Leita í fréttum mbl.is

Baugur enn á ferđinni.

Enn keyrir Baugur áfram hatursherferđ sína á Sjálfstćđisflokknum í Tíđindunum sínum. Í ţetta sinn skrifar Ţorvaldur Gylfason stílinn.

Skyldi prófessorinn gera ţetta ókeypis ? Ef svo er ţá virđi ég hann fyrir stađfestuna. Annars flokka ég hann međ öđrum leigupennum blađsins. Er hćgt ađ fá úr ţessu skoriđ?

Hér kemur sýnishorn af framleiđslu Ţorvaldar  í dag:

"Hugsanlega hefđi veriđ hćgt ađ komast hjá slíkum málaferlum, svo sem tókst til dćmis í Argentínu eftir hruniđ ţar 1999-2002, en Ísland nýtur ekki trausts. Jafnvel Norđurlöndin virđast ekki kćra sig um ađ hjálpa til umfram gjaldeyrislánin, sem samiđ hefur veriđ um, og ţau lán fást ekki reidd fram, ţar eđ stjórnvöld hafa ekki stađiđ til fulls viđ sinn hlut í efnahagsáćtluninni, sem ţau sömdu um viđ Alţjóđagjaldeyrissjóđinn í nóvember 2008. Ríkisstjórnir Norđurlanda hafa sömu upplýsingar um ástandiđ hér og viđ hin. Og hvađ sjá ţćr? Ţćr sjá ţjófabćli, ţar sem fáeinir menn létu greipar sópa og keyrđu fjárhag fjölda heimila og fyrirtćkja í kaf međ stjórnvöld - einkum Sjálfstćđisflokkinn, samstarfsflokka hans og sljóa, međvirka stjórnsýslu - ýmist í ökusćtinu eđa eftirdragi."

"Dćmin eru mörg. Nýir eigendur tóku viđ Sjóvá 2005 og réđu til sín forstjóra beint frá Viđskiptaráđi Íslands. Hann varđ síđar formađur Samtaka atvinnulífsins og stjórnarformađur Árvakurs í umbođi Björgólfs Guđmundssonar. Margir ţóttust vita, ađ eigendurnir ćtluđu sér ađ braska međ bótasjóđina. Eigendurnir tóku tuttugu milljarđa króna arđ út úr félaginu og skildu ţannig viđ, ađ ríkissjóđur tók félagiđ yfir međ sautján milljarđa króna framlagi frá skattgreiđendum til ađ komast hjá gjaldţroti. Eigendur og stjórnendur félagsins hefđu alveg eins getađ rćnt ríkissjóđ milliliđalaust. Og tökum FL Group: ţar sat í stjórn fyrrum oddviti sjálfstćđismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, allir sjóđir tćmdust, og félagiđ fór í ţrot, en oddvitinn hafđi ţá dregiđ sig hljóđlega í hlé. Sjóđur 9 í Glitni? Landsbankinn allur? Sama saga."

Sem sagt, ég ber ábyrgđ á ţessu öllu ásamt međ landsfundi Sjálfstćđisflokksins öllum 1700 auk alls baklandsins sem er ţriđjungur af ţjóđinni og í örum vexti ţessa dagana.

Jón Ásgeir, Sigurđur Einarsson, Finnur Ingólfsson, Pálmi Haraldsson,Jóhannes Jónsson,Hreiđa Már,Wernersbrćđur, Bakkabrćđur og hvađ ţeir nú heita allir;  allt voru ţetta mikilvirkir menn í Sjálfstćđisflokknum ?

Auđvitađ vćri hćgt ađ fara ađ rifja upp ýmislegt sem gerđist í skjóli Alţýđuflokksins á sínum tíma og tengja  Ţorvald Gylfason  viđ ţau mál. En ţađ er fáránlegt ađ tengja fjöldahreyfingar viđ framferđi einstakra manna sem einhverntíman hafa stađiđ í hópnum og alhćfa ţađ ađ hreyfingin sé ţarmeđ ekki samskiptahćf. 

Trúbođ Ţorvaldar um ESB fer ađ snúast í höndunum á honum ţegar menn fara ađ sjá í gegnum sálargluggann. Ţađ er ekki nóg ađ geta veriđ bćđi fróđur og skemmtilegur ţegar mađur er svona illa haldinn af einhverri ţráhyggju. Ţetta er eins og ađ vera međ ofnćmi fyrir hundum og fá hnerra ef mađur kemur nálćgt ţeim. Slíkir menn verđa ađ leita sér lćkninga ef ţeir geta ekki útrýmt öllum hundum.

En ţađ hefur ekki veriđ fundiđ upp ofnćmislyf fyrir illa fengnu fé. Ţađ mćttu menn í Samfylkingunni athuga áđur en ţeir ráđast á Sjálfstćđisflokkinn fyrir ađ hafa fengiđ hnerra.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Međ ţví ađ ţyrla upp nógu miklu ryki í kringum sig ţá sjást menn verr. Er ţađ ekki einmitt ţađ sem prófessorinn er ađ gera, Halldór.

Ţađ vćri gaman ađ fá úttekt á ţví í hvađa stjórnmálaflokki flestir ţjófsnautarnir voru sem fengu ađ fljóta međ í einkaţotum og ţyrlum auđvisanna.... Ţessir farkostir flugu um loftin blá á illa fengnu fé og ţeir sem fengu far međ ţessum farkostum hljóta ţví ađ teljast ţjófsnautar, en kannski ómeđvitađ ţó. Viđ skulum gefa ţeim ţađ.

Ómar Bjarki Smárason, 24.9.2009 kl. 10:12

2 Smámynd: Sigurđur Sigurđsson

Ég fór ađ velta einu fyrir mér:

Er Ţorvaldur Gylfason ennţá sorrí og sár yfir ţví ađ hafa tapađ fyrir Davíđ Oddssyni ţegar ţeir börđust um "inspector scholae" á sínum tíma   ??

Sigurđur Sigurđsson, 24.9.2009 kl. 12:24

3 Smámynd: Sigurđur Ingi Jónsson

Halldór, ef ţú lest pistil Ţorvaldar yfir aftur, sérđu ţá ekki sannleikskorn í honum?

Ţađ er veriđ ađ benda á hiđ augljósa. Sömu menn međ krumlurnar í hverri krús og kjörna fulltrúa í vasanum.

Sigurđur Ingi Jónsson, 24.9.2009 kl. 14:08

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigurđur,

Leikendurnir voru ekki margir ađ tölu. En ađ ţeir hafi veriđ međ kjörna fulltrúa( ég geri ráđ fyrir ađ ţú meinir Sjálfstćđismenn eina) er ekki rétt ályktun. Ég held ađ ţeir hafi blekkt ţá eins og okkur fleiri.Td.međ hjálp forsetans okkar og fjölmiđlanna sinna og ýmsum međreiđarsveinum.

Halldór Jónsson, 24.9.2009 kl. 16:30

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Málflutningur samstarfsađila Sjálfstćđisflokksins í ríkisstjórn er afskaplega hávćr og einhliđa. Hann gengur mikiđ út á ţađ ađ afneita ađ fullu og öllu allri hlutdeild ađ stjórn landsins frá árinu 1991. 

Ţeir loka líka augum og eyrum fyrir ţví sem sagt hefur veriđ í hita augnabliksins hverju sinni. Viđskiptafrelsi, einstaklingsframtak og athafnafrelsi eru ađ sönnu digrir ţćttir í sjálfstćđisstefnunnar.

En ţađ er illa komiđ fyrir ţví fólki sem leggur ađ jöfnu viđskiptafrelsi og skattsvik, viđskiptafrelsi og fjárglćfrastarfsemi. Ţeir sem ekki greina ţarna á milli geta náttúrlega ekki komist ađ annarri niđurstöđu en ađ Sjálfstćđisflokkurinn hafi leitt til öndvegis ţá ađila sem kallađir hafa veriđ útrásarvíkingar og ráku fyrirtćki eins og Norđurljós, Baug og Kaupţing.

Ţeir sem muna lengra aftur í tímann en eitt til tvö ár munu rifja upp í tengslum viđ ţau ţrjú fyrirtćki sem nefnd eru hér ađ ofan, ađ ţađ var hvorki Sjálfstćđisflokkurinn né Versti Mađur Íslands, Davíđ Oddsson, sem hömpuđu téđum fyrirtćkjum.

Halldór talar um leikara í glósu sinni hér ađ ofan. Ţeir voru fleiri en menn kćra sig um ađ rifja upp á bloggsíđum Moggans. Ţví hćrra sem gifuryrđin gjalla, ţví hávćrari glymur í hugum ţeirra bloggskrifara endurminningin um orđ og gerđir vinstri forkólfanna sem lýstu stuđningi viđ eđa luku lofsorđi á útrásarvíkingana.

Flosi Kristjánsson, 24.9.2009 kl. 17:07

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Vondir kallar ţessir ESB sinnar skyldu ţeir fá borgađ fyrir ađ vera svona vondir kallar?

Gísli Ingvarsson, 24.9.2009 kl. 18:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 209
  • Sl. sólarhring: 942
  • Sl. viku: 5999
  • Frá upphafi: 3188351

Annađ

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 5104
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 196

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband