Leita í fréttum mbl.is

Verð ég Evrópusinni ?

Jón Magnússon vinur minn veltir því fyrir sér hvort Jón Bjarnason sé hæfur til að vera ráðherra í okkar ágætu ríkisstjórn. Hann tali gegn nýsamþykktri gerð Alþingis. 

Mér finnst þessi Jón ekkert vitlausari en Ragnheiður Ríkarðs eða Þorgerður  Katrín. Þær eru báðar genetískir kratar en Jón er íslenzkur framsóknarbóndi á kaupstaðarferð í pólitík. Af hverju má hann ekki tala fyrir sinni sannfæringu eins og Steingrímur að greiða atkvæði gegn sinni ?. Ef Steingrímur  þá hefur einhverja aðra sannfæringu en valdagirnd og gírugheit í ráðherralaun. 

Ég held að þessi ríkisstjórn geri mig að Evrópusinna áður en yfir lýkur. Ég sé ekki hvernig við getum dregið úr skaðsemi þessa fólks á þinginu  annan hátt. Það er Evrópusambandinu að þakka að við erum ekki komnir með VSK í 28% . Kannski frelsumst við frá meira illu fyrir minna illt?

1000 fjölskyldur hafa ákveðið á stuttum tíma að vilja ekki búa við  Iceslave skattlagningu til frambúðar. Hver sem ekki slæst í förina með þeim verpður að  borga þeirra hluta líka.

Hvernig tekur Noregur við ellilífeyrisþegum sem flytja til Noregs? Getum við flutt út gamlingja og örykja á grundvelli EES til Noregs ?  Er ekki allt betra en þetta helvíti sem Ísland er að verða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Sumir af eldri kynslóð Norðmanna litu á Ísland og Grænland sem hluta Noregs alveg fram á síðustu öld.

Hörður Halldórsson, 27.7.2009 kl. 00:23

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll félagi,

mér segir svo hugur að krötunum í Brussel verði það ekki fasti í hendi að gefa Íslandi undanþáugu til að hækka VASKINN í 28% svo Ísþrælarnir þeir sem eftir verða geti staðið í skilum með Icesave eins og það heitir.

Það verður hinsvegar vonlaust að fá þá til að leyfa okkur að halda í hagstæða tollasamninga við Kína og Kóreu á fiskafurðum. 

Nei Halldór þú ert alltof skynsamur til að verða Evrópusinni.

Sigurður Þórðarson, 27.7.2009 kl. 11:55

3 Smámynd: Jón Magnússon

Halldór ég býð þig velkominn í hóp okkar hægrimanna sem viljum skoða hvort aðild að Evróupusambandinu þjónar hagsmunum Íslands.

Það er einhver meiriháttar misskilningur sem er í gangi um það að Evrópusambandið sé einhver kratísk samtök. Allir helstu stjórnmálaflokkar í Evrópu eru vel tengdir inn í stjórnarstofnanir Evrópusambandins. Mér þætti gaman að sjá svipinn á Berlusconi, Sarkosy eða hvað þá Angelu Merkel ef þau væru sökuð um kratisma af því að þau eru eindregnir Evrópusinnar.

En yfirlýsing Jóns Bjarnasonar er gjörsamlega banal og það skilur m.a. flokksbróðir hans Árni Þór Sigurðsson sem segir hana ætlaða til heimabrúks í Norðvesturkjördæmi sem styður einmitt  tilgátu þína kæri vinur minn Halldór að hér sé á ferðinni framsóknarbóndi úr sveit.

Jón Magnússon, 27.7.2009 kl. 12:39

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gamlir menn eru haldnir útlendingafælni svona yfirleitt

Finnur Bárðarson, 27.7.2009 kl. 20:42

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Illa lízt mér á þig, Halldór, að fá hér hrós frá Jóni Magnússyni.

Það hlýtur að brá af þér, vænti ég, og það mjög fljótlega.

Hörður Halldórsson, er trúlega einn "afstæðishyggjumaðurinn" í ætt við EB-trúboðann Egil Helgason, en rangt fer Hörður með, Norðmenn týndu Íslandi 1814 eða 1815 og eiga aldrei að fá neitt yfir okkur að segja, hve mjög sem suma landa okkar langar að niðurlægja sig og þjóðina.

Jón Valur Jensson, 27.7.2009 kl. 20:47

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón minn Magnússon,

Evrópusambandið eru kratísk samtök, miðstýrð og mjög stýrð. Ég held að enginn þurfi að velkjast í vafa um það að það hefur ákveðnar grunnstefnur sem ísland fær aðeins tímabundar og afturkallanlegar undanþágur frá. Það þarf engar svokallaðar aðildarviðræður tl að fá það staðfest. Og vertu svo velkominn í Evrópuherinn, kannske færðu lautinantstign með kellingunum og Þorsteini Pálssyni.

 Eins og ég segi þá er það jákvæða sem ég sé við aðild það, að það minnkar áhrif okkar vitlausustu stjórnmálamanna, sem eru yfirleitt mun vitlausari upp til hópa en stjórnmálamenn annarsstaðar, auðvitað áberandi versnandi eftir flokkum líka.

Jón Valur, ég hef ekkert breyst, en það eru svo margir að reyna að breyta mér með hegðun sinni. Það er einso sumir vilji tortíma þjóðinni og gefa landið til hvaða óþjóðalýðs sem er. 

En þjóðin er líka um margt mjög vitlaus, býr við handónýtt réttarkerfi, légt fræðslukerfi sem kennir ekki margfökdunartöfluna, ónýtar eftirlitsstofnar, ónýtt stjórnkerfi, tekur ekki á glæpamönnum  og er líka tukthúslaus.Svo er hún ekki lýðræðisþjóð og finnst allt í lagi að búa við ofríki landsbyggðarinnar í kosningum til þings.

Finnur minn, við eldri höfum kannski séð meira af heiminum en sumir ungir heimalningar.Farðu bara til Albaníu og bjóddu þeim að gerast innflyjendur til Íslands úr því að þú ert ekki útlendingafælinn.

Halldór Jónsson, 28.7.2009 kl. 22:36

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þér er ekki alls varnað, Halldór minn. Varst reyndar góður fyrir!

Mættum við fá meira af gamla, góða Halldóri.

Jón Valur Jensson, 30.7.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband