skynsemi ESB-aðildar til að þeir nenni að ræða málefnið nema sem upphrópun. Núna halda þeir að ESB-aðild trekki, þegar Evrópa stendur í ljósum logum stríðsátaka. Þetta er svo vitlaust að maður hálf vorkennir vinstri vesalingunum.

Aðeins pólitískum fáráðlingum dettur í hug að Íslendingar samþykki það samningsmarkið í viðræðum við Brussel að fá aðild að Evrópuhernum sem er í bígerð. "

Og ekki sýnist  ESB ganga betur að slökkva bálið i bakgarðinum hjá sér núna frekar en í Bosníustríðinu.Þá varð NATO að gera undantekningu á vopnavaldi til að draga ESB-ríkin að landi þegar allt var í óefni komið.

Myndi þetta lið þagna þó að það biði ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslu? Er það ekki vanast því að láta kjósa aftur og aftur þar til "rétt" niðurstaða fæst 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvoru megin í Úkraínustríððinu mun Logi formaður skpa sér?

Verður hann eins og sagt var um Dani sem væru góðir drengir og vinfastir  sem veittu jafnan þeim sem betur máttu sín?  Enda eru Danir á girðingunni til samandsins eins og jafnan fyrr. Með og án Evru. Með og án viðskipta við Rússa.Eða fer hann eftir Gallup heimafyrir?

Halldór Jónsson, 22.3.2022 kl. 11:16

2 identicon

Þing­flokk­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Viðreisn­ar og Pírata kynntu ekki í dag þings­álykt­un þess efn­is að efnt verði til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu fyr­ir árs­lok 2022. Ekki verður kosið um aðild fyrr en samningur liggur fyrir.

Þing­flokk­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Viðreisn­ar og Pírata kynntu þings­álykt­un þess efn­is að efnt verði til þjóðar­at­kvæðagreiðslu fyr­ir árs­lok 2022 um áframhald viðræðna við Evr­ópu­sam­band­ið. En fátt hræðir sjálfstæðismenn meira en það sem samningur gæti haft að bjóða og að láta svo þjóðina taka ákvörðun um framtíð sína.

Eða, Þing­flokk­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Viðreisn­ar og Pírata kynntu þings­álykt­un þess efn­is að sjálfstæðisflokkurinn stæði við kosningaloforð.

Vagn (IP-tala skráð) 22.3.2022 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418160

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband