Leita í fréttum mbl.is

Rússneska þyrlusveit á Keflavík ?

Það er víst ekki til peningur til að reka þyrlubjörgunarsveitir okkar af neinu gagni lengur.

Er ekki sameignlegir hagsmunir Rússa og Íslendinga, að Rússar fái aðstöðu fyrir þyrlubjörgunarsveit á Keflavík ?   Þeirra flugvélar og skip eru hér allt um kring . Sjómenn okkar róa sem fyrr.

Ég held líka að Natóþjóðirnar hefðu gott af því að sjá að við getum átt fleiri vini  en þá sem vilja skammta okkur vináttu sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er ekkert sjálfsagðara Halldór. Og er ekki B & L með varahlutaumboðið fyrir rússneskar þyrlur......?

Ómar Bjarki Smárason, 16.10.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já hvur veit nema einhverjar námarannsóknir eða gulleit gæti komið út úr nánari kynnum ?

Halldór Jónsson, 16.10.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvert ertu kominn, Halldór minn Jónsson?

Jón Valur Jensson, 18.10.2008 kl. 02:22

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Minn góði Jón Valur,

þú hneykslast !  En hvað er til ráða til ef við getum ekki sinnt björgunarstörfum ? Geta Rússar og Íslendingar ekki haft sameiginlega hagsmuni af slíkri  samvinnu ? Sérílagi ef við erum í þvílíkum vandamálum að geta ekki sinnt björgunarstörfum  vegna fjárskorts.

Halldór Jónsson, 19.10.2008 kl. 19:53

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það verða alltaf nægir peningar í landinu til björgunarstarfa.

En gamall og góður NATO-sinni eins og þú ætti stuðla að því, að við fáum varnarlið til landsins aftur, og ekki gera þér að leik að ákalla Rússa.

Jón Valur Jensson, 19.10.2008 kl. 21:16

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei minn Jón Valur.

Ég held að við höfum ekki sama kraft til björgunarstarfa og þegar Kaninn var hér. Ástæðan er smæð okkar.  Mér er ekkert illa við Rússa, finnst bara slæmt að ég skil ekki málið þeirra og því eru þeir mér meira framandi en Skandínavar, Þjóðverjar og enskumælandi. Er Nato í þínum augum bara varnarbandalag gegn Rússum ? Hvað með Múslímaríkin ? Eða innanlandsbyltingu á vegum innflytjenda ?

Ég hef áhyggjur af endurteknum árásum útlendinga á fámenna lögregluna okkar. Til hvers getur svona leitt. Og við eigum ekki næg  fangelsi til að taka uppivöðslulýð úr umferð.  Og ekkert þjóðvarðlið heldur.  Það getur verið að við ráðum ekki við ástandið á götunum.   Við hvaða aðstæður kemur Nato til skjalanna hérlendis ? 

Halldór Jónsson, 20.10.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband