Leita í fréttum mbl.is

Ekki aftur snúið.

 

Mér verður stundum hugsað til baka hvernig fóstrar mínir Þjóðverjar gátu lent undir einræði Adolfs Hitlers og þurft að þola það sem eftir fylgdi.Þetta fólk sem er svo líkt okkur, syngur mörg sömu þjóðlögin og við, á margar sömu þjóðsögurnar, fjölskyldumenninguna, lífshættina.

 Það þarf ekkert að rifja þá sögu hvernig þetta allt bar til. Nasistar náðu í einum kosningum 43 % atkvæða þegar fólk var orðið uppgefið á úrræðaleysi lýðræðisstjórnmálamannanna. Útá það varð Adolf  kanslari og þá varð honum eftirleikurinn auðveldur með því að beita ofbeldi og kúgun.  Eftir að einræðið komst á var keyrt áfram í foraðið og enginn mátti rönd við reisa.

Nú horfir Samfylkingin uppá það að svona 2/3 þjóðarinnar vill hvorki sjá ESB né heyra. Þetta líkar ekki Samfylkingunni. Hún ætlar hvað sem það kostar að keyra þjóðina inn í bandalagið. Nú er hún með nefnd úti í Brokseli .að semja um inngönguna. Meirihluti þjóðarinnar myndi kalla þessa nefnd heim tafarlaust ef hann réði einhverju.

Þegar samningurinn liggur fyrir, hvað er um að velja ?  Hvaða aðstæður þurfa að ríkja í þjóðfélaginu til þess að hann fái brautargengi ?

  • A. Ef Íslendingar væru með sjálfum sér, hér væri efnahagslíf á uppleið, fólk hefði vinnu.
  • Hvernig væru þá skoðanir fólks á inngöngu ?
  • B. Hér væri allt í kaldakoli. Atvinnuleysi, drápsskattar, engin erlend stóriðja né orkuframkvæmdir.
  •  Hvernig verða þá skoðanir fólks á inngöngu í ESB ?

Er ekki nokkuð borðliggjandi að það verður auðveldara að sannfæra fólkið við ástand B. ?

Verður ekki auðvelt að halda því fram við aðstæður B. að það sé eina vonin  að kjósa aðild að ESB ? Ástandið geti geti ekki versnað við það,  þegar hvort sem er allt komið hér á vonarvöl.  

Þó allt væri á uppleið í heiminum í kring en héðan stæði yfir  landflótti frá bágum kjörum,  væri þá ekki auðvelt að benda á þá staðreynd, að Íslendingar séu utan ESB og gera það að orsakavaldi ?. Við ríkjandi  hörmulegar aðstæður verði Íslendingar að samþykkja inngönguna ?

Getur ekki verið að Samfylkingin sé vitandi vits að leiða þjóðina til efnahagslegrar slátrunar með þetta markmið að leiðarljósi ? Þessvegna vildi hún samþykkja Icesave með hvaða afarkostum er ?

Til þess geti þeir ekki fengið betri bandingja með sér en Vinstri Græna? Eru VG ekki á móti virkjunum og stóriðju,   á móti öllu nema að sitja í stjórn og fá fram komið framsækinni skattastefnu til norræns velferðarþjóðfélags ?

 Hvaða máli skiptir það Samfylkinguna þó VG sé á móti ESB ?  Þeir séu þeir dauðans sauðir að þá megi nota sem nytsama sakleysingja á ferð sem þeir hafa ekki hugmynd hvert leiðir þjóðina, bara ef þeir fá að vera í vinstristjórn?

Er Samfylkingin ekki bara slóttugur landssöluflokkur, sem beitir undirferli, blekkingum og lýðskrumi til þess að koma þjóðinni nauðugri viljugri inn í ESB án þess að hún vilji það ? Til þess megi fórna hverju sem er af kjörum fólksins ?  Þjóðin muni á þann hátt sitja uppi með það sem hún helst varast vann ?

Enginn Þjóðverji vildi stríð en fékk það samt. Það varð bara ekki aftur snúið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

"Getur ekki verið að Samfylkingin sé vitandi vits að leiða þjóðina til efnahagslegrar slátrunar með þetta markmið að leiðarljósi ? Þessvegna vildi hún samþykkja Icesave með hvaða afarkostum er ?"

"Er Samfylkingin ekki bara slóttugur landssöluflokkur, . . "

Jú, líkllega og jú, líklega, í það minnsta ver ekki landið sitt eins og þeirra er skylda.   

"Þeir séu þeir dauðans sauðir að þá megi nota sem nytsama sakleysingja á ferð sem þeir hafa ekki hugmynd hvert leiðir þjóðina, bara ef þeir fá að vera í vinstristjórn?"

Lítur óneitanlega þannig út.

Elle_, 11.11.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Stefnir þetta nú ekki frekar í "Rúmensk velferðarþjóðfélag" en Norrænt, Halldór....?

Það eina sem við fáum af Norrænum gildum sýnist mér að verði skattaprósentan..... og það er kannski það eina sem við þurfum akkúrat ekki núna....

Ómar Bjarki Smárason, 11.11.2009 kl. 22:26

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er ekki siðaðra manna háttur að sækja um að vera skammtað fjárforræði.

Ísland liggur utan grunn dreifikerfis EU.

Er ekki með neina fullvinnslu sem skiptir máli á markaðsvæði EU.

Fjármála viðskipti á samkeppnisvæði EU er ekki fyrirsjáanleg fyrir en búið er að rækta hér upp kynslóð sem getur tekið samtímis ákvarðanir um það sem kallast grundvallar eða aðalatriði hjá hinum siðuðu og yfirgreindum þegnum EU.

VG er í alþjóða samhengi formlegur aðili að umsókn um fastan Miðstýringarkostnað EU [átti þá ekki skera niður þann sem hér var fyrir]. Ísland getur aldrei sótt um arðbæra innlokun á innri samkeppni markaði EU ef Ísland hefur engan frambærilega keppnigeira.

Hefðbundin skipting fullframleiðslu fiskafurða er löngu komin í fasta kvóta skorðun innan EU.  Álhráefni hefur sína föstu kaupendur í Þýskalandi og Hollandi og hagnaður þess er ekki okkar.  Launin þar taka mið af launum á Íslandi.   

Formið skiptir miklu máli í EU og ESS markar upphaf aðildarviðræðna þar sem skilgreindur ávinningur er réttur til formlegrar innlimunar. Lánafyrirgreiðslur og hagræðingarráðgjöf.

Það sem VG og SAMfó er að gera núna er að reyna fá afslátt af innlimunarskilyrðum. Sem felst í tímabundnum frávikum frá Stjórnskipunarlögum EU. Þetta að mati allavega þjóðverja verður að borga sig fyrir heildina til langframa. Spursmálið hjá okkur eins og eldri Meðlimum hlýtur að vera hvað verð situr Evrópska Sameiningin: Heildin upp. Það mun ekki henni að kenna að þörf fyrir norðlæga Tortólu er ekki inn á næstu áratugum og þar fór okkar samkeppnisgeiri til formlegrar innlimunar út um þúfur. 

Samkvæmt stjóraskipunarlögum EU sem allir geta kynnt sér fá Íslendingar það sama og aðrir Meðlimir-EU í réttu hlutfalli við efnahagsstöðuna á degi undirskriftar. Það er m.a. að okkar hlutur í fastri tekjuskiptingu innan heildartekna EU helst óbreyttur ef við förum eftir reglum og lögum EU. 

Ég veit Meðlima-Ríkið sem stendur sig best í að fara eftir lögum og reglum EU er Þýskaland. Frakkar, Austurríkismenn, Hollendingar, Bretar, Belgar,

Ég veit líka að Þjóðverjar leggja alla áherslu á reglur og aðalatriði. Undantekningar oft hlátursefni þar.  Frökkum stendur enginn á borði þegar kemur að útfærslu smáatriða og reglur eru þeim í blóð bornar.

Hinsvegar þjást ráðamenn Íslands af virðingu fyrir aðalatriðum í framkvæmd.

Mín skýring er sú að þeir eru flestir meðalgreindir í grunni sem er normalt um 80% mannkyns og þegar kemur að taka ákvörðun um aðalatriði þá er eitt aðal einkennið hvað það tekur langan tíma að komast að réttri eða rangri niðurstöðu.  

Altækar aðgerðir eru  alltaf besti kostur í tvísýnu svo sem kreppu af manna eða náttúru völdum þar sem þær er best að réttlæta síðar.

Öll umræða hér frá upphafi þess að hrunið varð ekki lengur falið almenningi er búið að eyða milljörðum í sértækar aðferðir, dæmigert fyrir meðalmennsku og vanhæfni til að taka ábyrgð á aðalatriðum. Hver á fætur öðrum, yfirgreindur erlendur hagsmuna aðili hver á sínum forsendum hefur verið að gefa vísbendingar um þetta insular vandamál hér en bullið heldur áfram í sölum alþingis á hverjum degi. Grunnur allrar rökræðu verður að liggja fyrir til að hægt sé að botna í honum.

Hér er spurning a] erum við fullvalda þjóð með greind til að ráða okkar fjármálum sjálf næstu öldina eða b] erum við utan útjaðarsvæði með sköffunar hlutverk inn á innri samkeppni grunn EU sem hefur þörf fyrir skömmtunar kostað hinna siðuðu í EU.

Samfo þótt hún botni ekki í því sjálf þá byggir hún alltaf sínar skoðanir á lið b].

Ég er í miklum vandræðum í að botna í öllum hinum.

Þýsk yfirgreindar hugsun  myndi botna á a]. En ríkisborgarréttur í EU kemur ekki í stað Ríkisborgaréttar í Þýskalandi hann bætist við hann. Þessi laga grein tryggir að sömu smáatriðin munu ríkja hér eftir tímabundna undanþágu ákvæða innlimunar. Svo er hið opinbera hreint hvað varðar atvinnu ráðningar í Meðlima-Ríkjunum. EU stórfyrirtæki ráða alltaf með tilliti til arðsemi og eigendurnir hafa oftar ekki aldrei þurft að vinna.   

Júlíus Björnsson, 11.11.2009 kl. 22:50

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það er ljótt að tala niður til látins manns.

Adolf var afar frjór í að koma FRAMLEIÐSLU og verlegum framkvæmdum í gang.

Ég hef stúderað hans economy af mikilli varfærni.

Það sem hann gerði var einfalt.  Hann þjóðnýtti nýsköpunarvilja og gróðafíkn landsmanna hans með VIRÐINGU  fyrir hefðbundinni iðnaðarframleiðslu og handverki genginna kynslóða.

Þetta kann ég utanbókar.  Fyrirtæki, sem voru að framleiða vöru, sem var svona í meðallagi góð, fengu skattaafllátt til  ákveina ára ef framleiðslan væri bætt og gerð betri en það sem þekktist erlendis.

 Þess vegna voru allar pressur í GeneralElectric ískápunum made in Germany undir nafninu AEG eða Boch.

Líttu á þættina sem eru nú til birtingar á Descovery um Hitlers Stelth fighters.

Berðu útlitið við Stelth bombers frá USA og komdu svo í debat um hvað er raunverulegt í áróðri eftirstríðsáranna.

Til er ég á hverjum tíma.

Kaninn gat ekki einusinni klárað að búa til góða V8 vél og þurftu Þjóðverja til að sýna sér hvernig.  Dæmi DODGE og GM.

mibbó

e.s

var þetta ekki ofsalegt blow í punga kana dýrkenda????

Bjarni Kjartansson, 11.11.2009 kl. 23:43

5 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Þetta var góð grein hjá þér eins og venjulega Halldór. En Adolf Hitler er þarna nefndur og ástæður þess að þýska þjóðin gekk honum á vald. Mér finnst reyndar gæta misskilning í fyrri athugasemdum við þessa færslu um þessar ástæður. Eftir því sem ég hef kynnt mér málið þá var nú aðalástæðan fyrir fylgi þjóðverja við Hitler sú að þegar þeir urðu að játa sig sigraða í fyrri heimsstyrjöld, fyrir akkúrat 91. ári síðan í gær, að þá urðu þeir að skrifa undir samninga um stríðsskaðabætur og ýmsar takmarkanir á atvinnustarfsemi og hernaðaruppbyggingu að nýju auk þess að þurfa að endurreisa landið eftir styrjöldina. Þessi pakki var einfaldlega of stór biti fyrir þjóðverja þannig að í hönd fóru mjög erfiðir tímar á næstu árum eftir stríðið. Svo bættist við heimskreppa rúmum 10 árum síðar og ekki bætti hún úr skák. En í þessu örvæntingarástandi þýsku þjóðarinnar kom Hitler til sögunnar og hann bæði kom í framkvæmd hlutum sem þjóðinni líkaði á þessum tímum og talað þannig að menn hrifust með. Þannig óx Hitler upp úr hruni Þýskalands eftir fyrri heimsstyrjöldina. Og þá er bara spurning hvaða óskapnaður vex á Íslandi upp úr þessu hruni sem í efnahagslegu tilliti svipar mjög til þessara tilgreindu ára í þýskalandi. Hér þarf að greiða gríðarlegar innlánsskaðabætur, rétt eins og þjóðverjar þurftu að greiða stríðsskaðabætur. Hér þarf að endurreisa öll helstu fyrirtæki landsins, rétt eins og þurfti að gera í þýskalandi og hér verða byrðarnar meiri en þjóðin getur borið, rétt eins og í þýskalandi. Og hér verður allt undir smásjá og eftirliti erlendra samningsaðila, rétt eins og var í þýskalandi. Og íslenska þjóðin er niðurlægð og í skömm, eins og var í þýskalandi þó kannski sé ekki rétt að líkja fullkomlega saman skömm vegna fjármálavitleysu fárra manna og stríðsreksturs. En ef höfð er í huga þessi sögulega upprifjun á aðdraganda þess að Hitler komst til valda í þýskalandi er eðlilegt að álykta sem svo að vont eitt muni leiða af þessum afarsamningum hér og þeirri stöðu sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að koma okkur í. Eins og raunar er strax að koma í ljós með aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Eini ljósi punkturinn hjá okkur er sá að við erum svo fá og máttlaus að stríðsrekstur verður varla afleiðing þessa ástands.

Jón Pétur Líndal, 12.11.2009 kl. 00:43

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það verður að taka þessa ESB umræðu til að allir fái botn í þetta mál. Þökkum bara fyrir að hafa ekki skattaprósentu Danaveldis. Þá myndi nú aldeilis hvína í svika-mafíunni. Nóg hvín nú í henni við að hér eigi að vera lífvænlegt fyrir þrælana sem eiga að halda uppi fyrirtækjunum.

Var kanski meiningin að láta Íslendsku þrælana fara úr landi og flytja inn þræla frá vanþróuðu löndunum? Ekki kæmi það mér á óvart að það hafi verið hugmynd sumra. Fólk hefur áður flúið bág kjör verkafólks hér á landi. Átti kanski að útrýma Íslensku verkafólki með stæl núna en tókst ekki og þá á nú aldeilis allt að verða vitlaust hjá fyrirtækjum þessa lands?

Mafía verktaka, stjórnmálamanna fyrri tíðar og lögreglklíku og dópista er búin með sinn frægðarferil hér á landi. Því fyrr sem þeir skilja það því betra. Þetta er mín skoðun og sumir hafa meira að segja sagt að ég hafi góðar skoðanir. Ekki veit eg hvað er munurinn á góðum og vondum skoðunum. Þekki bara muninn á sanngirni og ósanngirni.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.11.2009 kl. 01:30

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hitler átti sínar góðu hliðar sem erum flestu gleymdar. T.d. er Þýskaland á þeim tíma nánast sjálfbært. Hitler án erlendrar lántökum fjárfestu í vegkerfi sem lifir hans hann dag og gaf mörgum atvinnulausum þjóðverja atvinnutækifæri.

Þetta rifjar upp hvað neyslukörfukaupmáttur milli landa getur verið misvísandi. 

Að Frakka sögn munu Þjóðverjar alltaf haf verið stórtækir Nautgriparæktendur og hefbundin skiptingin ríkti á milli Frakka og þjóðverja. Þjóðarverjar skiptu á lærum og hryggjum [pistolum] fyrir framparta: gúllas, hakk og pylsur. Þannig þar sem þetta vegur þungt í markörfunni varð hún ódýrari í þýskalandi en í Frakklandi. Hlutfall landbúnaðarafurða án til til smá atriða svo sem gæða. 

Portúgalar sérhæfðu sig geldu mjólkurkúm sem er lang ódýrast kjötið eða sæðisnaut. Bestu vínberin fara í bestu vínin og útflutning ef um fátakari lönd er að ræða á heimamarkað.

Þessi samburðar aðfræði var innleidd hér með EES ef ég skynja hlutina rétt.

Beinakjöt, pínulítil fiskflök, og rækjur, nýtt skemmt grænmeti og kartöflur. Þetta seldist ekki á Íslandi þegar ég var barn. Fyrir hagstjórnarkaupmátt.

Ég man líka eftir því ein jólin þegar haust uppskera EU eru orðin ónýtt og kostar ekki neitt.  Þá eru einu nýju vínberin á markaði frá suður-afríku og ekki búin að ná fullri stærð og steinlaus.  Þar sem tínslu kostnaðar er mestu leyti í réttu hlutfalli greinina sem er klippt verður kílóð umtalsvert hærra.

En vínber svo í USA er ómissandi í waldorf salat  og ýmsa jólarétti. Ekki þarf mikið og 100 gr. kostuðu um 199 Kr. 

Ég lagði sjálfan mig að veði þar sem ég vann og seldi um 100 þúsund svona skammta fyrir jólin. Ótrúlegt að þetta var selt fyrir kostnaði og ekki meira. Kílóið annarstaðar á 199 krónur hreyfðist ekki enda orignal EU out of season.

Það var allt brjálað í frjálsu EU samkeppninni hér á landi. Þetta hækkað víst vitlausu húsnæðislánatenguna um 0,6%. 

Spursmálið er á hagstjórnin að þjóna okkur vali eða eigum við þjóna hennar stefnumörkun. 

Hvað geta Íslendingar fengið mörg kíló af geisla diskum fyrir kíló af 100 gr. pakkningum að soya loðnu í dós á asíu markaði? Ég veit fyrir víst að ASÍA er hagstæðasti framleiðandi tæknivarnings í dag og stærstu gæðaprótín markaðir fyrir pakkningar þar sem verðið miðast við grömm. Fjöldi pakkninga, vörumerkja og seljanda skiptir meira máli en allt í einu einokunarpakka. Einfalt og mikið er ódýrt í sjálfum sér og stendur ekki undir miklum virðisauka og alls ekki almennt. 

Júlíus Björnsson, 12.11.2009 kl. 02:33

8 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Það vantar nuna íslenskan Hitler sem endurreysir Island.Eg býð mig fram í það.

Árni Björn Guðjónsson, 12.11.2009 kl. 08:22

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er eins og allir vilji bara tala um Hitler og Þýzkaland, Það er eins og nútimínn og hvert Samfylkingin er að stefna þjóðinni í víðara samhengi nái ekki ekki í gegn. Ekki frekar en hvernig Forsetinn er búinn að koma samkiptunum við Bandaríkin fyrir.

Íslendingum er orðið sama. Dofnir sýnist mér. Það er líka eitt af því sem Samfylkingin stefnir að. Deyfa þjóðina þannig að hún láti teyma sig viljalausa og blinda.

Halldór Jónsson, 12.11.2009 kl. 11:08

10 Smámynd: Elle_

Nei, ég er sammála Halldór og ætlaði akkúrat að segja að ég var of væg gegn þeirri hrikalegu fylkingu að ofan.  Hættulegasti og skaðlegasti landssöluflokkur sem tekið hefur völd og ætti að banna hann með AGS glæpasamtökunum. 

Jóhanna Sig. og Össur Skarphéðinsson komust aftur til valda eftir fall bankanna með blekkingum og lygum og óskiljanlegt að fólki hafi dottið í hug að kjósa þennan flokk.  Og fólk er enn ekki að skilja eyðileggingu þeirra bæði fyrir fall bankanna og nú.  Það gleymist alltof oft að minnast á skaða þeirra og skemmdarverk og er með ólíkindum.  Ætli það sé ekki vegna þess að Jóhanna var misreiknuð sem engill fjöldans þegar hún hafði ekki völd???  Og misreiknaði engillinn fékk mikilmennskubrjálæði við ´valdatökuna´.  

Það gleymist líka að Jóhanna, Steingrímur og Össur eru að misnota ´vald´sem þau í alvöru ekki hafa og valta yfir löggjafarvaldið á fullu.  Það er verk Alþingismanna að stoppa yfirganginn.  

Elle_, 12.11.2009 kl. 11:42

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Efnahagsstefna Hitlers var alls ekki sjálfbær heldur var forsenda hennar að hægt yrði að fara í stríð eigi síðar en 1940. Við það miðaðist öll hernaðaruppbyggingin og hagkerfið svo að landvinningar með nýju vinnuafli og framleiðslu fyrir Þýskaland leysti vandann.

Eins og er, eru þeir talsvert færri í skoðanakönnunum sem vilja aðild að ESB en þeir sem eru á móti.

Hins vegar eru hlutföllin nokkuð jöfn þegar spurt er hvort við eigum að láta á þetta reyna í samningaviðræðum.

Hvernig stendur á þessu? Ætli það sé ekki vegna þess að eins og í Noregi á sínum tíma vilja menn láta skera úr því hvaða kjör geti fengist og taka síðan afstöðu til þess.

Ómar Ragnarsson, 12.11.2009 kl. 14:42

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þýskaland á fyrrihluta 20. aldar var sjálfbært í samanburði við önnur landsvæði í Evrópu, miðað við þær kröfur til lífshátta sem almenningur gerði þá,  og hóflega yfirbygging. Hinsvegar voru flestir á að afarkostir Breta í lok fyrr Evrópu heimstyrjaldarinnar hefðu skert þessar sjálfbærnikröfur mikið.

Efnahagstefna hæfs meirihluta í EU byggir á því að verða sjálfbær á alheimsmælikvarða. Sami hæfi meirihluti hefur stundað mikla landvinninga í því sambandi samfara til ágóða fyrir þeirra fjármálkerfi mikilla skuldfestinga í flestum öðrum minna sjálfbærum Meðlima-Ríkjum til að standa ein sér. Lissabon Lagasafnið skilgreinir að mikill hernaðaruppbygging og endurheimting gamalla hernaðar yfirráða á Atlandhafi styrki viðskiptalegan trúverðugleika Meðlima-Ríkjanna, miðað við þeirra hlutfallslega föstu tekjuskiptingu í heildartekjum Evrópsku Sameiningarinnar.

Ég myndi vilja láta reyna á þetta ef ég hefði ekki kynnt mér sameiginlega stjórnarskrár ákvæði allra Meðlima-Ríkja Evrópsku Sameiningarinnar.

Hvað það eru margir sem telja óþarft að reyna á þetta og byggja á eigin innsæi er aðdáunarvert ætli það séu ekki þeir sem fá ekki leiðréttingu vegna bólgu vísitölutengingu við rangan lánaflokk.

Eitt er víst að ekkert Ríki færi kjör umfram þau sem hin hafa fengið og öll eru tekin út við innlimun og reiknað út svokallað miðgengi svo hægt sé að fylgjast með að ekki hallist á heildar hlutdeildarskiptinguna til framtíðar.

Með örum orðum skammtað þjóðartekjur til ráðstöfunar haldist í rétthlutföllum miðað við tekjur hinn Meðlima-Ríkjanna frá undirskrift formlegrar aðildar. Meðlima-Ríkin ber svo eigin ábyrgð á því að staðgreiða sameiginlegan skammtað kostnað og virða sameiginleg lög og reglur. Annars eiga þau á hættu að hlutur ráðstafaðra eigin þjóðar minnki.

Þar sem við eigum engan sögulega fullvinnslu kvóta á markaðsvæði EU og höfum engan trúverðugan fjármálgeira til innri samkeppninnar sem er grunnur EU frá 1957 þá ættum við hlust á þá Norðmenn sem segja að við eigum að láta EU að bjóða í okkar framlag til samkeppnigrunnsins þar sem hann á alltaf að vera verðstýrður á lágmarksverðum með tilliti til hlutdeildar Meðlima-Ríkjanna í innri samkeppninni.

Er reynsla Norðmanna ekki nóg, þeir búa þó að traustari bakhjarli í heimamarkaði en við og liggja að sameiginlegu dreifikerfi fullvinnslusamkeppni EU.

Varla þarf hæfur meirihluti EU að tryggja áframhaldi hráefni héðan, í ljósi skuldfestingar fjármálageira hans, til fastrar hlutdeildarskiptingar milli sín og annarra Meðlima-Ríkja.

Norðmenn að mínu mati hafa mesta fjárlæsið af Norðurlöndunum að mínu mati og telja ég vera sérstaklega  fjárlæsan á Íslenska mælikvarði. Felst meðal annars að kynna mér hvað stendur til boða áður en samið er.

Hvernig færi að kanna önnur viðskipta sambönd til að hafa eitthvað í bakhöndinni?

80-90% fullvinnslu og tækni eftir Innlimun kemur frá EU, til lækkunar almenns launkostnaðar hér og það er það sem Grikkir, Spánverjar, Portúgalar, Ítalir, Finnar og Austurblokkin, Malta gat ekki hafnað.  Hæfustu útflutnings ríki fullvinnslu gátu ekki hafnað einokunarfjárfestingu  lokaðs innri markaðar hinsvegar. EU stjórnkerfið er fullkomið það get ég vottað fyrir hönd hæfs meirihluta í EU, ég hefði ekki geta samið betra ef ég væri Þjóðverji eða Frakki.

Öll undanþágu ákvæði fyrir Lissabon voru tímabundinn og ekki ókeypis. Því engin svínar á EU. Æ sé gjöf að gjalda. Undanþágur Þjóðverja renna út eftir 5 ár, komu til vegna uppbyggingar eftir fall múrsins.

Júlíus Björnsson, 12.11.2009 kl. 16:34

13 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Verð að viðurkenna að ég tilheyri ekki hinum háværa hópi meintra fullveldissinna er telja að Íslendingar geti staðið einir, og hegðað sér eins og þeir væru óháðir afganginum af heiminum, og þeim hræringum er þar gerast.  Ég hefði haldið að undanfarin misseri hafi sýnt okkur að "ber er hver að baki nema sér bróður eigi". Að mínu áliti er það forheimska að halda að við í okkar örhagkerfi, og með sveiflukennda einhæfa framleiðslu, getum haldið úti sjálfsstæðum stöðugum gjaldmiðli, enda hefur reynslan sýnt það. Mér finnst alltof mikil áhersla lögð á meintan fullveldismissi, enda þykir mér undarlegt afhverju nýfrjálsar þjóðir A-Evrópu sækja svo mjög í inngöngu ef það fæli í sér "fullveldismissi". Ég hef þá trú að þegar kostir og gallar ESB hafa verið almennilega kynntir á hlutlausan hátt, sjái fólk að kostirnir eru mun meiri en gallarnir. Loks má nefna að við erum í gegnum EES þegar komin 60-70 % inn í sambandið, en án þess að hafa þar nokkur áhrif á reglusetningar sem við höfum þó skuldbundið okkur til að hlýða.  

Sigurður Gunnarsson, 12.11.2009 kl. 16:40

14 Smámynd: Elle_

"Verð að viðurkenna að ég tilheyri ekki hinum háværa hópi meintra fullveldissinna er telja að Íslendingar geti staðið einir, . . "

Verð að viðurkenna að mér finnst þú nú hávær kallandi fólk forheimskt ef það vill ekki ganga þarna inn.  "Háværari" hópurinn sem þú nefnir er miklu stærri en hinn minnihlutinn og því háværari. 

"Loks má nefna að við erum í gegnum EES þegar komin 60-70 % inn í sambandið, en. . . "

Þetta er alrangt og Össurar-blekkingar/lygar.   

Elle_, 12.11.2009 kl. 17:26

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mér finnst alltof mikil áhersla lögð á meintan fullveldismissi, enda þykir mér undarlegt afhverju nýfrjálsar þjóðir A-Evrópu sækja svo mjög í inngöngu ef það fæli í sér "fullveldismissi". Ég hef þá trú að þegar kostir og gallar ESB hafa verið almennilega kynntir á hlutlausan hátt, sjái fólk að kostirnir eru mun meiri en gallarnir.

Mér finnst það ekki eftir að hafa kynnst fólki frá þessum fyrirverandi lénsríkjum ráðstjórnar og miðstýringa skatta, áætlanabúskapar og verkaskipting til að halda almennum framfærslukostnaði niðri til að byggju upp herveldi í þágu Miðstýringar.

Ríkin héldu að innlimun í EU myndi merkja minni Miðstýringarskatta og botnlausar lánafyrirgreiðslur.

Að mínu áliti er það forheimska að halda að við í okkar örhagkerfi, og með sveiflukennda einhæfa framleiðslu, getum haldið úti sjálfsstæðum stöðugum gjaldmiðli, enda hefur reynslan sýnt það.

Við höfum aldrei getað haldið úti sjálfbærum gjaldmiðli og grætt á því heildina nema græða á útlendingum, ef ekki var verið að græða á útlendingum þá var ein stéttin að græða á hinum.

Sveiflukennd einhæf framleiðsla er líka óþarfi. Frysting, niðursuða, söltun og allskyns fullvinnsla og margir mismunandi miðskiptamarkaðir og mörg logo léttrétta einhæfnina og auka virðisaukann. Hlutirnir hafa breyst á 50 árum og fjarlægðir og tungumálaerfiðleikar heyra sögunni almennt til.   

Örhagkerfið er 78% þjónustugeiri í dag. Innlimun í EU skilgreinir alla Meðlimi sem sjálfsábyrgar efnahagslögsögur á sínum heimamarkaði þar sem allir meðlimir eru jafnir í samkeppni hvað varðar sölu tækni og fullvinnslu. Okkar kerfi stækkar ekkert innan EU nema EU kerfin stækki öll samkvæmt þeirra lögum og minnkar að sama skapi. 

Ég tel EU heildarkerfi ekki stækka í framtíðinni og það þýðir ef við eru þar inni að okkar kerfi stækkar ekki heldur. Allavega ekki á kostnað þjóðaverja, Breta, Frakka, Ítala, .... Möltu.

Mér finnst líka alltof mikil áhersla lögð á svo kallaðan fullveldismissi. Aðal áherslan ætti að vera á því að við missum fjárráðinn og tækifæri til að breyta þessu örkerfi sem hentar Öllum núverandi samkeppni Meðlima Ríkjum [EU]vel tekið til til hráefna 1 vinnslustigs og umfram orku. 

Þeir í Brussel er örugglega búnir að fastsetja væntanlegt innlimunar miðgengi fyrir örhagkerfi enda eru mörg slík í þeirra umsjá á Atlandhafi. Við ekkert merkilegri í þeirra augum þótt séum norðarlega utan útjaðars virkrar samkeppni með fullvinnslu til glopal markaðsetningar. Það er sennilega það sem var fyrir hrun, með 30-50% föstum lægri ráðstöfunartekjum innan lokaðs miðstýrðs ráðstjórnarmarkaðar. Þetta byggist allt á örhagkerfis hugtakinu og lögum og reglum EU. Hér er búið að lækka fasteignaverð, laun voru lækkuð hjá 2/3 ca. fyrir EES launin undir 300.000 og til samræmis við hliðstæð efnahagsvæða meira segja inn héraða borga EU þá  kæmi mér ekki á óvart laun liggi hér 98% á á bilinu 200 til 500 þúsund fyrir skatta.

Neyðin kennir nakinni konu að spinna og þeir í Brussell fæddust ekki í gær.

Árinni kennir illur ræðari og almennt fjárólæsi er ekki fararheill innan eða utan EU sem hæfur meirihluti ræður hverju sinni.

Það eru allir sem vit hafa að reyna tryggja sig fyrir innlimun þótt bæði þeir sem vilja inn og hinir sem vilja það ekki.   Það má aldrei reka hlutina á kreppu forsendum því þá myndast aldrei gróði. Tefja málin og seina gangur sýnir mér að aðilar vita meira en þeir þykkjast.

Fara inn eða slíta sig frá eru skýr skil og ekki hægt að framkvæma á sama tíma.

Júlíus Björnsson, 12.11.2009 kl. 18:55

16 identicon

Þetta er Skv Sverri Stormsker....Nor-rænulaus HELFERÐARSTJÓRN...

Mikið til í því held ég..!!

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 17:07

17 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar minn

Bandalagið, eða Evrópuríkið sem verður til á næstu vikum,  er búið að setja sér stjórnarskrá og reglur.Þeir sem sækja um geta beðið um aðlögunartíma en frá grunninum er ekki horfið vegna einhvers jarms frá þrjúhundruðþúsund hræðum.

Af hverju mátti ekki greiða um það atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort ætti að fara að eyða milljörðum í samningaviðræður þegar vitað er að sem þjóðin vill ekki inn. Hún fer því aðeins inn ef aðstæðurnar sem ég lýsi undir B. hafa skapast og öll önnur sund hafa lokast.

Halldór Jónsson, 13.11.2009 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband