Leita í fréttum mbl.is

Stuttbuxnakapítalismi

Leiðari Fréttablaðsins nýlega heitir róttæk hugsun . Þar bendir Þorsteinn Pálsson á að Orkufyrirtækin eru hrein einokunarfyrirtæki. Þau eru nú komin í útrás og áhætturekstur með peningana sem þau taka saman á einokunni. Einhversstaðar sagði að sveitarfélög mættu ekki græða á vatnssölu til íbúanna en það er gleymt eftir að Orkuveitan var stofnuð.

Svo kemur Evrópudellan og allir vilja sýnast  moderne í hugsun. Þá auka menn kostnaðinn meða því að setja á stofn leiksýningar eins og hjá Rarik og Orkusölunni.

Ég get ekki séð að gagnsæi hafi aukist eftir að hann Rarik fór að senda mér tvo gíróseðla fyrir rafmagn í sumarbústaðinn.Tvöföldun á fyrirhöfn og kostnaði. Samanlagt eru þeir líka hærri en áður var. Enda eru fyrir tækin nú bæði flutt í nýjar höfuðstöðvar . Það er því stutt að fara í samráðsherbergið til að hlæja að mér og öðrum ösnum þessa lands, sem steinþegja.  Hvað er svona róttækt í þessu ? Hvor þeirra okrar meira  ? Af hverju er Landsvirkjun öðruvísi ?.

Ef ég væri kommi myndi ég flokka þetta undir stuttbuxnakapítalisma frá yngstu deildinni í Heimdalli. Neytandinn borgar kostnaðinn.  Á sama tíma voru Frumherja afhentir allir orkusölumælar landsins. Einkafyrirtæki með einokun .

Það vantar róttæka hugsun í þetta, það er rétt. En er betra að einkavæða(Björgólfs-eða Baugsvæða) allt í orkugeiranum ?. Í Bandaríkjunum er bara rafmagnslaust ef eitthvað bilar. Eigandinn er ekkert að reyna á sig til að tryggja öryggið umfram það sem honum finnst hæfilegt.

 
!
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Eins og sagt er fólk er fífl.

Hitaveita Reykjavíkur var stofnuð af íbúum Reykjavíkur til að koma heitu vatni á sem ódýrastan hátt til íbúanna. Það var aldrei meiningin að apparatið yrði gróðafyrirtæki. Rekstur og nýframkvæmdir átti að greiða með tekjum af sölu á heitu varni. Menn hafa mist sjónar á þessu og eru farnir að reka Hitaveituna sem hvert annað gróða fyrirtæki, stofna til allkyns ólíks rekstrar sem í flestm tilfellum væri betur kominn hjá einkaaðilum. Sama gildir um Rafmagnsveituna sem er runnin samanvið Hitaveituna í orkuveitu Reykjavíkur. Hvort tveggja á að reka á núlli. Það var aldrei meiningin annað. Að selja þetta apparat einkaaðilum er ávísun á hærra verð amen

Ragnar L Benediktsson, 13.7.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 29
  • Sl. sólarhring: 1097
  • Sl. viku: 5819
  • Frá upphafi: 3188171

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 4933
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband