Leita í fréttum mbl.is

Boðið í bíó !

Uppi við Egilshöll er að finna miklar verktakarústir. Þar stendur hálfköruð bygging með míglekri glerklæðningu, sem átti að hýsa eina 3  bíósali, keiluhús og ég veit ekki hvað annað. Glæst mannvirki sem hefur kostað minnst eina þrjá milljarða get ég mér til . Núna stendur þetta til minnis um gullöld Íslendinga. Verktakinn kominn á hausinn og Landsbankinn sem lánaði líka. Eftir stendur að Reginn, sem er félag í eigu Landsbankans er með bygginguna á hendinni væntanlega með blessun skilanefndarinnar.

Allt fé Landsbankans bæði nýja og gamla er eign þjóðarinnar og skuldirnar líka í gegnum Icesave. Svo hefur manni að minnsta kosti skilist.

Hvernig í veröldinni má það þá verða, að nú getur þessi Reginn lagt nýjan milljarð í þetta hús til að koma því í gagnið eins og það heitir? Til hvers? Jú svo að Árni Samúelsson geti opnað þarna bíó í maí í vor. Hversvegna ?

Ég hringdi í Sambíó og spurði hvað bíómiði kostaði. Liðugan þúsund kall.

Vextir og afborgun til tuttugu ára af 4 milljörðum sem þjóðin á ? Eigum við að giska á milljarð ?

Ef öll þjóðin fer einu sinni í bíó í Egilshöll á ári, þá eru það 350.000 miðar. Hvað er þá húsaleiguþátturinn í miðanum ? Er það ekki nálægt þrjúþúsund kalli ? Kostar þá ekki miðinn samtals fjögurþúsund kall ?

Fer þjóðin í bíóið fyrir þetta verð ? Eða verður það niðurgreitt ?

Hvaða í veröldinni kemur þessum Reginn vald til að fara svona með fjölskyldusilfrið ? Getur ekki Árni Samúelsson bara byggt sín bíó sjálfur ?

 Er þörf á að bjóða þjóðinni í bíó ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sammála. Ární bíókarl á að byggja sín bíó sjálfur eða einhver sá sjálfstæður byggjandi (ekki ríki og ríkisbankar) sem vill byggja yfir hann til þess að leigja honum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.10.2009 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband