Leita í fréttum mbl.is

Lassarónar með lambhúshettur

Alveg gengur fram af mér þegar verið er að sýna myndir í sjónvarpinu af glæpamönnum á leið inn í réttarsal til að þola fangelsisdóma fyrir misgerðir sínar.

Í stað þess, að þeir séu leiddir í járnum í réttarsalinn eins og glæpamenn eru yfirleitt meðhöndlaðir annarsstaðar,  þá spranga þeir inn í réttarsal glaðklakkalegir með kaffibolla í hendinni með svartar hryðjuverkahúfur á hausnum svo hvítmatar í glyrnurnar. Á eftir fylgja laganna verðir og fylla útí skjáinn. Þannig verða  þeir auðþekktir á götu,  ef lagsbræður krimmanna kynnu að vilja eiga við þá orðastað á Laugaveginum.  

Í lögreglusamþykkt segir held ég,   að enginn megi ganga grímuklæddur á almannafæri. Af hverju má þetta fólk dylja andlit sín við þessi tækifæri en ekki lögreglufólkið, sem er í beinni hættu vegna afskipta sinna af þessum glæpamönnum.  ?

Ef við hefðum þá sannfæringu, eins og Bandaríkjamenn til dæmis, að síbrotaglæpamenn eigi  að vera í fangelsum í stað þess að vaða endurtekið uppi meðal almennings , þá yrði margt öðruvísi í þessu þjóðfélagi. Líklega dygði að ca. 2 % þjóðarinnar væru að jafnaði í fangelsum til þess að hér yrði  friðvænlegra  samfélag en nú er.   Í stað þess ríður linkindin húsum og  konurnar í Vesturbænum gráta í  vorkunnsemi sinni og skortur á rasphúsum hefur þjakað þjóðina allt frá dögum Arneusar útileguþjófs. 

 Enda er þjóðríkinu yfirleitt  nokkuð sama þó að þegnar þess  steli  hver frá öðrum eða lumbrist meðan þeir láta eigur ríkisins og starfsmenn þess í friði. Við þau tækifæri er réttvísin yfirleitt töluvert viðbragðsnarpari en þegar þau Jón og Gunna eiga í hlut.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Halldór !

Þakka þér; snarpa grein og skorinorða, þarna. Vildi bæta við, að við þyrftum að losna, snarlega, við það útlenda glæpahyski, sem hér situr, í ýmsum fangelsum, ennfremur, að taka mun harðar, á þeim innlendu glæpamönnum, sem vaða hér uppi, trekk í trekk, oftlega algerlega eftirlausir.

Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418164

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband