18.9.2009 | 21:13
Hversvegna stjórnmálaflokkar ?
Eitt það furðulegasta sem ég hef séð í pólitík er þessi Borgarahreyfing. Hún sprettur yfir þeim rógi sem dunið hefur yfir Sjálfstæðisflokkinn á undanförnum misserum. Upphrópanir um flokkseigendur, spillingu og hverskyns vammir og skammir og skítlegt eðli forystumanna hans.
Nú sér fólk það, að þrátt fyrir slifsisleysi og önnur alþýðlegheit þingmanna hreyfingarinnar, þá er þessi tilraun að koma sjálfum sér á framfæri á ódýran hátt jafn mislukkuð og yfirlýsingar Frjálslynda Flokksins um að breyta kvótakerfinu. Sá flokkur er nú loksins alveg dauður og flokksmennirnir horfnir aftur til skynsemi og foringinn til bitlinga hjá kommaráðherra.
Borgarahreyfingin er enn fyndnari en Frjálsyndi Flokkurinn. Þingmennirnir geta ekki lengur verið þingmenn fyrir kjósendur sína. Þá vantar nýtt sett af flokksfólki, því þeir gömlu passa þeim ekki lengur. Þeir hafa ekki getu til að fara í sveitarstjórnamál skv. viðtali við Þór Sari í kvöld af því þeir eru ekki flokkur heldur hreyfing án fyrirheits um framhald. Hvar er nú árangurinn fyrir þá þrettánþúsund sem létu blekkjast?
Hvernig er hægt að æra hálfa þjóðina upp í það, að sumir stjórnmálaflokkar séu eitthvað óhreint ? Þeim sé ekki treystandi af því að þeim stjórni alltaf misyndismenn sem eigi flokkana? Skoðanakúgun þeirra sé slík að flokkarnir gangi alltaf erinda eiginhagsmuna og gegn þjóðarhag. Aðeins vinstriflokkarnir séu allt öðruvísi.
Þetta er bein afleiðing af því að viðskiptaöfl hafa ausið peningum í það að framleiða svona lygar dag og nótt til þess að koma ár sinni betur fyrir borð. Veikja sterkasta mótstöðuaflið gegn spillingu og mútum. Bera fé í dóma, gera út leigupenna og áróðursmenn í þeim tilgangi.
Nú blasir afleiðingin við. Þá er rokið til af öðrum stjórnmálahröfnum og reynt að koma því inn að Sjálfstæðisflokkurinn, sem þó reyndi flokka mest að ganga gegn sókn spillingaraflanna, hafi orsakað hrunið, beinlínis vísvitandi eða þá fyrir yfirgengilega heimsku sína. Þessi málflutningur skolaði þingmönnum Borgarahreyfingarinnar inn á þing og stórefldi VG og Samfylkinguna og færði þjóðinni Icesave og ESB umsóknina.
Nú er fólkið farið að sjá í gegnum lygavaðalinn og skrumið. Hvað er fólkið að fá gert fyrir sig ? Fjármagnseigendur hafa fengið allar sína fjármuni tryggða og ekki tapað neinum innistæðum. Fólkið sem skuldar hefur ekki fengið neitt nema fullar vístiöluhækkanir og hávexti í sinn hlut, þrátt fyrir norskan Seðlabankastjóra. Fyrir það á ekki að gera neitt nema tala og tala um góð áform ríkisstjórnarinnar. Það er eins og fólk trúi því að ríkisstjórnin sé um það bil að leysa eitthvað, gera eitthvað. En hún er ekki að gera neitt. Uppboðin eru byrjuð og gjaldþrotahrina einstaklinganna er að hefjast. Kreppan er að dýpka en ekki að grynnast.
Skoðanakannanir sýna að fólkið er farið að iðrast að hafa hegðað sér á þann hátt sem það gerði á stjórnmálasviðinu. Stjórnmálaflokkar eru nauðsynlegar stofnanir þjóðfélagsins, baráttutæki lýðræðisþjóðar. Þeir flokkar sem hafa reynslu og hefðir, hafa þolað súrt og sætt með þjóðinni áratugum saman eru stórum líklegri til að koma einhverju til leiðar en bindislausir skyndipólitíkusar og skammtímaþingkonur með patentlausnir á hverjum fingri.
Þéttum raðirnar Sjálfstæðismenn. Okkar tími kemur fyrr en þið haldið !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3419869
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það er merkilegt hvað fólk nennir að standa í því að stofna nýja stjórnmálaflokka frekar en að reyna að starfa innan þeirra sem fyrir eru, þó það geti vissulega verið erfitt að koma málum fram þar, þá er það líklega vænlegra en í nýjum flokki með takmarkaðan líftíma. Kannski er þetta einhvers konar sjálfseyðingarhvöt.....?
Annars sýnist mér allt stefna í það að við verðum með tvo Sjálfstæðisflokka við næstu kosningar. Annar verður svona "Krata-ESB-íhald" með Þorstein, Þorgerði Katrínu, Villa og spurning hvort Bjarni B fylgir þeim ekki líka.... Þessi flokkur ásamt Samfylkingu er líklegur til að fá svona 10% fylgi og ef Samfylking fær um 20% þá verður þessi ESB fylking með svona 30%.....
Þannig að það er rétt hjá þér, Halldór, að það þurfi að þétta raðirnar og halda námsekið fyrir ES-sinna svo þeir hætti þessu væli og læri að einbeita sér að því sem skiptir þjóðina máli....
Ómar Bjarki Smárason, 18.9.2009 kl. 21:42
Veikja sterkasta mótstöðuaflið gegn spillingu og mútum. Bera fé í dóma, gera út leigupenna og áróðursmenn í þeim tilgangi.
Halldór, er þér fúlasta alvara? Flokkurinn sem hefur skipað frændur og vini sem dómara og seðlabankastjóra, sem slökkti á eftirlitskerfi bankanna með breytingu á bindisskyldu (það kom EES ekkert við) og svo má kíkja í sveitarstjórninar til að sjá meira.
Frábær mótstaða þarna gegn spillingu og mútum!
Jóhannes Birgir Jensson, 18.9.2009 kl. 21:52
Æ þakka þér fyrir Halldór, eftir ótíðindi dagsins, að leyfa mér að lesa þessa bráðfyndnu veruleikafirringu sem upp úr þér vellur. Stórkostlegur spuna-farsi!
"Hvernig er hægt að æra hálfa þjóðina upp í það, að sumir stjórnmálaflokkar séu eitthvað óhreint?" spyrð þú. Svarið er einfalt. Það er gert með því að láta leiða þjóðina út í einkavinavæðingu og Hrun. Þá ærist ekki bara hálf þjóðin, heldur megnið af þjóðinni. Og hún (ekki flokkar eða hreyfingar) refsar hinum seku í kosningum. Gerðu það ekki segja að kjósendur séu fífl, Halldór.
Friðrik Þór Guðmundsson, 18.9.2009 kl. 22:34
Ómar Bjarki,
Erfitt að koma sínum málum fram. Það er rétt.Á landsfudi Sjalfstæðisflokksins eru alltaf svo djöfull margir sem eru gáfaðri en maður sjálfur og gleypa ekki hrátt þá speki sem maður býr yfir. Það er víst þannig sem svona flokkur vrkar.
Kæru kommar, Friðrik og Jóhannes,
Þið eruð sönnunin á því sem ég hef verið að segja. Takk fyrir það.
Halldór Jónsson, 18.9.2009 kl. 23:26
28.4.2009 | 09:39
Jóhannes Birgir,
Ég fór á síðuna hjá þér og finn að við eigum eitt mál sameiginlegt. Kjördæmasvindlið. Við erum að kjósa þingmenn fyrir akra, tún og flatarmál en ekki fók. Þetta er þvílíkt helvítis svindl að það ætti að gera einhverja uppreisn gegn þessu samsæri gegn lýðræðinu, sem allir flokkar eru ekir um.
Þetta þurfum við að hamra á.
Kjördæmasvindlið
Í fyrsta lagi þá er engin eftirsjá að Sigurði Kára.
Í öðru lagi þá er kjördæmaskiptingin galin. Norðvesturland hefur tvöfalt atkvæðavægi á við okkur í Suðvestur (Kraganum).
Tölurnar eru sumsé þessar:
Þarna fær sumsé lægsta gildið vægið 1 og svo hin reiknuð út frá því.
Til að laga þetta þannig að við förum nær því að ná 1 maður 1 atkvæði þá yrði þingmannaskiptingin svona:
Ef landið væri allt eitt kjördæmi þá hefðu úrslit kosninganna orðið aðeins öðruvísi:
(breytt, auð og ógild atkvæði tekin út úr útreikningi)
Þarna koma sumsé jöfnunarmenn inn í eftirfarandi röð:
Ég stend með þér í þessu máli !
Halldór Jónsson, 18.9.2009 kl. 23:39
Kjördæma skipunin er í ætt við þá í EU, sem á ekki mörg ár eftir ólifað í núverandi mynd í ljósi rökhugsunar ráðandi meirihluta.
Svokölluð einkavinvæðing og breyting á markaðagrunnforsendum var innleidd í EU á sínum tíma. Með hagsmuni meginlandsstórborga í nnrimarkaðasamkeppni að leiðarljósi. 3% mannafla EU vinnur við landbúnað og fiskveiðar svo sem á Íslandi. Hinsvegar sker Ísland sig þegar kemur að þjónustugeiranum 78% í Íslandi [herlausu] en 69%í EU [67% í þýskalandi]
EU þjóðartekjugeirinn er haldið upp af stóriðjuverum fullframleiðslu og tæki, en Íslands af 1.stigs vinnslu hráefna sem eru hluti af grunni samkepppinnar hjá þeim og stefnir í að lúti allfarið verðlagsákvæðum Umboðsnefndarinnar, svo sem samkeppni um lægsta dreifingarkostnaðinn á hráefnum, 1.vinnslustigi og orku til miðborganna heimsvæða stóriðjuveranna.
EU-sinnar [innlimunar] í öllum flokkum hugsa ekki eins og ráðandi aðilar í EU get ég vottað. Rökræður þekkjast ekki á Íslandi vegna þess ríkir ekki sú hugsun á Íslandi.
EU byggir á miklum auði áróðstæki og beitir honum í þágu markmiðsviða sinna samkvæmt þúsund ára hefðum.
Fyrir síðustu þjóðarsátt hefur annexation Íslands verið í myndinni hjá EU, hvað aðferðum hefur verið beitt þarfa ekki að spyrja í ljósi þroskaferils Íslands inn í EU.
Mjög sniðugt stjórnmállega séð hefur allan tímann verið að þakka sér eða kenna hinum um verkanir regluverksins einmitt til að vernda eigin hagsmuni og eiganda regluverksins.
Byggja heimmarkað eða samfélag á um yfirbyggingu að EU fyrirmynd og láta grunnin koma af sjálfum sér er ekki að hugsa heilstætt, það er að byggja samfélag á sandi.
Veikleikarnir hafa alltaf verið yfirgreindum ráðamönnun EU ljósir [neysluveðverðtrygging á heimilum, hlutfallslega risastórir lífeyrissjóðir, og fjármálageiri m.a.]. Eitt aðal stolt allra stjórnmála flokka sér í lagi samfó.
Skuldfesti getur átt við þegar þrælar skuldamanns [af æðri ættum] ganga til fjárfestis og vinna fyrir skuldunum sjá Grágás. Mikið var brennt að skuldbréfum Rómverja á sínum tíma.
Mikið veltur á að skuldarinn telji sig eiga sitt, því það hámarkar arðinn í ljósi þúsund ára reynslu alþjóðafjárfesta. Til langs tíma skiptir öllu máli að af komendur fyrstu skuldþrælanna hafi sannanir fyrir því að forfeður þeirra hafi verið vanþroskaðir og upphaflegu skuldirnar hafi verið lán í sjálfum sér til að tryggja stöðugar greiðslu til miðstýringarinnar. Eini stöðuleikinn sem Umboðið í Brussel fær borgað fyrir að tryggja.
Eignarrétturinn skiptir engu máli, hjá alþjóðfjárfestum heldur hámörkun arðsins til langframa.
Þjóðverjar t.d. stand vörðu um til langframa að þeirra skattpeningar í Miðstýringunni fari ekki í að greiða niður samkeppni annarra Meðlima-Ríkja sem er ólöglegt samkvæmt Samningum EU.
Samkeppni aðstoð kostar sín þóknun [Commission] það er NEFNDINN með umboð til 5 ár með lætur framkvæma með því að inna af hendi: þær framkvæmdir ólýðræðislegra kjörinna starfsamanna sinna stjórnfæra [organs] valdir úr hópi afburða yfirgreindra umsækjanda úr bestu skólum EU.
78% er aðalatriði, en 3% er ásættanlegt smáatriði.
Óbeint eignarhald og stöðugur hagnaður er aðalatriði, en ekki sjálfgefinn ábyrgð eigandans.
Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur, þú getur sjálfum þér um kennt, það kemur mér ekki við. Þjóðverjar, Frakkar og Bretar.
Júlíus Björnsson, 19.9.2009 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.