Leita í fréttum mbl.is

Jákvæðar fréttir frá Íslandi ?

Steingrímur J. fór mikinn í Kastljósinu í kvöld. Sagði ekkert annað að gera með Icesave en að skrifa undir það sem Svavar Gestsson hefði samið um fyrir okkur. Það þýddi ekkert að ströggla meira.

Þegar ég hugsa til loka gamla stríðsins og hvernig Þjóðverjar voru neyddir til að horfa á Frakka reka 300.000 þýzkar kýr yfir til Frakklands frá sveltandi þýzkum ungabörnum, vegna þess að Þjóðverjar  höfðu sverð neyddir til að skrifa undir Versalasamningana, þá fer ég að skilja Steingrím.  Þessi heimska Bandamanna kostaði margan manninn hausinn síðar,  því að Hitler þurfti bara þessa samninga og svik Júðanna og kratanna við Þýzkaland í stríðinu, til að tala sig til þeirra valda sem verða hans fimmtán árum síðar. Ef maður hefur það nógu einfalt þá skilur fólkð það á endanum, það vissi karlinn manna best.

Steingrímur er í þeirri stöðu, að horfa á það, hvað gerist ef hér stoppar allt innflæði gjaldeyris. Einangrun landsins pólitískt verður alger. Evrópubandalagsumsóknin er í hættu. Norrænt samstarf er  í hættu. Stjórnin getur ekki haldið áfram á skattlagningar og eyðslufylleríi sínu til þess að skapa hér norrænt velferðarkerfi, rekið fyrir lánsfé frá AGS auðvitað.

En allt er þetta smámál hjá því sem við blasir ef allt stoppar hér innanlands. Engin bankastarfsemi verður í landinu næstu árin. Atvinnuleysið tvöfaldast ef ekki þrefaldast. Ekkert fé verður til að borga rekstur ríkisins, atvinnuleysistryggingar, kaup lögreglunnar,kennara, lækna. Enginn gjaldeyrir kemur inn til landsins þó að vöruskiptajöfnuður sé í 25 % af brúttó.  Við blasir alger upplausn og niðurbrot samfélagsins sem fáir geta ímyndað sér á þessari stundu hvernig myndi út líta. Því miður hverfur hættan af þessu ekki með undirritun Icesave þó að ríkisstarfsmenn fái frekar launin sín greidd eftir hana.

Icesave eru Versalasamningar Íslands. Það hefur Eva Joly gert heiminum grein fyrir. Við Íslendingar skrifum  undir þá með Hávamál í huga; Fagurt skalt mæla, en flátt hyggja, gjalda lausung við lygi....... Gizur sór Sturlu eiða til höfuðs sér á Apavatni og sagðist aldrei myndu mæla til hans öfugt orð- ódrukkinn.  Getum við nokkuð annað en gengið frá málinu einhvernvegin ? Skrifað undir eins og Þjóðverjar 1918 og Gizur sjö öldum fyrr ? Frekur er hver til fjörsins. Er ekki betra að lifa núna og drepast ekki fyrr en eftir sjö ár ?

Við Íslendingar eignumst ef til vill þá  leiðtoga á næstu árum sem geta  leitt þjóðina útúr því helvíti sem bíður hennar vegna þessara samninga. Leiðtoga sem munu ekki gleyma atburðum dagsins og "vinarþeli" þjóðanna í kring. Ég hugsa að þeir muni ekki halda áfram í Schengen eða ganga í ESB.

Óhugnaðurinn framundan er gríðarlegur, þó svo að við skrifum undir.  Það er barnaskapur af  Steingrími að halda að frá Íslandi berist jákvæðar fréttir á næstunni.  Allt atvinnulíf landsmanna er í rúst.  Ekkert starfhæft bankakerfi er í landinu og er ekki í augsýn, hvað sem Steingrímur heldur. Gjaldeyrishöft verða hér áfram um langt skeið. Skattlagning fer í hæstu hæðir. Þúsundir unga fólksins flýr land og ætlar ekki að taka þátt í endurgreiðslunni vegna Icesave. Austurevrópubúar flæða inn í staðinn því þeirra helvíti er mörgum sinnum verra. Þeir eru þegar farnir að stífla þjónustu og aðgerðir fyrir Íslendinga á Landspítalanum og kosta okkur hundruð milljóna á ári.

Það  getur verið kaldur og dimmur vetur í aðsigi, vetur með pólitískan óróa og   uppþot, götubardaga, hungur og upplausn sem Ísland hefur aldrei upplifað.

Það er langt í jákvæðar fréttir frá Íslandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Ansi raunsætt því miður gæti myndin litin svona út í vetur.

Einar Guðjónsson, 7.8.2009 kl. 00:31

2 identicon

Mikið er ég sammála þér. Manni finnst stjórnendur landsins hafa haldið eins illa á málum og mögulegt hefur verið hverju sinni alveg frá því að fór að gefa á bátinn hjá bankakerfinu í fyrra.

Baldur Örlygsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 00:38

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Meiriháttar góður pistill og sannleikur Halldór! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.8.2009 kl. 01:27

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Halldór. ,,300.000 þýzkar kýr".  Já og hvar var svo um þessar kýr ?  Frakkar hörðu ekki mannafla til að annast þær hvorki mjólka né fóðra né koma á markað til slátrunar, svo margar voru skotnar og urðaðar, svínaríið var svo mikið við gerð Versalsamningana.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 7.8.2009 kl. 01:45

5 identicon

Góð grein. Held hins vegar að þú sér allt of svartsýnn. Það er bara býsna góður gangur í atvinnustarfsemi víða um land. Sannarlega er svart yfir þjónustu og verslun í Reykjavík þessa dagana en ef ferðast er um landsbyggðina sjást víða batamerki þrátt fyrir allt. Þetta hrun er hundfúlt og menn hafa tapað fullt af peningum en öll él styttir upp um síðir.

Hér er ekki verið að halda fram ofurbjartsýni eða sérstökum stuðningi við núverandi stjórnvöld, heldur mati sem byggir á því sem fyrir augu ber. Við megum ekki leggjast í þunglyndi af óþörfu.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 02:43

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Halldór

Manni dettur ósjálfrátt í hug að vinstri stjórn ráði ríkjum þegar maður les grein Halldórs. Þetta gæti einnig verið skýrsla og fundargerð frá landsfundi Vesalingafélags Íslands. Við gefumst upp við erum vesalingar. Af aurum urðum við apar en ekki við Apavatn heldur við Roparavatn.

Í stað þess að berjast og vinna að lausnum þá biðja stjórnvöld þjóðina um að gefast upp og skríða í duftið. Bara svo stjórnvöld fái frið til þess að halda áfram að bora í uppáhalds nefið sitt => ESB. Þjóðin á núna mesta og óhæfasta vesaling sem nokkru sinni hefur verið gerður að forsætisráðherra í landinu okkar (þeirra). Þetta er hin raunverulega hætta sem ógnar Íslandi. Það eru stjórnvöldin sjálf sem ógna landinu. Stjórnvöld óhæfni, vangetu og vanmáttar. Íssleifarnar.

Þakka þér greinina Halldór

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.8.2009 kl. 06:13

7 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Tunglið má alveg tak'ann Steina

til sín, og láta sem ekkert sé.

Þá fer hún Jóka að væla og veina

því vændinu lýkur hjá Esbé.

Sigurður Sveinsson, 7.8.2009 kl. 08:16

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Halldór þeir sem ekki taka undir arðbærissjónarmið þín ættu að snúa sér að hefðbundnum atvinnu störfum strax, standa ekki undir fræðunum, og láta aðra um að losa okkur undan ægivaldi stórborga EU.  

Plott Ráðstjórnar virðingarmestu lykil Ríkja EU er alveg ljóst að tryggja sér orku, hráefni og 1. stig úrvinnslu þeirra á lægstu hugsanlegu verðum. Til þess var gerð hernaðarleg áætlun um að skapa aðstæður í krafti auðmagns sem myndu þrengja lýðræðislegt val íbúa til að velja að lokum að þjóna þeirra hagsmunum varanlega kannski með smá afslætti að af efnahagslegum þrengingum.  Deila og drottna. Það þarf að leiðrétta mistök ráðamanna Framsóknar og Sjálfstæðis flokks 1995 og leita sér að að samstarfs aðilum eða viðskipta aðilum sem auka varanlega ráðstöfunar tekjur íbúa Íslands. EU er 8% heimsins hverjar stórborgir eru minna eða meira ósjálfbærar um orku, hráefni og 1. stigs úrvinnslu þeirra.  Siðspilling, mismunun og lögleysa vaxandi fá Norðri til austur og suðurs.

Júlíus Björnsson, 7.8.2009 kl. 10:40

9 Smámynd: Elle_

EKki eru hlutir nú glæsilegir.  Druslur og gungur gefa sig undan ofurvaldi handrukkara.  Það þarf að  koma þessari Evrópu-Jójó burt núna og ekki seinna.  Hvaða leið förum við? 

Elle_, 7.8.2009 kl. 12:12

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir öll sömun. Vonandi tekst þeim að sníða einhverja agnúa af sem auðvelda svikin síðar. Ég held að við getum aldrei borgað þetta, hvernig sem við reynum. Þessu er neytt uppá okkur af sigurvegurunum eins og Þjóðverja 28.júní 1919.  

Það getur vel verið að ég sé meira svartsýnn en ríkir á landsbyggðinni, þangað sem bólan kom ekki og því heldur ekki kreppan.

Frábær vísa Sigurður, þetta verður þjóðvísa -og þú þá þjóðskáld.

Auðvitað er alltaf betra að vera bjartsýnn og trúa á að úr rætist. En eigi veldur sá er varar

Halldór Jónsson, 7.8.2009 kl. 12:22

11 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Því miður er þetta líklega ekki svo fráleitt mat hjá þér, Halldór. Og það verður varla auðvelt að byggja upp velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd með ekkert fé á milli handa. Og allsendis fáránlegt að ætla að nota til þess lánsfé. Með minnkandi þjóðartekjum, fólksfækkun og hærri sköttum getum við tæpast annað en sokkið dýpra og dýpra næstu 7 árin. Ofan á allt saman er útlit fyrir minnkandi sjávarafla. Þá er eins gott að við höfum eitthvað ál til að flytja út....

Ómar Bjarki Smárason, 7.8.2009 kl. 12:24

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd? Viljið þið endilega fá minni velmegun og velferð en þið hafið nú þegar?

Gunnar Rögnvaldsson, 7.8.2009 kl. 12:27

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Jóhann F að benda á þetta frábæra blogg: http://tobbivilla.123.is/home/ . Maður fær aftur trú að þjóðina þegar maður horfir á þessar myndir og óskar þess að hún komist uppúr þessari eymd og volæði. Það verður ekki með því að útrýma lifibrauði þessara stráka, með kvótastýringu ESB, landssölunni, Schengen og  ótakmörkuðu útlendingainnflæði frá 3.heiminum eins og flestir  dýrka opinberlega af því þeir eru svo hræddir við kommana og kratan sem rjúka alltaf upp og æpa rasisti,nasisti ! 

Halldór Jónsson, 7.8.2009 kl. 12:33

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Ká og takk fyrir Gunnar Rögnvaldsson, við fáum líklega hvorugir bitling hjá Jóhönnu !

Halldór Jónsson, 7.8.2009 kl. 12:35

15 identicon

Njóttu vel Halldór. Ef þig vantar meiri birtu þá er hér smá umfjöllun um hvaða tækifærum Íslendingar eiga að hlúa að og grípa.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 13:47

16 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Ekki tekst Halldóri Jónssyni að blása manni jákvæðni eða birtu í brjóst.  Heldur fremur akkúrat hið öfuga.

Það er lítil von í því.

Eiríkur Sjóberg, 7.8.2009 kl. 14:02

17 Smámynd: Elle_

Eiríkur, við hin vorm nú heldur ekki svo jákvæð.  Ekki Halldóri að kenna landið er á hvolfi.

Elle_, 7.8.2009 kl. 15:41

18 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég setti fram samsæriskenningu á blogginu mínu um hvað Steingrími gangi til. 

Þetta er allt svo óraunverulegt að það þyrfti gríðarlega hugmyndaauðgi til að skrifa handrit að leikriti í þessa veru.

Sigurður Þórðarson, 7.8.2009 kl. 15:59

19 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

EE elle, og aðrir: 

Þetta var ekki Halldóri að kenna.  Ekki ykkur hinum.  Ekki mér.  Og EKKI núverandi ríkisstjórn!

Icesave er ömurlegt mál.

Í stöðunni virðast vera tveir aðgreinandi megin valkostir:

  1)  Að samþykkja samninginn.

  2)  Að hafna samningnum.

Mér sýnast báðir kostirnir slæmir.

Hinn fyrri væri viðurkenning á því að Ísland, þ.e. fyrri ríkisstjórn(ir) (kjósendur?), eftirlitsstofnanir hér og siðlausir útrásarvíkingar, beri ábyrgð á því hvernig komið er.  Með því væri kröfu alþjóðasamfélagsins, AGS, Evrópusambandsins, Hollendinga og Breta sérstaklega, Norðurlandaþjóða svo og Noregs sérstaklega, mætt.  Íslensk þjóð er enda upp við vegg í þessu máli.

Seinni kosturinn felur í sér mikla óvissu.  Er hann skynsamlegur?  Er rétt að berjast vopnlaus til síðasta manns?  Er það ekki ábyrgðarhlutur að leggja það til?  Hvaða von er í því fólgin?  Hvernig myndi efnahags- og athafnalíf hér á landi þá líta út næstu misserin og árin?  Því verður að svara áður en í þá vegferð er farið!  Það er ekki síður ábyrgðarhlutur að hafna Icesave samkomulaginu!

Hvað er skynsamlegast að gera?  Mér finnst seinni kosturinn vonlaus.  Mér finnst fyrri kosturinn vondur, í versta falli afar slæmur og ekki mun betri en seinni kosturinn.  En fyrri kosturinn hefur í sér fólgna von sem hinn seinni hefur ekki!  Vonin er bundin við margar breytur, að þær þróist á jákvæðan veg fyrir okkur.  Að við fáum hina nauðsynlegu aðstoð frá alþjóðasamfélaginu, að athafnalífið hér komist í gang, að tiltrú útlendra aðila nái að vaxa á ný á íslensku efnahagslífi, að krónan taki að styrkjast og skuld okkar erlendis lækki í hlutfalli við það, að hugsanleg verbólga í Bretlandi og Bandaríkjunum leiði til lækkaðst gengis dollars og punds, með hlutfallslegri lækkun skulda okkar erlendis, að það náist að hámarka verðgildi eigna bankans ytra sem gengi síðan upp í skuldina, að skuldatryggingarálag Íslands lækki svo hægt verði að taka enn hagstæðara lán, að viðræður fari fram um alvarleika málsins við Evrópusambandið og fleiri þjóðir til að byggja undir skilning á því hvað skuldirnar þýða fyrir velferðina hér, að ræða við Evrópusambandið um gallað regluverkið að baki tryggingarsjóðum innistæðueigenda, o.s.frv.  Og gleymum ekki því að Bretar og Hollendingar hafa þegar tekið á sig helming tjónsins!

Ef við höfnum samningnum fer allt í loft - allt í klessu.  En ábyrgðin hverfur ekki heldur munu kröfuhafar halda áfram að herja á okkur!

Við, sem almenningur í þessu landi, þurfum að opna augun fyrir vondum veruleikanum.  Við þurfum að viðurkenna að okkar leiðtogar og stofnanir okkar samfélags hafa brugðist með hræðilegum afleiðingum.  Við þurfum að byggja upp nýtt samfélag byggt á gagnsæi í opinberum rekstri, baráttu gegn spillingu og einkavinavæðingu, miklu minni efnishyggju en meiri samfélagslegri ábyrgð.  Fyrsta skrefið í þá siðbótarátt er að viðurkenna það sem hér fór úrskeiðis.  Og kjósa aldrei, aldrei, aldrei aftur slíka menn til að leiða þjóðina í ógöngur.

Ekki er við núverandi stjórnvöld að sakast.  Þau eru að fást við mjög erfitt verkefni.  Þau þurfa á trausti að halda.  Ekki er nokkur ástæða til að ætla annað en þau hugsi af heilindum um að gera það sem best má í stöðunni.

Eiríkur Sjóberg, 7.8.2009 kl. 16:49

20 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mikill er hráskilningur í þessu landi. Með tilkomu Evrópsku meginlands Sameingarnar EU eru öll Meðlimaríkin með samleitna efnahagsstjórn og hlutfallslega eins að því leyti innan ramma stjórnlaga samninganna. Þetta kallast efnahagslega ósjálfstæð um að taka ákvarðir eitt og sér. Menningarsamstarf og þannig lagað samstarf eru þeim öllum frjálst að eiga við ríki utan EU sem eru ekki óvinveitt.   Meðlimaríkin innan EU eru í Miðstýrðri efnahagslegri samkeppni sem þau fá ekki haggað eitt og sér. Hafa engan hag af styðja annað Meðlima-Ríki því á heildina litið er EU lokað efnahagskerfi með innri samkeppni. Miðstýring sér um að ákveða hvort ríki sem stendur sig ekki í forskriftinni stendur sig ekki lagalega, ef það er ekki brotlegt telst það geta greitt fyrir fengna aðstoð Miðstýringarinnar á vaxtagengi heildar markaðarins. Efnahagsleg samskipti utan Sameiningarinnar eru öll á vegum Miðstýringarinnar eða í samráði við hana innan ramma Samninganna. Ef við látum vaða ofan í okkur utan Sameiningarinnar  þá þarf ekki að spyrja að því hvað gerist þegar við göngum inn og glötum efnahagslegu sjálfstæði og samskiptum við stóra alþjóðsamfélags utan EU alþjóðasamfélagsins. 

Ísland er búið að vera Brussel reglugerða ríki síðan 1995 og öfugt við Norðmenn hefur hagað sér eins og væri formlega komið inn. Ef Ísland vill ekki einangrast í EU þá verður það að segja sig úr lögum við Miðstýringuna og vera þannig samkvæmt sjálfum sér í augum alþjóðasamfélagsins. Hóta EU öllu illu og fara strax í kjölfarið að sækja á önnur mið. Innri samkeppni í EU er ekkert annað en stríð í sjálfum sér undir luktum dyrum. Um verðlagningu hráefna og 1.stigs úrvinnslu þeirra gildar fast verðlags reglur. Skilgreint sem grunnur samkeppninnar sem barist er á.  Hvað hráefni neyðist Ísland til að kaupa inn í gegnum Miðstýringuna?  10 litlir Íslendingar?

Núverandi stjórnvöld eru að vinna eftir hagstjórnar forsendum EU. Þarf enga snilld til þess bara almennt læsi á viðurkenndar tungur EU.  

Júlíus Björnsson, 7.8.2009 kl. 18:06

21 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Alþingi getur ekki og má ekki samþykkja ríkisábyrgð fyrir þessum samningi. Það þarf nýjan samning og það þarf að senda landsliðið í erlendum samningum og samskiptum, jafnvel með því að styrkja liðið með Evu Joly eða einhverjum öðrum sem kunna til verka.

Ómar Bjarki Smárason, 7.8.2009 kl. 19:05

22 Smámynd: Katrín

Góð grein hjá Halldór eins og þin er von og vísa.

Átta mig samt ekki á þeirri trú manna að það ríki ekki kreppa á landsbyggðinni.  Víst hefur kreppan varað þar lengur sérstaklega í sjávarþorpum en ég fæ ekki séð að við landsbyggðarmenn þurfum ekki að taka á okkur auknar byrðar s.s. hækkun verðtryggða sem gengistryggðra lána, hækkun matarverðs, hækkun á flutningsgjöldum og ekki síst lækkunar launa m.a. vegna niðurskurðar ríkis og sveitarfélaga. 

Við erum kannski vanari og betur undir þetta ástand búin en höfuðborgarbúar enda flest okkar fjarri allsnægtarborði útrásarvíkinganna og urðum því að af brauðmolunum:)

Kveðjur í Kópavoginn gamli vin

Katrín, 7.8.2009 kl. 19:09

23 Smámynd: Agla

Ég verð að taka undir með Katrínu um ummæli þín Halldór um landsbyggðina "þangað sem bólan kom ekki og því heldur ekki kreppan".

Ég hélt alltaf að við Íslendingar værum ein þjóð, hvort sem við lifðum á "landsbyggðinni" eða í hinni stóru Reykjavík. Í gegnum áratugina hef ég samt heyrt marga stórborgarbúa dásama "fólkið í landinu" eins og það væri framandi kynflokkur,frumstæður en sjarmerandi.

Kreppan nær yfir landið allt. Niðurskurðurinn í ríkisgeiranum er ekki bundinn við stórborgarsvæðið.Verðbólgan er ekki minni "á landsbyggðinni" en á stórborgarsvæðinu og  gjaldþrot atvinnurekenda takmarkar atvinnuhorfum íbúa á "landsbyggðinni" kannski meir en á stórborgaarsvæðinu.Svo mætti lengi upp telja. 

Þú færðir engin rök fyrir þeirri staðhæfingu þinni að Landsbyggðin væri staðurinn "þangað sem bólan kom ekki." svo ég ætla ekki að eyða orðum í að mótmæla þeirri skoðun.

Þér að segja,Halldór, og með fullri virðingu fyrir þínu skoðana og tjáningarfrelsi, gengu þessi ummæli þín um "landsbyggðina"fram af mér. Ég hélt að við værum öll á sama flæðiskeri stödd hvort sem við værum búsett á stórborgarsvæðinu eða á "landsbyggðinni".

Sundrungin í okkar þjóðfélaginu ristir kannski dýpra en flesta grunar.

Agla, 7.8.2009 kl. 21:50

24 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Agla - ég held að þú verðir að lesa betur, því Halldór talar um Landsspítalann en ekki Landsbyggðina. Alla vega sé ég ekki að hann sé á nokkurn hátt að tala niður til Landsbyggðarinnar, enda er hann Landsbyggðamaður sjálfur og býr í Kópavogi....!

Ómar Bjarki Smárason, 7.8.2009 kl. 22:03

25 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Afsakaðu Agla - ég sé að Halldór er að tala um í einu svarinu að bólan hafi ekki komið til landsbyggðarinnar og að kreppan sneri ekki þá ríku þar, og því sé hann sjálfur heldur svartsýnni en þeir. Halldór veður sjálfur að útskýra hvað hann á við, en ég á bágt með að trúa að hann hafi í alvöru ætlað að tala niður til Landsbyggðarinnar... Hann leiðréttir þennan skilning minn þá, án þess að ég ætli að gerast sérlegur talsmaður hans í þessu máli, þó við höfum stundað gullgröft saman.....!

Ómar Bjarki Smárason, 7.8.2009 kl. 22:37

26 Smámynd: Halldór Jónsson

Búri,

Þjóðverjar jöfnu náð mikilvægum áfanga í fyrri heimstyrjöldinni þegar liðið frá austurvígstöðvunum gat farið til vesturs og styrkt víglínurnar þar, sem héldu til uppgjafarinnar. Það voru verkföll í skotfæraverksmiðjunum sem Hitler kenndi krötunum um og sömuleiðis uppreisnir innanlands sem tapaði stríðinu svona snemma.

Júðarnir voru ekki félag rauðhærðra heldur trúfélag sem hélt þétt saman. Hitler var ekki júðahatari 1918 heldur varð það þegar hann snéri heim eftir fjögurra ára vist sem sjálfboðaliði  í drullugryfjunum í Flandes, særður og illa til reika með járnkrossinn sem aleiguna , búinn að missa flesta vini sína og skólabræður til þess að uppgötva að júðastrákarnir höfði flestir komið sér hjá því að fara í stríðið. Þetta fyrirgaf hann þeim ekki.

Hitler fyrirgaf  ekki Versalasamningana né það sem hann taldi svik kratanna, sem hann taldi hafa stjórnað pressunni, sem talaði baráttuandann niður sem leiddi til ósigursins á heimavígstöðvunum.  

Þetta voru rosalegir tímar og það er ekki úr vegi að hugleiða þá með tilliti til okkar eigin stöðu núna.

Hugleiðingar Ómars Bjarka og fleiri um það hvort ég sé að tala niður til landsbyggðarinnar ofbjóða mér ekki. Það er bara svo, að þar kom ekki þessi rosalega uppsveifla á fasteignamarkaðnum sem þýddi miklu meiri skuldsetningu fólksins í þéttbýlinu. Kvótinn hefur valdið miklu eignatjóni um allt land, því að Guggan varð ekki áfram gul þegar þeir keyptu burtu kvótann úr´plássunum og .

Atvinnuástandið á landsbyggðinni var ekki beysið og breyttist lítið þó að þúsund Kínverjar væru fluttir inn til að byggja Kárahnjúka og jafnmargir bygginakranar risu í þéttbýlinu.. Eitthvað það vitlausasta sem maður hefur séð, að steypa efnahag heillar þjóðar í verðbólgu og spennu vegna vaxtagreiðslna á smáupphæðum eins og þessar framkvæmdir voru í stað þess að vera lengur að byggja og halda efnahagsheilsunni.

 Júlíus, reglugerðarþjónkun okkar vegna EES og Schengen er að koma okkur í koll sem um munar.Og getur víst bara aðeins versnað.

En svona mikil fífl erum við í hagstjórn. Og sannið til, þetta verður endurtekið í næstu uppsveiflu nema þjóðin fari að skoða heilabúið nánar í framboðsfólkinu áður en hún gleypir það. Kjóstu sendisveina á þing og þú færð sendisveina sagði Guðmundur Einarsson verkfræðingur vinur minn fyrir löngu síðan.. Ef þeir sem sækjast eftir þingsætum gera það fyrst og fremst til að komast í hærri launaflokka, þá verður niðurstaðan með svipuðum hætti og nú er .

Og nú tala ég vísvitandi niður til þjóðarinnar þvi hún hegðar sér óábyrgt upp til hópa, hún er fremur samband þrýstihópa en þjóð, hún á svo til ekkert þjóðarstolt og þarmeð litla samkennd, eyðileggur krónuna sjálf og gargar svo um að hún sé ónýt. Agla, við hugsum kannski líkt stundum.

Stjórnskipunin okkar, með svona forseta minnihlutans,valdalausan nema til pólitískra hryðjuverka að eigin smekk, skert lýðræði vegna misvægi atkvæða, upplausn innanlands með veikt lögreglulið,  sem hefur ekki  þjóðvörð sem bakhjarl, ónytt dómskerfi, engin fangelsi, þetta erekki merkleg þjóð og alls ekki undirbúin undir þá alþjóðahyggju sem hún stærir sig af.. 

Kata mín, bestu kveðjur til þín og takk fyrir skrifin.

Halldór Jónsson, 8.8.2009 kl. 08:45

27 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar Búrfellsvirkjun var byggð, sköpuðust full af tækifærum fyrir unga duglega menn að skella sér út í samkeppni  og kjósa XD. Það var þá fyrir daga verðtryggðanámslána, Ríkið telur þetta ekki vera fjárfestingu lengur og vill ekki fjölsamkeppni. Lámarkið 3 er heilagt. Svo voru sköpuð tækifæri til að sama grúppa gat átt 1/3 markshlutdeild á öllum heimamörkuðum.  Á heiðarlegum samkeppni mörkuð hugsar hver um sitt en ekki hvað hinir 100 eru að gera því það er ekki hægt fyrir nokkurn heila.

Enga fyrirvara á Iceslave: þetta er viðurkenning á að þjóðin sé ábyrg fyrir einkaaðilum, sér í lagi innan efnahagslögsögu annarra ríkja. Viðurkenning á því  áð stofnanir ríkisins séu óhæfar til að gegna skyldum sínum.....

Júlíus Björnsson, 8.8.2009 kl. 18:08

28 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

það eru erlendir sérfræðingar sem sérhæfa sig í svona samningagerðum. Höfum við einhverja ástæðu til að ráða ekki þá til svo vandasamra starfa sem þessir samningar eru? Ég skil ekki að nokkur íslendingur skuli þora að ganga frá þessum málum í blindni án slíkrar sérfræðiaðstoðar. það er styrkleikamerki að leita aðstoðar.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.8.2009 kl. 23:33

29 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Væri  ekki ráð að eyddum minni tíma í að slá lán og notuðum amk hluta þess tíma til að þéna  sbr tillögu vinar okkar

Sigurður Þórðarson, 10.8.2009 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband