Leita í fréttum mbl.is

Útlegð er úrræðið !

Hér áður fyrr á þjóðveldisöld höfðu menn aðeins tvö refsiúrræði. Annað var útlegðardómur.Menn skyldu fara utan og vera mislengi í burtu svo samfélaginu stafaði ekki hætta af þeim. Ætli megi ekki finna einhver ákvæði í fornum lögum um framkvæmd slíkra mála?

Þjóðin hafði engin tök á að refsa sakamönnum með öðrum hætti vegna fátæktar. Hún átti þá nóg með að framfæra eigin þurfamenn og sjúklinga og gat það oft á tíðum ekki heldur.

Nú er þjóðin aftur komin í þá stöðu að geta ekki séð fyrir sakamönnum sínum. Margir af þeim eru útlendingar, sem við báðum ekki um að koma hingað.

Nærtækt sýnist að dæma þessa menn í útlegð frá landinu og senda þá heim á sína sveit. Við þyrftum aðeins að fylgjast með því að þeir kæmu ekki jafnharðan aftur til baka .

Okkur varðar ekkert meira um hvað verður um þessa menn. Við fáum ekkert kikk útúr því að halda þeim hér á landi á lúxushótelum þeim sem þeir kalla svo en við við köllum fangelsi. Þeir borga aldrei neitt. Við höfum hvorki ráð á að byggja eða reka svona stofnanir í takt við það aðstreymi sem erlendir þjófar kjósa að hafa til landsins.

 Við erum í vandræðum með að hýsa okkar eigin reyfara. Er þá ekki svarið einfaldlega það, að losa okkur við alla sem við getum gert landræka? Og hafa eftirlit með því hverjir koma til landsins svona eins og Bretar gera sem eyþjóð.

Útlegð er úrræðið !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Enda hafa Bretar vit á því að vera ekki í landamæravörslu fyrir aðrar Evrópuþjóðir.... og geta því betur varið sig....

Ómar Bjarki Smárason, 12.9.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3417959

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband