Leita í fréttum mbl.is

Icesave er óþarfi !

Mér er sagt að hér sé staddur sendiboði norsku ríkisstjórnarinnar til að reyna að koma vitinu fyrir Steingrím varðandi Icesave.

Norðmenn vilja ekki sjá Íslendinga fremja efnahagslegt sjálfsmorð eins og  þeir kommarnir Svavar og Steingrímur telja nauðsynlegt að gera. Norðmenn bjóða uppá aðrar lausnir sem geta skipt sköpum fyrir Íslendinga í neyðinni. Þeir eru að reyna að hafa vit fyrir Íslendingum en gengur víst ekki of vel með Steingrím.

Sjaldan lýgur almannarómur. Mættum við fá meira að heyra félagi Steingrímur ?

Það væri nú munur ef hægt er að gera annað en bara borga Icesave. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

www.kareneha.blog.is , (tengill hér á síðunni til hliðar) ,  er með frekari upplýsingar um nojarann. Hún er með nafnið á honum . Þetta er ekkert blöff, þetta er að gerast.

Halldór Jónsson, 29.6.2009 kl. 21:09

2 identicon

Ég ótttast að Árni hafi rétt fyrir sér um Steingrím.

Jón Dan skrifar í moggann í dag góða grein um afglöpin sem Svavar náði að gera í samningunum um Icesave.

Gott er ef satt reynist með þennan norðmann.

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 09:59

3 Smámynd: Hippastelpa

Hm... okey. Hvernig leggið þið til að farið verði með þetta mál. Ég er búin að vera alveg brjáluð yfir þessum samningi eins og aðrir landsmenn en ef ég er alveg heiðarleg þá sé ég ekki margt i stöðunni.

Ef við höfnum samningnum mun AGS draga sig til baka og annað hrun mun ríða hér yfir í hvelli. Enginn mun vilja lána okkur fé, landið fer á hausinn. Við munum án efa upplifa tíma þar sem bankahrunið mun virðast barnaleikur. Erum við tilbúin í það???

Mér finnst það alveg gild rök að við eigum að gera það og borða þorsk og bjarga okkur frekar en að láta kúga okkur í þrælahald en allir sem ég þekki vilja frekar vera þrælar með debetkort, vinnu og starfandi samfélagsþjónustu heldur en að fara í þann pakka. Við getum bókað það að við ættum ekkert í PR stríð við breta og hollendinga, við þýðum fréttirnar frá Reuters og köllum það heimsfréttir og það gera aðrar þjóðir líka. Samúðin myndi ekki vera með okkur það er nokkuð ljóst. Svo ég spyr enn og aftur hver er tilbúinn í afleiðingarnar af því að skera okkur úr gildrunni sem við erum komin í? Réttið upp hönd?

Hippastelpa, 30.6.2009 kl. 10:51

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Hm... okey. Hvernig leggið þið til að farið verði með þetta mál.

Frekar auðvelt, segja nei við núverandi samningi.

Þá verður bara sest að samningaborðinu aftur, þrátt fyrir að við höfnum núverandi samning þá þýðir það ekki að allt farin til fjandans á staðnum, við erum búin að sýna vilja til að ganga frá þessu máli og því er lítið til fyrirstöðu að það verði bara sest og endursamið.

Mér finnst það alveg gild rök að við eigum að gera það og borða þorsk og bjarga okkur frekar en að láta kúga okkur í þrælahald en allir sem ég þekki vilja frekar vera þrælar með debetkort, vinnu og starfandi samfélagsþjónustu heldur en að fara í þann pakka.

Það er nú bara málið, að ef þessi samningur verður samþykktur þá er bara alls ekkert víst að þú fáir að vera með debetkort, vinnu og starfandi samfélagsþjónustu en þræll færðu að vera ef þú flyst ekki af landi.

Niðurskurðurinn er blóðugur núna en hugsaðu hvað myndi gerast ef það þyrfti að skera niður um 40 milljarað í viðbót á ári til að borga vexti næstu 8 árin og síðan skera ennþá meira niður þegar sá tími er liðinn til að borga hugsanlega 120 milljarað á ári í vexti og lánagreiðslur í 7 ár.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 30.6.2009 kl. 11:40

5 Smámynd: Hippastelpa

Ég geri mér fulla grein fyrir stöðunni en það sem ég er að segja er að ég finn ekki fólk sem er tilbúið að taka slaginn í raun þó það sé til í að deila á samninginn.

Hvaða heimildir hefur þú fyrir því að við getum sest að samningaborðinu aftur? Það eru allir að tala um þetta eins og það sé staðreynd að það standi til boða, hver segir það? 

Ég er persónulega alveg til í uppreisn, vil það frekar en að láta setja hlekk um löppina á mér, en hef bara ekki fundið neinn annan sem er til í að taka afleiðingunum, held að fólk sé ekki búið að horfast í augu við stöðu okkar. Ég vil líka ræða hlutina á réttu plani. Líkurnar á að við komum út sem sigurvegarar eru svo langt frá því að vera gefnar og í raun ólíklegar í ljósi heimssögunnar. 

Ég spyr aftur eruð þið til í slaginn, miðað við að það kosti okkur algjört hrun og uppbyggingu frá grunni.

Hippastelpa, 30.6.2009 kl. 12:23

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Hvaða heimildir hefur þú fyrir því að við getum sest að samningaborðinu aftur? Það eru allir að tala um þetta eins og það sé staðreynd að það standi til boða, hver segir það? 

Ja, ef Bretar og Hollendingar vilja fá einhvern pening af okkur þá verða þeir að setjast við samningaborðið, annars eru 2 möguleikar í boði, leggja hald á eignirnar eða fara dómstólaleiðini. Þeir geta ekki neitt okkur til að borga nema að hreinlega senda her hingað og leggja hald á landið, og ég tel það líklegra að þeir velji hina kostina frekar en að senda hingað her.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 30.6.2009 kl. 12:35

7 Smámynd: Hippastelpa

Ég hef engar áhyggjur af því hvað bretar og hollendingar geti gert. Það er stóri bróðir AGS sem ég hef áhyggjur af. Er paranoid gagnvart því batteríi og tel að þeir séu að beita okkur þvingunum til þess pína okkur til að leysa úr þessu máli. Án þeirra hrynur allt hér því Icesave er lítill partur af skuldunum okkar. Annars eru það tilfinning af minni hálfu en ekki staðreyndir sem ég hef heimildir fyrir eins og allt annað í þessum málum, við höfum ekki upplýsingar frekar en fyrri daginn.

Hippastelpa, 30.6.2009 kl. 12:57

8 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Án þeirra hrynur allt hér því Icesave er lítill partur af skuldunum okkar

Ég get ekki verið sammála þér hér, þar sem ríkissjóður var nánast skuldlaus er þetta mál kemur til, það er eflaust mikið af einkafyrirtækjum sem skulda helling úti í heimi sem og hér heima en það er ekki á ábyrgð ríkissins.

Það er stóri bróðir AGS sem ég hef áhyggjur af. Er paranoid gagnvart því batteríi og tel að þeir séu að beita okkur þvingunum til þess pína okkur til að leysa úr þessu máli.

Ég skil þig vel að vera paranoid gagnvart því batteríi miðað við hvað fjölmiðlar eru búnir að vera spúa á okkur landsmenn og tala nú ekki um núverandi ríkisstjórn. 

Lánið frá AGS ef mér skjátlast ekki er í kringum 5 milljarðar punda, icesave dæmið verður komið í sömu tölu eftir þessi 7 ár(þó ég sé ekki að segja að allur þessi pening kæmi til með að lenda á okkur en þessi tala kemur fram sem skuld þrátt fyrir það á pappír).

Svo að þrátt fyrir að AGS myndi bakka út hér með sitt hafurtask þá værum þannig séð ekkert mikið verr sett er kemur að uppgjöri þar sem AGS lánið kemur til með að vega upp á móti icesave skuldinni á pappír.

Sem þýðir að við værum með 2-3x icesave lán (gef mér hér að það séu vextir af AGS láninu) til að borga vexti af í staðin fyrir að vera laus við báða hlutina þar sem AGS lánið á ekki að nota í afborganir heldur á það bara að liggja inni á einhverjum reikningi til að styrkja gjaldeyrisforða þó að það gæti vel verið breytt. Þannig séð væri í raun ekkert verra þó að við losnuðum alveg við icesave og AGS til að spara okkur guð má vita hvað háa vexti af þessu á ári.

Því fleiri lán sem landið tekur því verri lánahæfni höfum við það ætti að segja sig sjálft, ef maður með margar milljónir á sér í lánum fer í banka til að fá annað lán þá er hann ekki jafn líklegur til að fá lán og maður með ekkert lán (miðað við 2 persónur í sömu stöðu, laun etc., og miðað við að það sé ekki 2007 þar sem allir á klakanum gátu fengið lán er virtist vera 8)) því má alveg gefa sér að þetta gangi eins eða svipað fyrir sig í millilandalánum og lánshæfnismati.

 um 3.3 milljarðar punda icesave skuld + 5 milljarðar AGS skuld.

Gef mér 5.5% vexti á AGS lánið líka þar sem þetta eiga að vera eðlilegir vextir á svona lánum.

3.3+5 = 8.3 x 5.5% = 415 milljónir punda í vexti á ári

415(vextir af láni) x 210(núverandi gengi pundsins) = 87,15 milljarðar íslenskar í vexti á ári.

Af þessum 87.15 milljörðum í vexti má draga vextina af innláninu á AGS láninu ef þeir eru einhverjir og eflaust lægri en útlánsvextirnir.

Og þó við drögum af ca 50 milljarða sem væru vextirnir af AGS láninu þá er hægt að borga mikið af skuldum fyrri þessa ca 37 milljarða sem eftir eru sem eru vextirnir á icesave láninu.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 30.6.2009 kl. 14:18

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er verðið sem Bretar setja upp fyrir hryðjuverka árás Íslenskra einkabanka m.a. í eigu alþjóðaglæpamanna: féflettar af verstu tegund sem hafa gert það gott á Íslandi síðust 20 ár.

Hækka hámark almennra innlánsvaxta á Breska heimasamkeppnimarkaðnum um heilt 1%er svo svívirðilegt í augum hinna fjárlæsu Evrópumanni eins og míns sjálfs að nær engri átt.

30 maður erfir 10 milljón pund. Breski markaðurinn miðað við 2,5% hámarks innlánsvexti  býður honum  um 18 milljón pund eftir 30 ára.

Þá kemur einkabankinn Landsbanki sem enginn vill lána lengur[lánalíkur að lokast] og stofna Islave reikinga  1% eða um 3,5%. Sem þýðir 24 milljón pund eftir 30 ár. Hvaða EU íbúi getur hafnað slíku kostaboði 6 milljón pund umfram hámarkið á markaði. Svo mæltu ófjárglöggir breskir stjórnmálamenn með reikningunum: sennilega í ljósi starfsleyfis.

Hinsvegar munu samkeppniaðilar á Breska markaðnum hafa séð sæng sína uppreidda og brugðist æfir við.

Steingrímur eins margir VG, festir SamFo er ófjárlæs, hvort hann sé að sýna alþjóða glæpamönnum samstöðu ætla ég ekki að fullyrða.

Starfsemi Íslenskra kennitalna náði út um allan heim. Saklaus á Íslandi þýðir ekki saklaus utan landsteinanna. Hjá hinum siðmenntuðu.

10 litlir Íslendingar kunnu ekki deila,

Júlíus Björnsson, 30.6.2009 kl. 17:44

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sá vægir sem vitið hefur meira. Ég tel það stæðsta þroskamerkið.

Sá sem lætur græðgina ráða umfram það að vægja mun alltaf tapa. Vonast til að Ísrael fari bráðum að skilja það. þar á svo sannarlega ekki að vægja, og hverjar eru afleiðingarnar?

Viljum við fara fram með svona blinda græðgisstefnu? Var ekki búið að skrifa undir samkomulag í haust? Mér er í hjarta mínu svo sama um ofurauð en ég mun aldrey ganga í ESB sjálfviljug. það verður þá með þvingunum.

þvinganir hafa reynst mér erviðar. þær lama sjálfið mitt, og engum til gagns nema kanski þeim sem þvingar. En bara tímabundið gagn fyrir þá.

Ísrael er í Evrópu! 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.6.2009 kl. 17:51

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Nauðugur viljugur segir fátt en hugsar flátt. Illt er að eiga þræl að einkavin.

Mitt fólk í Evrópu er byrjað í kreppu og tekur engin lán. Síðustu áratugi hefur verið tekin hellingur af fasteignalánum  til endurnýjunnar 100 ára gamalla hússkrípa í suðurhluta Evrópu. Þessi lán eru til 30 ára. Eftirspurn er eftir USA skuldabréfum,  eðalmálmum og steinum.

VG og Samfo er eina liðið í heiminum sem er í lána pælingum næstu áratugina.

Júlíus Björnsson, 30.6.2009 kl. 18:36

12 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Sá vægir sem vitið hefur meira.

Myndir þú semsagt vægja ef það kæmi einhver persóna t.d. inn í þitt hús og vildi þig út?

Bara því miður þá virkar þetta ekki alltaf....

Var ekki búið að skrifa undir samkomulag í haust?

Nei það var ekki búið að því.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 30.6.2009 kl. 19:40

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sá vægir sem vitið hefur meira. Gildir þá og því aðeins að báðir aðilar teljist með viti.

Júlíus Björnsson, 30.6.2009 kl. 19:56

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sjá pistil Withrow þar sem hún er að svara vinkonu sinni :

3 Smámynd: Vala Andrésdóttir Withrow

Jenný: Kærar þakkir fyrir innlitið og fyrir traustið - ég sá að þú varst að blogga um Icesave á þinni síðu og án þess að ég vilji breyta þessum pistli í Icesave umræðu þá verð ég að segja að ég er ekki hissa á því að almenningur viti ekki hvort við ættum að samþykkja ICESAVE samninginn. Óvissa er í rauninni rétta svarið við spurningunni: "borga eða ekki borga" og er það vegna réttaróvissunnar sem málinu fylgir og mun fylgja því þangað til hún er leyst, fyrir dómstólum - sem er eina heiðarlega og varanlega leiðin til þess að leysa þetta að mínu mati. En af tveimur röngum svörum er svarið "ekki borga" örlítið réttara, a.m.k. eins og mál standa í dag.

Bretar og Hollendingar eru í raun búnir að bjóða okkur eina leið til að forðast að eiga við þessa réttaróvissu, nefninlega Icesave samninginn. Vandamálið er þó að Icesave leysir ekki réttaróvissuna, og ég sé okkur ekki fært, né Evrópu, að búa við hana til frambúðar. Það er í raun skylda okkar að fá úr þessu skorið, ekki bara fyrir okkur sjálf heldur líka fyrir aðrar þjóðir í Evrópu.

Einstaklingur sem býr við réttaróvissu um hvort hann hafi brotið af sér myndi ekki fara viljugur í fangelsi eða borga sekt án þess að úr því yrði skorið fyrir dómstólum hvort hann væri raunverulega og ófrávíkjanlega sekur um brot. Rökstuddar kvartanir þeirra sem eiga að heita fórnarlömb þess brots myndu ekki einar og sér duga þeim einstaklingi sem sönnun á sekt hans. Hann myndi þó kannski gefa eftir ef fórnarlömbin eru mjög voldug og hefðu líf hans í hendi sér. En nútímasamfélög búa yfir óhlutdrægum dómskerfum til þess að koma í veg fyrir óréttlæti af þessu tagi gagnvart einstaklingum.

Sama gildir í raun um ríki í alþjóðasamfélagi. Það er óskiljanlegt að íslenska ríkið ætli að beygja sig undir kröfur annarra stærri ríkja án þess að það sé klárt að um "brot" hafi verið að ræða. Dómstólar einfaldlega verða að koma hér að máli, eða að minnsta kosti samningar leiddir formlega af Evrópusambandinu.

Það eru að sjálfsögðu aðar leiðir í boði en ICESAVE samningurinn, en til þess að kanna þær leiðir þarf að beita ESB pólitískum þrýstingi, eitthvað sem íslenskir stjórnmálamenn virðast mjög vanhæfir í. Bretar og Hollendingar eru auðvitað ekki að bjóða þessar leiðir sjálfir, þeir vilja bara fá evrópuvinaþjóðir sínar til að pressa á okkur í laumi og fá okkur til að borga þeim peningana. Við yrðum að fara utan og heimta á opinberum vettvangi að ESB eða Evrópudómstóllinn leysi úr málinu þannig að þeir geti ekki annað gert en að vinna með okkur í þessu eða að öðrum kosti bíða álitshnekki í alþjóðasamfélaginu. Við erum í raun að leyfa þeim að vinna þetta undir borðið með ICESAVE samningnum.

Þesskonar pólitískur þrýsingur ásamt öðru er í stuttu máli það sem Dr. Elvira Méndez Pinedo, doktor í Evrópurétti leggur til í niðurstöðu sinni um ICESAVE sem birt er á heimasíðu hennar og ég er henni hjartanlega sammála. Ísland hefur vitað í yfir þúsund ár að samfélag geti aðeins búið við einn sið. Sama gildir um Evrópu og að taka Ísland út fyrir sviga alþjóðalaga (og inn í breskt réttarkerfi) er lagalegur tvískinnungur sem ESB ætti ekki að líða, hvað þá styðja.

Í sambandi við það að bjóða mig fram í störf þá verða aðrir að dæma um það,  ég er mjög ánægð að blogga héðan frá USA og fá að tjá mig án þess að hafa áhyggjur af pólitík. Ég myndi helst af öllu vilja að þeir sem eru nú þegar í þeirri stöðu að geta lagað þennan ósóma myndu gera það - í stað þess að sætta sig við eða spila með í spillingakerfinu sem enn virðist liggja bakvið þil og gólf í stjórnkerfinu. Þessir innanbúðaraðilar eru í betri aðstöðu en nokkur nýliði til þess að koma málum á réttan kjöl og ég vona bara að það finnist ennþá menn á Austurvelli sem klæjar ekki svo mikið í puttana að verða stofnfélagar í innherjaklúbbi Evrópusambandsins að þeir selji íslensku þjóðina í skuldþrældóm án réttarvissu um sekt íslenska ríkisins.

Karl: Þakka þér fyrir innlitið. Það má mjög vel vera að jörðin sé að hlýna, hún hefur verið að hlýna og kólna síðan hún varð til og löngu áður en Adam kynnstist Evu. Hvort núverandi hlýnun eða kólnun megi rekja til lífrænna gastegunda af þeirri gerð sem verða til við útöndun og viðrekstur spendýra er það sem ég er að setja spurningamerki við.

Án "gróðurhúsaáhrifanna" sem andrúmsloftið skapar væri loftslagið hérna jú svipað og á tunglinu og við annaðhvort í steikjandi hita eða brunagaddi, þannig að "gróðurhúsaáhrif" eru í sjálfu sér ekki frá djöflinum komin, þvert á móti, þau eru lífgjafi jarðarinnar. Ég er búin að kynna mér þetta ágætlega og þessir vísindamenn eru engir "keyptir kjaftar" svo að mér sýnist, en ég er að sjálfsögðu opin fyrir rökum sem segja annað. Ég legg áherzlu á það aftur að ég er ekki að lýsa vantrú á mengun eða náttúrueyðingu - bara orðaræðunni um "gróðurhúsalofttegundir" sem vanda "hamförum" í veðráttu. Það verður að skilja þarna á milli.

Í sambandi við vatnsskort þá þykir mér það álíka fáránlegt að kenna héðan í af mannskepnunni um alla þurrka og flóð í heiminum eins og það er fáránlegt að halda það að mannskepnan hafi engin áhrif á umhverfið - enda er ég hér að gera hvorugt. Ég er bara að benda á hvað það er mikilvægt að þeir sem eru meðvitaðir um umhverfið og náttúruspjöll (eins og ég og þú virðumst bæði vera) einbeitum okkur að réttu hlutunum en ekki skottuvísindum.

Það þarf enda engan vísindamann til að segja hvorki mér né þér að 7 milljón tonn af plastdrasli í sjó sé slæmt fyrir umhverfið eða að ár fullar af svínaskít eða blásýru séu slæmar fyrir lífríkið. Jafnvel þeir sem trúa "gróðurhúsaloftegunda-hamfara" söngnum þá hljótum við öll að geta verið sammála í því að byrja a.m.k. á þeim vandamálum sem eru svo auðsjáanleg að við þurfum ekki að rífast um hvort þau séu rauveruleg, ýkt eða skálduð.

Þú segir að:

þar sem þú ert starfandi í USA og lögfræðingur í þokkabót þá tel ég allar þínar skoðanir og álit sem þér þóknast að deila með okkur hér á landi verði að taka með miklum fyrirvara og efasemdum.

Ég tel það vafasöm vísindi að gagnrýna skoðarnir einhvers byggt á búsetu eða menntun þeirra eingöngu. Þvert á móti held ég að það sé hægt að telja mér það til tekna í mörgum tilfellum að vera allskostar ótengd íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi. Ég hef engra hagsmuna að gæta, nema bara almennrar skynsemi.

Ef þú ert ósammála þá þætti mér áhugavert hvað búseta mín á Íslandi, Færeyjum, Kína, Sviss eða Bretlandi hefur haft á trúverðugleika minn?

Eða hvort hafi verið munur á trúverðugleika mínum þegar ég bjó í New York, Nevada, Texas eða Washinton fylkjum í USA?

Þú hefur líklega ekki lesið mikið af blogginu mínu því ég hvet alla sem hér líta inn, eindregið og ávallt til þess gagnrýna skoðanir mínar og annarra. Ég bendi þér líka á að halda ekki heldur eigin skoðunum uppi sem heilögum sannleik. Enginn og ekkert er hafið yfir gagnrýni, ekki ég og ekki þú og ég skipti óhrædd um skoðun þegar tilefni er til. En gagnrýni verður að vera málefnaleg til þess að gera gagn. Órökstudd niðurrifsstarfssemi gagnast engum nema þeim sem vill kæfa umræður.

Ég vil undirstrika að ég þigg allar ábendingar og rökfærslur með þökkum. Það sem ég skrifa er það sem ég veit ekki betur en sé satt og rétt og vil gjarna vita það sem fyrst ef mér hefur yfirsést eitthvað.

En aftur að umhverfisvernd. Almenn vantrú þín á ameríska vísindastyrki er ekki til þess fallinn ein og sér að kasta rýrð á þá nafngreindu vísindamenn sem finna má á petitionproject.org. Eða telur þú að allir vísindamenn Bandaríkjanna séu spilltir vegna þess að ákveðnar styrkveitingar séu vafasamar? Eru vafasamar styrkveitingar algengar þegar kemur að umhverfisvísindum? Ég stend í þeim skilningi að þetta sé fyrst og fremst vandamál í lyfja-, líftækni- og læknavísindum, þar sem peningarnir eru, en ég gæti haft rangt fyrir mér í því eins og í öðru og ef svo er tel ég ábendingum um frekari upplýsingar um málið með einlægri þökk.

Þangað til trúi ég þessum +30.000 vísindamönnum til þess að vita sínu viti og þykist ekki vita betur sjálf, enda raunvísindi ekki mitt áhugasvið.

Þú segir að lokum:

ur þú t.d. frætt okkur mörlandana um hverjir eru þínir helstu umbjóðendur á þessari lögfræðistofu á Manhattan? 

Ég er ekki hérna til þess að svara spurningum um mína persónulegu starfshagi enda bundin trúnaði um nánast allt sem ég geri. Ég hef áður gefið upp hlutdeild mína í málinu United States v. Thomas Qualls og var það í þessari færslu í Febrúar síðastliðnum. Sá skjólstæðingur flúði fyrir lok réttarhaldanna og var það tilefni færslunnar að hann komst mér að óvörum á lista America's Most Wanted. Þú getur lesið meira um málið á vefsíðu Wall Street Journal. Hann hefur reyndar náðst núna og bíður framsals frá Kanada, en stofan sem ég vinn fyrir baðst lausnar frá málinu eftir að Qualls flúði og hann er nú hjá nýjum lögfræðingum.

Sem stendur er ég að ljúka vinnu vinna við skaðabótamál sem New York Post fjallaði um fyrir ári síðan og er eðli þess viðkvæmt og ég get lítið meira sagt um það en það sem stendur í greininni sem ég tengi á hér að ofan. Skjólstæðingur okkar er táningsstrákurinn. Ég býst ekki við því að málið fari fyrir rétt enda eru sönnunargögnin gegn gagnaðila okkar mjög sterk og við teljum allar líkur á að málinu verði lokið utan réttar.

Ég hef líka starfað stuttlega við lögfræðideild í JPMorgan Investment Bank í London, sem ég læt fljóta með fyrst þú ert að leita að "nöfnum".

Ég skil vel ef menn eru forvitnir um mína hagi en ég verð að segja að mér finnst það ólíkt ánægjulegra þegar slíkar spurningar eru settar fram án yfirlætis. Þá er einnig mun líklegra að ég svari þeim.

Bestu kveðjur,

Vala Andrésdóttir Withrow, 1.7.2009 kl. 05:23

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.7.2009 kl. 08:43

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir þetta öll. Ég hef grætt á því að vægja, en ekki í veraldlegum auð né beinhörðum peningum, heldur til að sleppa við stríð (ekki kunnað að meta peninga).

Ég skulda mikið í peningum, hef aldrey stolið og unnið eftir bestu getu miðað við heilsu og hef öðlast lífsreynslu sem verður aldrey metin til fjár.

Hver á að dæma um hver sé með viti? Ég treysti mér ekki til þess, allavega ekki á réttlátann og lýðræðislegann hátt. þetta er nú bara mín skoðun. Hef orðið vör við að margir telja það heimsku að græða ekki endalaust og helst án þess að borga raunvirði. Ég er ekki sammála.

Lífið snýst ekki bara um dauðann gróða.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.7.2009 kl. 16:25

16 Smámynd: Einhver Ágúst

En breytir engu fyrir ykkur að fjármálaráðherra samþykkti að málið yrði sett í gerðardóm í Nóvember?

Sá gerðardómur úrskurðaði innan sólarhrings að Íslendingum(gildra ég veit) bæri að greiða þessar skuldir og þarmeð var það ákveðið, mér leiðast orðið lögfræðingar og hægri pólitíkusar sem setja allann sinn metnað í að ráðast gegn þessara greyið ríkisstjórn til að maka eigin krók og finna staðfestingu á eigin snilli.

Sagan kennir okkur að í viðlíka málum eru þeir seku yfirleitt varla kallaðir að borðinu(Versalasamningurinn), í okkar tilfelli hefur þróunin orði sú að nú fáum við að hafa áheyrnarfulltrúa og svo er okkur sagt hver niðurstaðan er meira og minna, stórþjóðirnar UK og USA hafa jú brotið alvarlegri lög en þau sem við teljum geta verið okkur til varnar(innrásir í önnur ríki, arðrán nýlenda, tilraunir með kjarnavopn, auk þess að nota þau í stríði), auk þess að hagsmunir annara evrópuþjóða hvað varðar þessar vafasömu innistæðutryggingar eru svo gríðarlega miklir að jafnvel okkar vinveittustu þjóðir víla fyrir sér að styðja þessa vonlausu baráttu okkar.

Þetta mál hefur lítið með lög og reglgerðir að gera einsog það stendur, það varð ljóst þegar Bresk stjórnvöld hikuðu ekki við að beita sínum úrkynjuðu og stórhættulegu hryðjuverkarlögum gegn herlausri smáþjóð með enga sögu af stríðsrekstri, þá hugsaði ég úff nú eru þeir reiðir og við sleppum ekki úr þessari bóndabeygju.

Peningarnir ráða og eru lögum ofar, það er bara þannig.

Vala: Já það er gríðarlegum fjárhæðum varið í "vísindamenn" og rannsóknir af mengunarvaldandi iðnaði heimsins, þar má nefna olíufyrirtækin, bílaframleiðendurna og málmiðnaðinn. Þeir kaupa dýrustu sérfræðingana og reikn svo bara kalt út hvort er dýrara að borga sektirnar eða setja upp mengunarvarnarbúnaðinn, þetta þekkir þú nú væntanlega sem lögfræðingu í USA þarsem okar elskaða Alcóa hefur farið á kostum í mengun og sektargreiðslum. Bílaiðnaðurinn hefur skipulega keypt rannsóknir sem varða rafmagnsbíla og tafið framleiðslu þeirra, jafnframt því að þeir sem hafa notað þá og mælt með hafa verið gerðir að fíflum.

Óttinn innra með okkur er virkjaður sem aldrei fyrr, hann er endalaus uppspretta peninga og heimskulegra fjárfesinga, við erum best hrædd í augum stjórnvalda og stórfyrirtækja, því miður er ég hættur að vera hræddur og lífið er yndislegt, ég veit það er næstum bannað að segja þetta í dag.

Þú verður Vala að fyrirgefa fólki, fók er á varðbergi gegn Ameríku þessa dagana, þssi frjálshyggju ofurkapítalista hugmyndafræði er jú ættuð þaðan og gerð algildur sannleikur af Friedman nokkrum, fók er skeptískt og biturt gagnvart USA. Ríki sem er raunverulega gjaldþrota og heldur sér á floti með Kínverskum lánum og massívri peningaprentun, samhliða því er verið að setja í gang ógnvekjandi neyðarlög í ríkjum USA, tengd við svínaflensu en í þeim eru margar undarlegar heimildir fyrir stjórnvöld til að grípa inní líf fólks. Vð fylgdum þessum lögmálum inní eitt stærsta fjársvikamál mannkynssögunnar, loksins gerðum við eitthvað sem er stórt óháð höfðatölu, gjaldþrot Íslands er stærra en Enron og Worldcom málin risavöxnu, og það svakalegasta er að ekki einu sinni hér innanlands getum við framfylgt lögum eða komið böndum á þessa glæpamenn, hver býst þá við að við getum farið fyrir rétt erlendis með okkar mál? Við erum einskonar afbrigði af húsmóðurinni sem er fónarlamb heimilisofbeldis, á meðan hún kemst ekki útúr prísundinni og nær að sannfæra heiminn um að maðurinn beiti hana ofbeldi þá er hún fangi eiginn ótta og kemst ekkert fyrri rétt með málið. Maðurin sem hefur heljartök á henni verður helst að vera læstur inni svo hún geti farið að tjá sig frjálst um hvað raunverulega gerðist. Það versta er að húsmóðirin í okkar tilfelli er svo samsek manninum um einhvern glæp, sem hún er mjög hrædd um að komist upp ef hún segir frá ofbeldinu. Húsmóðirin getur verð stjórnmálaflokkur(eiginlega hver sem er), fyrirtæki, Lífeyrissjóður eða stéttarfélag, Samtök Atvinnulífsins og stór hluti hinns almenna borgara.

467 þúsund manns misstu vinnuna í USA í Júní, það var að koma í fréttunum, USA er í gríðarlegri hnignun og gríðarlegur hluti fjármagns fer í stríðsrekstur erlendis en er líka tæki til tekjuöflunnar svo það er erfið staða. Johann Galtung friðarsinni og stórsnillingur gaf það út fyrir 15 árum að hann teldi svona ca 50 ár þartil USA væru liðin undir lok í þeirri mynd sem við þekkjum þau, það sagði hann að þess sæust mörg merki þá þegar að USA væri að fylgja sömu slóð og ÖLL stórveldi mannkynssögunnar sem ættu það sameiginlegt að þeirra lífshringur væri um 500 ár frá stofnun, risi, hápunkti og að falli, taldi hann til Grikki, Rómverja, Inka og fleiri maenningarsamfélög. Lokastigið er alltaf glysgirni og ótrúleg ásókní eilífa æsku, fegurð og prjál, auk gríðarlegra landvinninga og ásóknar í auðlindir sökum ofneyslu. Hvenrig stendur á því að Bandaríkin virðast aldrei hafa áhuga á að "hjálpa" löndum sem engar auðlindir hafa með einni af sínum vinalegu innrásum?

Það er stórhættulegt að hafa rétt fyrir sér þegar stjórnvöld hafa rangt fyrir sér.  Voltaire

Auk þess er það ofmetið að hafa alltaf hreint rétt fyrir sér, einsog þú bendir á kæra Vala, hafðu það sem allra best og endilega komdu heim og hjálpaðu okkur í þessu veseni. Flest allir lögfæðingarnir hér eru alveg í flórnum uppað hnjám enda unnu þeir flestir fyrir bankana í að réttlæta bullið og finna göt í kerfinu, sem virtist ekkert alltof erfitt merkilegt nokk, svo þegar allt var að hrynja voru pólitíkusarnir skikkaðir í ferðir þarsem allir voru fullvissaðir um íslenska efnahagundrið.

Einhver Ágúst, 3.7.2009 kl. 10:13

17 Smámynd: Einhver Ágúst

Efnahagsglundrið? er það ekki beta orð?

Einhver Ágúst, 3.7.2009 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418201

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband