Leita í fréttum mbl.is

Í svefnrofum

Í svefnrofum svífa fréttir dagsins fyrir hugskoti. Það er sgat frá morðtilraunum, innbrotum og ránum fíkla, smygl á dópi og kannabisræktun.  Hvað skyldi öll þessi fíkn  kosta þjóðfélagið og þegnana ?  

 

 Draumsýn Framsóknarmanna um fíkniefnalaust Ísland virðist fjarlægari en nokkru sinni fyrr.

Fíknin vil  ekki hverfa. Ákveðinn hundraðshluti þjóðarinnar bíður skipbrot í lífsins ólgusjó.

 

Í svefnrofum sé ég fyrir mér afgirt þorp. Einhverstaðar í sveit við sjó. Kannske á Snæfellsnesi eða Vestfjörðum. Þar eru svona aflöng íveruhús í röðum með sérinngöngum og blómum í gluggum. Mörg  herbergi , með rúmstæðum og hita, eldunaraðstöðu, mat í búri osfrv. Einna líkast veiðihúsum. Þorpið er rammlega víggirt. Til þess að varna óviðkomandi inngöngu frekar en öfugt.   Hugsanlega er þorpið deildaskipt eftir þörfum. Þarna eru Íþróttavellir, hesthús  og sitthvað fleira.

 

Í þetta þorp getur  örvinglað fólk skráð sig til dvalar til lengri tíma. Þarna er félagskapur fáanlegur fyrir þá sem vilja, aðrir geta verið útaf fyrir sig. Enginn í þjóðfélaginu okkar þarf að liggja úti í kaldur í tjaldi eða skúmaskotum.  Þarna er tölvusími, sjónvarp osfrv. Andleg leiðsögn er í boði fyrir þá sem vilja streitast á móti. Takmarkaður  samgangur við umheiminn að öðru leyti.

 

Þarna er býtibúr á vegum ríkisins .  Í því fást allar tegundir af ávana-og fíknilyfjum, spritt, spítt, kókaín ,sýra og heimaræktað hass– Allt saman frítt. Opið daglega. Fagfólk sér um sprautugjafir og útdeilingu.  Engar óhreinar HIV-og lifrarbólgunálar

 

Dvalarkostnaður allur er greiddur af ríkinu. Ég sé fyrir mér, að hann væri  hverfandi miðað við það sem hann sparar þjóðfélaginu og þegnum þess í löggæslu, líkams-og eignatjónum ? Í þessu þorpi ríkir mannkærleikur og umhyggja. Hjálp í nauðum.

 

Þarna má  vor minnsti bróðir  búa svo lengi sem hann heimsækir býtibúrið. Engum er  hleypt út úr þorpinu fyrr en hann er er sannarlega hættur í langan tíma.  Annars getur maður  ekki yfirgefið þorpið.  Þetta er eiginlega himnaríki eymdarinnar. En einnig griðastaður fyrir þann sem enga von á lengur.

 

Þarna sefur vesalings fíkillinn  án óttans.  Utan þorpsins sofa líka aðrir vel í öryggi  lífs og lima og . aðstandendur vita af vesalingum sínum borgnum.

 

Og fyrir utan girðinguna  hætta úlfarnir að þrífast á eymdinni. Mér finnst ég heyra  ýlfrin í þeim um hversu þetta séu syndug  svefnrof. Frelsi, frelsi , úhúúú. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Vildi gjarnan geta tekið þátt í skoðanakönnun þinni um flugvöllinn. Það er ekki hægt þar sem spurning þín hljóðar : "reykjavíkurflugvöll burt eða kjurt ? " 

Svari ég já , hvort er ég þá að svara spurningunni sem völlinn burt eða kjurt ? 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.12.2007 kl. 11:34

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er rétt hja þér prédikari, ég sá eiginlega strax  að þetta gæti þvælst fyrir. En ég var að halda að menn áttuðu sig á að fyrra atriðið væri spurningin númer eitt , sem sagt burt = nei, seinna striðið hefði átt að vera í sviga

Halldór Jónsson, 8.12.2007 kl. 17:47

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Með ókeypis eirturlyfjum til fíkla er fjárhagslegum grundvelli kippt undan eiturlyfjabarónum og þeirra hyski s.s. handrukkurum. Þannig fækkar smitsjúkdómum með sprautum og alvarlegum líkamsmeiðngum tengdum augunarbrotum. Þetta er reynsla Hollendinga.

Sigurður Þórðarson, 9.12.2007 kl. 00:40

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já þetta passar við það sem ég hef heyrt félagi Sigurður. Kannske er þetta bara ekkert svo vitlaust ?

Halldór Jónsson, 9.12.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 28
  • Sl. sólarhring: 1096
  • Sl. viku: 5818
  • Frá upphafi: 3188170

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 4932
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband