Leita í fréttum mbl.is

Þökk fyrir Þorvaldur Gylfason.

Mig langar að þakka Þorvaldi Gylfasyni prófessor fyrir hans fallegu grein um Þórir Baldvinsson arkitekt í Baugstíðindum í dag. Það hlaut að vera að í penna hans Þorvaldar  leyndist einhver neisti frá föður hans dr. Gylfa Þ. Gíslasyni, sem var einn besti kennari sem ég hef nokkru sinni haft og góður vinur minn ævilangt.

Mér þótti þetta stórkostleg upplyfting frá evrópusteypunni sem prófessor Þorvaldur hrærir sínkt og heilagt og í svo miklum mæli að ég var farinn að halda að hann kynni bara ekkert annað. En það er öðru nær , þessi grein var frábær og tilfinningaþrungin. Pabbi hans hefði einmitt getað skrifað svona um látinn heiðursmann, sá góði maður sem hann var.

Til hamingju Þorvaldur með að líkjast þarna föður þínum. Ég vildi að ég ætti eftir að sjá þessa súlu með dansmeynni en það er nú fremur ólíklegt héðan af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Betur að svo væri Sigurbjörg. En því miður er ég verkefnalítill og því er ég að þessu bloggi. Ég vildi miklu heldur vera að vinna.

Halldór Jónsson, 23.5.2009 kl. 23:14

2 identicon

Falleg grein, full af hlýju og boðskap.

Kærar þakkir Þorvaldur

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3417960

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband