Leita í fréttum mbl.is

Virkisvetur.

Ţađ eru runnir upp tímar á Íslandi, sem mig hefđi aldrei órađ fyrir ađ koma myndu hér á landi.  Alţingi reynir ađ halda fund í eldsbjarma frá Austurvelli og taktfastur trumbusláttur dansandi mótmćlendanna fyrir utan yfirgnćfir rćđuhöldin innanstokks. Rúđur brotna og ţađ er ráđist á lögregluna. Stćrsti stjórnarmeirihluti Alţingis gefst upp og segir sig frá ógnvćnlegum erfiđleikum sem hrannast ađ ţjóđinni.

Viđ tekur nú einhverskonar stjórnmálabarátta í skini eldanna  frá samkomum "mótmćlenda". Ný og óţekkt öfl munu taka viđ stjórn landsins. Ef ţví verđur ţá hćgt ađ stýra ţví héđan af.  Sumum finnst svigna feiknstafir í framtíđarhorfum  landsins.   Veriđ getur ađ ţćr verđi lygilegri en nokkurn órar fyrir á ţessari stundu. Sjá menn fyrir sér ađ hér gćti orđiđ  hungursneyđ á vori ?  Niđurbrot laga og réttar ? Skeggöld, skálmöld ?

Hinn nýi stíll gerendastjórnmálanna mun sjá til ţess, ađ  venjulegir stjórnmálaflokkar munu vart geta haldiđ fundi án ţess ađ óeirđir verđi á fundarstađ.  Í skugga alls ţessa ćtla menn á landsfundi, í prófkjör og svo Alţingiskosningar í byrjun maí.  Skyldu slíkir atburđir fá ađ fara fram án bálkasta og slagsmála ? Er engum hugsađ til fyrri hluta síđustu aldar í Ţýzkalandi ?

Napóleon mikli sá sig á sínum tíma tilneyddan ađ ríđa inn í ţinghúsiđ  og reka ţingmenn frönsku byltingarinnar út međ brugđnu sverđi. Ţeir höfđu ţá prentađ peninga handa fólkinu til ađ gera ţađ ánćgđara í eymdinni. Allt kom fyrir ekki.  Napóleon keisari setti alţýđuna í einkennisbúninga og hóf tveggja áratuga styrjaldir. Íslendingar eiga engan Napóleon, sem stillt getur til friđar ef fámennt lögregluliđ okkar verđur undir í átökum.     Hvađ ćtli viđ gerum  ţá ? Burstum rykiđ af Gamla-Sáttmála, sem var víst aldrei sagt upp ? Biđjum um norsk langskip ?

Skyldum viđ gefast upp á lýđrćđinu og fela öskurkórunum og grjótkösturunum völdin ?   Ţađ virđist sama hvađ gert er. Öllu er mótmćlt međ hávađa og ólátum. Jafnvel ţó ríkisstjórnin sé fallin er haldiđ áfram. Gamlárskvöldsstemning ríkir  á torgum hvert einasta kvöld.  Ólćti ólátanna vegna.

 Virkisvetur.    

    


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friđrik Hansen Guđmundsson

Ţađ var gaman ađ lesa ţessa grein ţína. Skemmtilega stílfćrđ lýsing á einkennilegum dögum.

Friđrik Hansen Guđmundsson, 26.1.2009 kl. 22:50

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ţú ert raunsćr ađ vanda Halldór. Kannski ađ Samfylkingin finni sinn Napóleon í Evrópusambandinu....? En auđvitađ eigum viđ fyrst ađ setja langskip á flot og sigla til Niđaróss á fund Noregskonungs eins og forferđur okkar gerđu ţegar nauđsyn krafđi.... Ţađ er stórsnjallt hjá nýjum formanni Framsóknar ađ bjóđa Samfylkingu og VG upp á stuđning eđa hlutleysi. Ţetta gćti aukiđ fylgi Framsóknar verulega, ţegar í ljós kemur hvađ Samfylking og VG ná illa saman!

Ómar Bjarki Smárason, 27.1.2009 kl. 00:23

3 identicon

Heill og sćll; Halldór, sem og ađrir, hér á síđu !

Afar myndrćn lýsing; kalt, en napurt raunsći, kemur fram, í ţinni lýsingu, verkfrćđingur góđur.

Getur hugsast; ađ meinsemdin liggi, fremur í ţjóđaređlinu, en í afkára hćtti frjálshyggju ţeirrar, hver fariđ hefir, sem logi um lendur og akra, Halldór ?

Hallast ég fremur; ađ hinni seinni tilgátu - hvar svo stutt er um liđiđ, frá ţeim kynslóđum, hvar nýtni og nćgjusemi voru fremur iđkađar, hinu fremur.

Međ beztu kveđjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráđ) 27.1.2009 kl. 01:14

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ţessi athugasemd er sett inn til ađ athuga hvort allt virki

Halldór Jónsson, 27.1.2009 kl. 11:40

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir ađ lesa ţetta hjá mér. Ég bjóst nú frekar viđ skömmum en hlýjum orđum.

Ég var ađ reyna ađ senda ykkur svar í morgun en kerfiđ virkađi ekki. Stjórnin hefur sett inn línu til prufu.

En ţađ sem ég ćtlađi ađ segja viđ ykkur er ađ nú er komin ný ríkisstjórn. Ţá munu  indíánarnir á Austurvelli vćntanlega  stíga villtan dans viđ eldana sína og sprengja púđurkellingar.

Hvađ ţessi nýja stjórn muni afreka ? 

Hún mun stórhćkka fjármagnstekjuskatt, setja á hátekjuskatt, hćkka stađgreiđsluna, hćkka öll gjöld og álögur til ríkisins , lćkka vexti og verđtryggingu svo ađ sparnađur leitar frá bönkunum. Hún mun auka útgjöld til félags-og heilbrigđismála. Verđbólgan vex og gengiđ mun ţví líklega falla ţar til ađ innflutningur stöđvast ađ mestu.  Hún mun auka veiđiheimildir,  sem núna munu hćkka fjalliđ af óseldum afurđum.

Hún mun líklega breyta einhliđa  AGS samningum međ auknum ríkissjóđshalla međ óţekktum afleiđingum sem hljóta ađ leiđa til aukinna hafta.  Verđbólgan  og atvinnuleysiđ geta fariđ í  óţekktar hćđir og viđ gćtum séđ neyđarskýlin.

Líklega mun hún fyrirskipa launa-og bótahćkkanir yfir línuna. Ţetta er ríkisstjórn Skallagríms og hins vinnandi fólks. Og heilagrar Jóhönnu. 

Nema ađ hún hafi vit á ađ gera helst ekkert eins og gamla stjórnin. Nema auđvitađ ađ reka Davíđ.

En geri hún eitthvađ af ofansögđu ţá hrynur hún ofan í rústakjallarann  í maí. Eftir kosningar fer nćsta stjórn eins ţegar byltingaröflin og indíánarnir  hafa bćst í ráđherrahópinn.

Loks ţegar ţađ er allt búiđ  fara menn ađ skima eftir leifunum af gamla íhaldinu. Menn fara ađ rifja upp gömul orđ  Bjarna heitins Benediktssonar:  Muniđ ţađ piltar, ađ ţótt viđ séum vondir, ţá eru ađrir verri.  Ţađ munu menn um síđir sjá. 

2011 eđa fyrr verđa aftur kosningar og ţá fyrst held ég ađ Sjálfstćđisflokkurinn komi aftur ađ stjórn landsins. Ţangađ til verđur langur tími og miklir erfiđleikar.

2015 hefur heimurinn hugsanlega lagast eitthvađ. En ţá verđur ESB umrćđan löngu fyrir bí á Íslandi og fćstir vilja ţá muna hvađ ţeir sögđu um ţađ mál á ţessum tímum.

Halldór Jónsson, 27.1.2009 kl. 13:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 30
  • Sl. sólarhring: 1097
  • Sl. viku: 5820
  • Frá upphafi: 3188172

Annađ

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 4934
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband