Leita í fréttum mbl.is

Helmingaskiptin og Þorvaldur Gylfason.

Þorvaldur Gylfason skrifar óvenjuskemmtilega grein í Fréttablaðið í dag. Þar er margt gaman að lesa. Hinsvegar slær útí fyrir honum að vanda þegar hann byrjar hatursherferðina gegn Sjálfstæðisflokknum og kennir honum um allt illt.  Síðan  rifjar hann upp helmingaskipti hans og Framsóknarflokksins í tíð haftanna. Margt er þar sagt sem ég mótmæli ekki enda stóðu flestir venjulegir menn utan valdablakkanna, fjölskyldnanna fjórtán og kolkrabbans.

Ég man þessa tíma þegar allir bankar voru lokaðir nema fyrir þeim sem höfðu réttu tengslin. SÍS fékk allt í ríkisbönkunum, en fjölmennara íhaldið átti undir högg að sækja og voru líka kallaðir gróðapungar, blóðsugur og landssölumenn á móti félagslegra réttlætisfyrirtækja samvinnumanna Framsóknarflokksins. Þess vegna fóru þeir Íhaldsmenn að stofna aðra banka, Verzlunar-og Iðnaðarbankann.  En það var alltaf vandamálið að vextir dugðu aldrei fyrir verðbólgunni og því brann allt fé upp. Það var ekki fyrr en með verðtryggingunni, að til varð íslenzk króna sem varð besti gjaldmiðil í heimi til að eiga og spara. Lán urðu ekkert meiri lán en áður, heldur ólán eins og þau eru yfirleitt.

Hinsvegar trúir hálf þjóðin því ennþá að það leysist allt með lánum til þessa að eyða strax en borga síðar. Hrunið varð svona slæmt að hér komust til valda menn sem ekki höfðu neina bankahefð að byggja á, t.d. eins og er um bankaættir í Sviss. Okkar hrunabankamenn voru bara í besta falli fífl ef þeir voru bara ekki hreinir krimmar.

En þetta voru aldrei helmingaskipti Þorvaldur. Þú gleymir þriðja aflinu!

Kratar lögðu undir sig stjórnsýsluna, opinber störf. Tryggingastofnun Ríkisins áttu þeir og eiga enn. Sendiráð og embætti voru þeirra. Bitlingakratar voru alþekkt fyrirbæri í þjóðlífinu. Í  valdastöðum létu þeir börn sín ferðast um á diplomatapössum, og ótal dæmi eru um hverskyns hyglun þessa fólks, veizluhöld og ljúft líf á kostnað almennings. Þeir fóru líka i fjármálastarfsemi með vinstri krötum og hálfkommum, byggðu Alþýðuhúsið og Alþýðubrauðgerðina, þá urðu nú fljótlega sumir jafnari en aðrir og stálu úr kössunum. Svo kom Alþýðubankinn, sama sagan þar, sumir urðu svo mikið jafnari en aðrir meðal sannra jafnaðarmanna og allt fór á hausinn.

Nú er lokið valdaferli gömlu helmingaskiptaflokkanna sem Þorvaldur kallar svo. Nú hefst blómatími Kratanna. Stóri vinningurinn er ESB og hin nýja landssala. Allir þeir opinberu bitlingar sem þangað verður að sækja. Forréttindi þeirra til allra opinberra starfa í kringum þetta, verða fljótlega ljós. Nýir ríkisbankar og haftabúskapur kallar líka á nýja gósentíma kratismans.

Gleymdu ekki helmingnum af sögunni Þorvaldur minn! Helmingaskiptin voru ekki til helminga heldur 2/3! 1/3 fenguð þið kommarnir og kratarnir !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Og svo margfaldarðu 1/3 með Pí, Halldór, og kratarnir verða komnir með liðlega allt, þ.e. Ísland og ESB.....!

Greinin hjá Þorvaldi er góð, sammála því. En forsöguna þekkir þú betur en ég. Ég heyrði talað um það í mínu ungdæmi að einhver bankastjóri hefði stolið svo miklu að hann var sendur utan og varð einn af bankastjórum Alþjóðabankans. Mig minnir að þessi maður hafi verið krati.

Það virðast ekki margir muna það sem þý bendir á í þessum pistli, einmitt það hvernig kratarnir hreiðruðu um sig í öllum stofnunum og um áratuga skeið fannst manni nánast allir sendiherrar landsins vera kratar. Og Trygginastofnun hafa þeir átt alla tíð, alla vega alla þá tíð sem ég man.

Það virðist vera alveg sama hvað kratarnir gera, þeim fyrirgefst allt. Þeir geta tekið á móti framlögum frá Baugi og öllum styrkveitendum, bæði sem flokkur og einstaklingar, og það þykir sjálfsagt. Ef aðrir flokkar og flokkslimir gera eitthvað svipað, þá er það spilling og mútur.

Kannski eru kratarnir og spillingin svo samofin að enginn tekur eftir þessu og þjóðin er með eitthvað gullfiskaminni gagnvart þessu? Spillingarmál kratanna gætu orðið efni í kennslubók um það "hvernig á að svindla og komast upp með það".....

Ómar Bjarki Smárason, 6.8.2009 kl. 11:00

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Einmitt Omar Bjarki

Bjarni Ben ætlar að skila Baugspeningunumsínum Þjóðin fyrigefur það samt ekki.

Össur eða Ingibjörg ? Nei þau skila öngu en það er allt í lagi.

Þjóðin er nefnilega krati upp til hópa !

Halldór Jónsson, 6.8.2009 kl. 13:27

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Halldór takk fyrir þetta innlegg. Þræláhugavert

Sigurður Þorsteinsson, 6.8.2009 kl. 16:38

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Snaggaraleg færsla sem ég leyfði mér að benda á hér, í bloggi um sömu blaðagrein.

Þetta setning er algjör gullmoli: "Þjóðin er nefnilega krati upp til hópa!"

Haraldur Hansson, 6.8.2009 kl. 18:02

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo býr Þorvaldur helvíti flott.

Penthouse í flottu turnunum við Skúlagötuna --a la 2007

Þekki menn sem á miklu minni íbúð í sama húsi, íbúðin kostaði vel yfir 100 millur.  Hvað ætli opinberi starfsmaðurinn Þorvaldur Gylfa hafi borgað fyrir sína?

Þúsundir íslendinga eru að hugsa að take of run til útlanda.

Við gömlu verðum eftir groundaðir.

Hittumst heilir

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 6.8.2009 kl. 18:13

6 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ertu að mæla með því, Bjarni, að maður kaupi bara farmiða til Ástralíu aðra leiðina.....?

Ómar Bjarki Smárason, 6.8.2009 kl. 18:44

7 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Mér finnst þetta þunn sagnfræði. Kratarnir hafa að sönnu verið iðnir við að hirða bitlingana sem stóru flokkarnir hafa hent í þá en það er fráleitt að leggja að jöfnu ítök þeirra og helmingaskipti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sem kúlmíneruðu í einkavæðingu Búnaðarbanka og Landsbanka með afleiðingum sem landsmönnum eru allt of vel kunnar.Alþýðubrauðgerðin var stofnuð á fjórða áratugnum en er nú löngu horfin. Á svipuðum tíma byggði verkafólk Alþýðuhúsið í sjálfboðavinnu. Samanburðurinn við olíufélög og skipafélög er hlægilegur. Alþýðubankinn kom til síðar en hann var bara kríli í samanburði við hina bankanna.

Í þessum pistli er ótrúlega langt seilst til þess að bera blak af svíðungunum í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem byggðu upp þjófaþjóðfélagið sem hrundi síðastliðið haust.

Guðmundur Guðmundsson, 6.8.2009 kl. 20:52

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Alþýðubrauðin bakar Jón

bakar og Íhaldsmönnum tjón

Ég er nú uppalin á brauði úr Alþýðubrauðgerðinn.Þessu var ekki stolið fyrr en eftir stríð. En gaman að heyra frá kommatitti eins og Guðmundi. Þeim veitir ekki af að vera staffírugir. En Tryggingastofnunin er nú talsvert stór banki.

Halldór Jónsson, 6.8.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418162

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband