Leita í fréttum mbl.is

Fáninn og þjóðernið.

Ég dáist alltaf að Bandaríkjamönnum, hversu einlægir þeir eru að sýna elsku sína til ættjarðarinnar. Þeir standa teinréttir með hönd á hjarta þegar þjóðsöngurinn er leikinn. Þeir eru allstaðar með flaggið sitt uppi. Bandaríski fáninn blaktir allstaðar. Hann er eign allra Bandaríkjamanna, hver svo sem er forseti eða hvernig sem á stendur. Þeir virða fánann sinn og þjóðerni. Þeir trúa því að þeir séu  mesta þjóð veraldar sem þeim beri að varðveita ofar öllu.

Í dag blaktir íslenski fáninn víða um land. Hann er hinsvegar enginn þjóðareign eins og fáni Bandaríkjamanna. Um hann gilda svo fáránlegar reglur að fáir þora að fá sér flaggstöng vegna þess að það getur kostað stórfé að gleymda að hífa hann niður eftir klukku. Skyldu gilda sömu reglur þegar Samfylkingin  verður  búin að skaffa okkur nýjan þjóðfána, - bláan með stjörnuhring. Skyldi hann mega blakta upplýstur allan sólarhringinn án afskipta lögreglu ?

Af hverju gerum við ekki fánann okkar að þjóðareign meðan við enn eigum hann ein ? Höfum hann sýnilegan í skólastofum, dómssölum og á almannafæri. Hættum að pempíast með hann en virðum hann fyrir það sem hann er. Hann passar sig alveg sjálfur eins og sá bandaríski gerir í sínu landi. Við eigum að vera stolt af fánanum okkar. Hann er ekki veðsettur vegna Icesave.

Fáninn er tákn íslensks þjóðernis sem við eigum öll saman án tillits til bankabókar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Til hamingju með þjóðhátíðardaginn.  Hversu lengi verðum við frjáls og fullvalda þjóð?

Sigurður Þórðarson, 18.6.2009 kl. 01:05

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Afleiðingarnar fyrir atvinnulífið og heimilin í landinu þekkja allir... Ágirnd villti okkur sýn um stund og olli blindri trú á meinta snilli okkar í að kaupa og selja verðbréf og eignir víða um heim. Við gengum of hratt fram og við gengum fram af mörgum okkar mestu og bestu vinaþjóðum. Við verðum að endurvinna traust þeirra og virðingu og ég hef þá trú að okkur sé að takast það," sagði Jóhanna.

Segir Jóhanna sannarlega með réttu fyrir hönd Samfo og styrktaraðila.

Við 65% sem nauðug viljug horfðum upp á og vildum fram á síðasta dag ekki trúa þessu: Landráðsstarfsemi [glannaskap, óráðsíu].  Getum tekið undir sérhvert orð Jóhönnu.  Sennilega stórhluti Samfo líka sem vissi ekki betur að telur fals lánin vera góðæri. Góðæri sem mælist ekki á skattaskýrslum  90% Íslendinga.  TV sýndar góðæri?

Tilvitun úr MBL.

Júlíus Björnsson, 18.6.2009 kl. 03:30

3 Smámynd: Heimir Tómasson

Sæll. Mjög góður pistill hjá þér. Ég gerði bragð úr ellefta boðorðinu og hnuplaði hugmyndinni og bloggaði sjálfur um þetta. Takk fyrir hugmyndina.

Heimir Tómasson, 18.6.2009 kl. 16:00

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Halldór. Tek fyllilega undir með þér. Danir fara vel með þetta og við ættum að kynna okkur reglur þeirra. Meiri notkun, kemur ekki í veg fyrir virðingu.

Sigurður Þorsteinsson, 18.6.2009 kl. 18:33

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef við leyfum okkur yfirfærða merkingu þá sé ég nú ekki betur en að fáninn okkar sé einmitt að veði fyrir IceSave skuldinni.

Tákn hvers er fáni þeirrar þjóðar sem heldur ekki uppi vörnum vegna kröfu sem snertir fullveldi hennar í öllum beinum sem óbeinum skilningi.

Nú er gleymt með öllu það sem eitt sinn var undirstaða þjóðhyggju okkar Íslendinga: "Utanstefnur viljum vér engar hafa!"

Árni Gunnarsson, 20.6.2009 kl. 13:58

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Heyr heyr Árni !

Halldór Jónsson, 21.6.2009 kl. 11:22

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Þakka ykkur öllum undirtektirnar. Las þitt blogg Heimir, ánægður með það.

Sigurður, Danir eru áreiðanlega skárri en við í þessu. 

Halldór Jónsson, 21.6.2009 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband