Leita í fréttum mbl.is

Af hverju handjárn á RÚV ?

RÚV er besti fjölmiðill landsmanna. Fólk vill hlusta á þær rásir. Það vill líka auglýsa þar sem hlustunin er mest. Maður hélt að þarna giltu einföld viðskiptalögmál.

Nei, þá þarf Alþingi endilega að þjónusta einokunarfurstana í afgangi fjölmiðlunarinnar, og reyna að binda hendur fólksins til að auglýsa í RÚV og skrifa arfavitlausar reglur til að stjórna þessu eftir.

Hvað hafa þessir aðilar annað gert í gegnum tíðina en að reyna að sameina, samrenna og einoka í fjölmiðlun landsins ?  Með dyggri hjálp farþegans fína með gylltu krullurnar.

Er þetta ekki bara áframhald á yfirþyrmandi einokun þessara manna í öllu þjóðlífinu. Nú síðast eru nýju bankarnir að hjálpa þeim til að herða enn tökin. Færa þeim fyrri gjaldþrot á silfurfötum svo þeir geti tekið einn snúning enn á okkar auma hálsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 23
  • Sl. sólarhring: 1095
  • Sl. viku: 5813
  • Frá upphafi: 3188165

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 4927
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband