Leita í fréttum mbl.is

Lína Davíðs eða Jóhönnu ?

Það er ekki nema um tvennt að velja fyrir Alþingi núna. Það er að taka Icesave samninginn fyrir og fella hann eða samþykkja án fyrirvaranna.

Gangast undir slíkt ok, að vandséð er hvort þjóðin fái undir risið. Borga 40 milljarða í áfallna vexti bara frá áramótum. Eitt hátæknisjúkrahús eða svo.  Eða standa í lappirnar. Leggja allt undir og segja að við borgum ekki erlendar skuldir óreiðumanna. Og biðja Guð að blessa Ísland í þeim hremmingum sem fylgja kunna, sem geta verið þó nokkrar.

Ef leið Davíðs er valin, þá er stjórn Jóhönnu fallin. Þá er nauðsynlegt að kjósa aftur til að koma á traustri stjórn. Hún verður að vera traust, jafnvel þjóðstjórn miðað við þau vandamál sem við munu blasa. Samstarfið við AGS er búið og Íslendingar setja sín fjárlög sjálfir. Þurfa ekki að hækka skatta óheyrilega, þurfa ekki ógrynni lánsfjár. Eiga sitt stríð og sín opnu sund.

Hvað höfum við í rauninni haft útúr EES ? Spyrjið sjálf ykkur en látið ekki Kratana bara svara með venjulegum slagorðum. Hversu traustir eru vinirnir í nágrannalöndunum miðað við þvingunaraðgerðirnar sem þeir hafa beitt ? Þeir einu sem voru raunverulegir vinir okkar voru Færeyingar og Össur kaus að minnast ekki á þá í betliferð sinni til New York.

Ríkisstjórnin hefur eiginlega engu komið til leiðar á sínum starfstíma nema að eyða tíma í aukaatriði eins og umsóknina um aðild að ESB, mál sem kemur okkur ekkert við fyrr en eftir mörg ár og leysir í engu vandamál dagsins. Og bjóða þjóðinni til aftöku í gálga Icesave samnings Svavars Gestssonar.

Það verður að taka afstöðu í Icesave. Spurning um Stríð eða frið.  Münchenarsamkomulag þar sem frelsi óborinnar kynslóðar Íslendinga er lagt undir í friðkaupum við illa innrætt stórveldi. Eða verjast og berjast.

Það er lína Davíðs eða Jóhönnu ? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Við losum okkur við IMF harðstjórana.  Við fellum Icesave-fjárkúgunina.  Við stýrum landinu okkar sjálf.   Ég er fyllilega sammála pistlinum, Halldór.

Elle_, 30.9.2009 kl. 12:07

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég hef ítrekað mælt fyrir leið Davíðs, enda renna stoðir laga og réttar undir þau sjónarmið - hvort sem menn líta til réttarákvæða sem við höfum undirgengist hjá EES/ESB eða innlends réttar.

Burt með þessa svikastjórn og ég tek undir orð þín að það þarf kosningar og trausta stjórn í framhaldinu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.9.2009 kl. 13:10

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta bæði.

Þögn kommatittanna er nú dálítið ærandi núna finnst mér. Hver er nú kjafturinn á keilunum frá í gær ? 

Halldór Jónsson, 30.9.2009 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 675
  • Sl. sólarhring: 683
  • Sl. viku: 5583
  • Frá upphafi: 3195202

Annað

  • Innlit í dag: 520
  • Innlit sl. viku: 4571
  • Gestir í dag: 467
  • IP-tölur í dag: 458

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband