Leita í fréttum mbl.is

LÍÚ-menn í stöðutöku gegn krónunni !

Það er ekki nóg að við höfum gefið sægreifunum fiskimiðin. Nú  nauðpína þeir okkur eigendurna með því að geyma allan gjaldeyrinn erlendis og reyna með því að fella fyrir okkur krónuna. Allir stóru spilararnir í bankahruninu eru líka farnir erlendis og halda sig þar ríkmannlega. Einn ætlar  að kaupa Kaupthing Luxembourg og fær það líklega. Þá þarf ekki lengur að leita að bókhaldi hinna þar.

Sögusagnirnar um milljarðaflutningana á gjaldeyri fyrir hrunið hafa ekki verið bornar til baka. Það er allt í lok lok og lási og allt úr stáli hjá nýju bönkunum þar sem sama fólkið, pólitísku bankaráðin og gömlu bankastjórarnir hræra enn í pappírunum í nafni bankaleyndar. Ekkert gerist nema að þjóðinni blæðir út með krónunni sem útgerðaraðallinn og eigendur jöklabréfanna ætla að rústa fyrir okkur.

Ég held að eina vonin fyrir almenning sé að skipta um gjaldmiðil og taka upp dollar strax. Við getum það nefnilega án þess að þurfa að bíða 5 ár í forgarðinum hjá aulabandalaginu sem ætlar að hirða af okkur alla auðlindastjórnun. Verðbólgan hverfur og vextir lækka. Það þarf bara að passa að bandíttarnir fari ekki með nýju seðlanna í töskum til útlanda svo að hér verði ekki dollaralaust.

Já og þjóðin getur svo tekið til sín kvótaeignina og leigt hana út úr því að handhafarnir eru búnir að fyrirgera réttinum með þessu framferði.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: A.L.F

heyr heyr

A.L.F, 26.11.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418201

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband