Leita í fréttum mbl.is

"Enginn borgarmúr er svo hár...,"

Í síðustu bloggfærslu minni stendur þessi setning:  

"Til þess að láta okkur samþykkja inngönguna verði fyrst að beygja okkur nógu djúpt í forina. Þannig hljóðar langtíma hernaðaráætlun Evrókratanna."

Á forsíðu Fréttablaðsins, eða "Baugstíðinda",er frétt um það hvernig nú sé verið að ræða MFA lán og styrki frá ESB til handa Íslendingum. Vinkað er með stórum tölum um það hvað stórþjóðir í A-Evrópu hafi fengið og að lesandinn er leiddur til þess að búast við því að  Íslendingar fái slíkar stærðargráður.

Yfirprestur ESB aðildar Íslands, Þorvaldur Gylfason, lýsir því svo á miðopnu , að engin leið sé fyrir Íslendinga að dekka lánaþörf íslenska ríkisins önnur en að fá þá milljarða dollara sem á vantar í kassa ríkisstjórnarinnar öðruvísi en að fá þá hjá Evrópubandalaginu.

Fyrir dyrum er kerfisbundin innræting á þessum nótum: ESB er lausnin á kassavandamálum vinstristjórnarinnar. Samþykkið aðild Íslendingaræflar eða hafið verra af. Þannig skulum við keyrðir þangað sem 61 % þjóðarinnar vill ekki fara um þessar mundir. Fylgist því bara með tóninum sem sleginn verður úr herbúðum kratanna:

Samþykkið eða sveltið!

"Enginn borgarmúr er svo hár, að asni klyfjaður gulli komist ekki yfir hann," sagði gamli Filipus Makedóníukonungur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sú var tíð að Íslendingar lifðu af fiskútflutningi og komust vel af. Nú ætla menn að lifa á lánum.

 "Nýir siðir með nýjum herrum"

Sigurður Þórðarson, 17.9.2009 kl. 12:02

2 Smámynd: Björn Birgisson

"ESB er lausnin á kassavandamálum vinstristjórnarinnar."

Hvað var í kassanum þegar hún tók við? Ekki gullið hans Filipusar. Svo mikið er víst. 61% andstaða nú segir nákvæmlega ekkert. Þegar þjóðin kýs um aðild, eða ekki aðild, verða allt aðrir fletir uppi. Það geta liðið nokkur misseri þar til að þeim kosningum kemur. Hver verður staða þjóðarbúsins þá? Hvernig mun krónunni reiða af fram að þeim tíma? Hverning verður hið pólitíska landslag hér heima þá? Það er einfaldlega ágætt að þetta umdeilda mál skuli vera komið í einhvern farveg. Þjóðin hefur svo síðasta orðið. Ertu nokkuð ósáttur við það Halldór?

Björn Birgisson, 17.9.2009 kl. 13:15

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Björn

Sama vitleysan og þegar Imba Solla brenndi milljarði af okkar peningum til þess að koma eigin rassi í Öryggisráðið. Nema núna kostar umsóknin miklu meira til einskis, því við vitum fyrirfram hver niðurstaðan er.

Hvaða þjóð ? 15 % Gastarbeiter frá ESB löndum ? Þjóðin er fífl.

Halldór Jónsson, 17.9.2009 kl. 23:00

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við eigum ekki að selja föðurleifð okkar fyrir baunaskál.

Verði þarna um sams konar lán að ræða og Fréttablaðið talar um að Serbar hafi fengið (s.k. MFA-lán), þá yrði það í hæsta lagi 18 milljarðar króna, en sennilega mun minna vegna smæðar okkar miðað við Serba (um 7,4 milljónir) – þar að auki eru þeir fátækari en við.

Vinnum á öllum vígstöðvum gegn ESB-dindlum og Icesave-sinnum.

Berjumst gegn landsölumönnum, unz yfir lýkur.

Stattu þig, Halldór, og talaðu vel um þjóðina.

ÁFRAM ÍSLAND – EKKERT ESB!

Jón Valur Jensson, 18.9.2009 kl. 02:22

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Algjörlega sammála Birni hér að ofan. Ég talaði við skynsaman vin minn sem er embættismaður í gærkvöld, sem fyrir ári síðan var enn meiri stuðningsmaður ESB en ég. Eftir Icesave og hrunið hefur skoðun hans breyst vegna framkomu Breta og Hollendinga.

ESB er meira og stærra en ESB og snýst ekki um framkomu 2 aðildarríkja af 27! Skynsamir menn á Íslandi munu sjá ljósið áður en yfir lýkur. Það er segir t.d. mikið að stuðningur við ESB eykst eftir því sem tekjur manna og menntun eykst.

Það er því nokkuð borðleggjandi að það tekur lengri tíma fyrir þá sem notið hafa minni menntunar og verða að strita meira að átta sig á kostum ESB aðildar.

 Aðrir hafa engan áhuga á að skoða þetta mál ískalt og þrífast á sleggjudómum og hindurvitnum og er því ekki við bjargandi! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.9.2009 kl. 07:26

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er þetta ekki farið að jaðra við hroka hjá þér, Guðbjörn?!

"Vel menntað" fólk og tekjuhátt hefur oft kolvitlausar skoðanir.

Gráða í viðskiptafræðum t.d. gefur ekkert betra vit á því sem hagstæðast er fyrir Íslands byggð í heild; þar að auki eru sumar menntabrautirnar þræl-hlutdrægar, t.d. margt í þessum "Evrópufræðum", sem ausið er fé í.

Fólk hér syðra er líka margt hvert allt of fjarri skilningi á mikilvægi grundvallar-atvinnuvega landsins (og álið er ekki sambærilegt við fiskinn).

Og reyndu ekki að telja Íslendingum trú um, að þeir, sem mest laun hafa hirt, séu gæfulegustu gáfumenn landsins!!!

Jón Valur Jensson, 18.9.2009 kl. 09:56

7 Smámynd: Björn Birgisson

Ekki vissi ég að þjóðin væri fífl. Veit þó að þau eru innan um og saman við.

Björn Birgisson, 18.9.2009 kl. 10:13

8 identicon

Já....mér skilst nú að þessir útrásarsnillingar sem þjóðin ól af sér hafi verið vel menntaðir og með góð laun....enda vill Jón Ásgeir sem allt kann og drekkur diet kók endilega ganga í þetta bandalag.

Ég vil einnig vara eindregið við svona skoðanakönnunum sem ekki birta svarhlutfall og ég hefði gjarnan viljað sjá allan spurningalistann og þær aðferðir sem notaðar voru við útreikning. Eftir að hafa ltekið kúrsa í aðferðarfræði hef ég reyndar lært að treysta ekki svona könnunum nema frá Félagsvísindastofnun HÍ:  

Ekki gleyma því að meirihluti allra hópa hvað varðar menntun, laun, aldur og búsetu var andvígur inngöngu......er þetta bara fólk sem þarf að kynna sér málin betur....

bendi enn fremur á belgíska bændur sem í mótmælaskini við regluverk ESB hella niður milljónum lítra af mjólk til að benda á hversu skilningssnautt þetta regluverk er á högum þeirra.....

þeir sem hallelúja enn við að við verðum að drífa okkur þarna inn eru að verða rökþrota þar sem að reynsla td Spánverja er allt annað en góð af þessu kerfi og þar með talinni evrunni. Rök Evrópusinni fara að minna á  Bakkabræður sem reyndu að bera inn sólskinið í höttum sínum...........

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 16:02

9 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

....og voru Bakkabræður ekki veruleikafirrtir, Karen...? Og þeirra merki er kannski enn haldið á lofti í því sem kalla mætti Exista-firringu.....!

Ómar Bjarki Smárason, 18.9.2009 kl. 23:25

10 identicon

já veruleikafirrtir eða afskaplega illa gefnir.....:)

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418192

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband