Leita í fréttum mbl.is

Hvað vill fólkið í landinu?

Jón Magnússon Hrl. vekur athygli á framlagi Steingríms J. Sigfússonar til lausnar kreppunni í ágætum pistli sínum á Útvarpi Sögu í gær.Jón segir: 

"Ekki benda á mig.Frá því var skýrt fyrir nokkru að Japanskir fjárfestar hefðu viljað skoða það að fjárfesta í Glitni og íslenskum orkufyrirtækjum fyrir allt að 200 milljörðum króna.  Vissulega fé sem skiptir máli að fá inn í landið við aðstæður eins og þær sem við búum við nú og bjuggum við þegar fjárfestarnir gerðu grein fyrir þessum vilja sínum. Þessir japönsku fjárfestar komu fyrst að máli við íslensk stjórnvöld fyrir áramót og var á það bent að bena formlegu erindi til stjórnvalda eftir áramót þegar það væri frekar tímabært að skoða málið.

Japönsku fjárfestarnir  beindu formlegu erindi um fjárfestingar hér á landi til fjármálaráðuneytisins í febrúar s.l. þegar Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra. Erindið týndist í meðförum ráðuneytisins í rúmt hálft ár og Steingrímur vísar ábyrgðinni algjörlega frá sér og helst er á honum að skilja að þetta sé á ábyrgð fyrrum fjármálaráðherra af því að Japanirnir komu fram óformlegri beiðni í tíð fyrri ríkisstjórnar og var þá sagt að beina formlegu erindi til ráðuneytisins síðar. Formleg beiðni barst hins vegar ekki fyrr en Steingrímur J Sigfússon var tekinn við sem ráðherra."

Í ljósi andstöðu ráðherrans við álver á Bakka, álver í Helguvík og álversframkæmdir í Straumsvík þá verður þjóðin að velta því fyrir sér hvaða verð hún er að greiða fyrir setu þessarar ríkisstjórnar. Katrín Júlíusdóttir var búin að lýsa þvi yfir í sjónvarpinu að það væri alger samstaða í ríkisstjórninni um það að virkja ekki í neðri Þjórsá fyrir álver. Það vantar orku bæði í Helguvík og Straumsvík. Fjármagn er komið til beggja framkvæmdanna. Ríkisstjórnin reynir að aftra þessum framkvæmdum með einhuga samstöðu. Ríkisstjórnin er á móti álframkvæmdum. Hún er á móti því að draga úr atvinnuleysinu. Hún er í mínum augum á móti Íslandi í umkomulausri þjónkun sinni til að koma Íslandi undir erlend áhrif með  ESB aðild.  Allt skal fært í sölurnar fyrir þetta eina markmið.

Hvað skyldum þjóðin eiga að þjást lengi enn af völdum þessa fólks sem er uppteknara af því að tala og taka sig út heldur en að reyna að leysa vanda fólksins í landinu ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Fólkið í landinu veit ekki hvað það vill, Halldór. Aftur á móti þykist það vita hvað það vill ekki. Og "vill ekki stjórnmál" eru ekki vænleg til árangurs. Alla vega leiða þau ekki til framfara.

Ómar Bjarki Smárason, 15.9.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3417956

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband