Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2017

"Hatursorðræða"

er hugtak sem nú ríður húsum á Íslandi.

Maður má ekki segja upphátt að manni sé illa við hælisleitendur og vilji ekki sjá þá til landsins. Og líka að vera í nöp við múslímska innflytjendur og vilja heldur kristna kvótaflóttamenn. Þá rísa upp einhverjir sjálfskipaðir siðferðispostular og vilja láta banna manni að hafa þessar skoðanir. Maður sé þá með einhverja "hatursorðræðu" sem þeir vilja banna með lögum og láta varða sektum. 

Hvaða kjaftæði er þetta? Það er skoðanafrelsi á Íslandi ennþá.Við erum margir sem höfum ákveðnar skoðanir á innflutningi fólks til Íslands alveg án þess að við hötum nokkurn mann. Við höfum aðeins ákveðnar stjórnmálalegar skoðanir sem við berjumst fyrir  án þess að vera með einhverja "hatursorðræðu".

Við höfum bara okkar ákveðnu skoðanir í innflytjendamálum án einhverrar sérstakrar "hatursorðræðu" eins og latte-spekingarnir og kommatittirnir kalla skoðanir sem þeim líka ekki.


Dagur B. er ábyrgur

og meirihluti hans, Halldór Pírati innifalinn, fyrir húsnæðisvandræðum ungs fólks. En íbúðir í Reykjavík hækka nú um meira en 1 % á mánuði vegna eftirspurnarþenslu. Það er bara ekkert framboð á húsnæði því það hefur ekkert verið byggt til margra ára.

Það vantar 5000 íbúðir á markaðinn núna ef hefði verið haldið í við þörfina með eðlilegum hætti. Þessi staða er Degi B. Eggertssyni að kenna sem með amlóðahætti sínum og kjaftæði í stað krafts og átaka hefur komið ungu fólki í þá stöðu að verða búa á Hótel Mömmu til grárra hára og barnabarna.

Þvílík ógæfa hefur hvolfst yfir mína fæðingarborg Reykjavík sem maður var einu sinni stoltur af. Nú er hún orðin skítug, ljót, holótt og útkámuð af kratisma sem hefur aldrei lagt nema dauða hönd á þarfir þjóðfélaganna í öllum löndum. Kratisminn er að skattleggja og eyða. Það er það eina sem hann kann.

Dagur Bergþóruson er ábyrgur fyrir verðbólgu húsnæðiskostnaðar á höfuðborgarsvæðinu.


Lóðaskortsstefna

meirihluta Borgarstjórnar í Reykjavík hefur blómstrað allt frá dögum blaðurs-og sukksmeirihluta R-lista Ingibjargar Sólrúnar og Alfreðs Þorsteinssonar.

Guðfinna Jóh.Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og Flugvallarvina skrifar í Fréttablaðið í dag svo:

"Lóðaskortsstefna meirihluta borgarstjórnar með Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar hefur stóraukið húsnæðisvandann í borginni.

Frá upphafi kjörtímabilsins í júní 2014 til síðustu áramóta eða á 31 mánuði úthlutaði borgin einungis fimm fjölbýlishúsalóðum með fleiri en fimm íbúðum, þar af var ein þeirra boðin út á almennum markaði, þ.e. Tryggvagata 13, tvær til eldri borgara, ein til Búseta og ein til Félagsbústaða til að byggja sex íbúða sambýli.

Staðan nú er einfaldlega sú að unga fólkið hefur ekki ráð á húsnæði í Reykjavík. Skortur er á leiguíbúðum, leiguverð hátt og möguleikar ungs fólks litlir að koma sér upp þaki yfir höfuðið í höfuðborginni. Það vantar litlar, ódýrar íbúðir fyrir ákveðinn hóp, t.d. ungt fólk sem á ekki eigið fé, kemst ekki í gegnum greiðslumat og leigir langt umfram greiðslugetu.

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010- 2030 gengur út á þéttingu byggðar á lóðum sem eru aðallega í höndum fasteignafélaga. Þrátt fyrir stefnu borgarinnar um þéttingu byggðar er varla hægt að segja að borgin hafi verið með til sölu lóðir á þéttingarreitum í borginni frá 2010.

Þær lóðir sem verið er að byggja á eða til stendur að byggja á eru flestar í höndum fasteignafélaga og banka á dýrustu stöðunum í borginni og hæpið að þar verði byggðar litlar og ódýrar íbúðir en mikil þörf er á slíkum íbúðum. Það gengur of hægt að byggja til að mæta þeirri miklu eftirspurn sem er og slíkt leiðir af sér verðhækkanir. Ekki hjálpar til lítið lóðaframboð borgarinnar og staðsetning húsnæðisins en þétting byggðar leiðir af sér hærra verð þar sem verið er að byggja á dýrustu stöðum borgarinnar allt á kostnað unga fólksins sem hefur ekki ráð á því húsnæði sem er í boði eða á að vera í boði á næstu misserum.

Lóðir í Úlfarsárdal

Borgarstjóri hefur verið duglegur að þylja upp hvað fasteignafélögin ætla að fara byggja en hann hefur ekki staðið sig í því að úthluta lóðum enda á borgin fáar lausar lóðir á þeim stöðum sem til stendur að byggja á.

Nú vantar um 5000 íbúðir í Reykjavík en samkvæmt áætlunum borgarstjóra ætla fasteignafélögin að byggja þann fjölda á næstu árum. Það verður auðvitað á þeim hraða sem þjónar þeirra hagsmunum sem best. Það munu því líða mörg ár í viðbót þar til sú þörf sem nú þegar er til staðar verður uppfyllt. Hvað þá þörf næstu ára.

Við í Framsókn og flugvallarvinum höfum frá upphafi kjörtímabilsins ítrekað bent á að Úlfarsárdalurinn sé það svæði þar sem borgin getur úthlutað lóðum. Nú er verið að vinna að endurskoðun deiliskipulags Úlfarsársdals á grundvelli tillögu Framsóknar og flugvallarvina frá því í ágúst 2015.

Það verður því í loks í lok kjörtímabilsins hægt að fara úthluta fjölbýlishúsalóðum í Úlfarsárdalnum sem hefði átt að vera möguleiki strax í upphafi kjörtímabilsins ef Dagur og félagar hans í meirihlutanum hefðu virkilega haft áhuga á að leggja allt að mörkum til að leysa húsnæðisvandann."

Þó að Reykvíkingar hafi séð ýmislegt til vinstri manna hefur aldrei jafn samræmdur aumingjaskapur og ömurlegri blaðurstefna ríkt í málefnum Borgarinnar og í tíð þeirra Dags Bergþórusonar, EssBjarnar og Hjálmars skipulagsstjóra. Eina raunhæfa lóðaraukningin er í Hlíðarenda af því að þar gátu þeir unnið illvirki á Reykjavíkurflugvelli með því að úthluta vinum sínum "Valsmönnum" plássi fyrir 5000 fermetrum meira af ómetanlegu flugvallarlandi til tjóns fyrir alla framtíð.

Skyldu þeir verða endurkosnir út á lóðaskortsstefnuna næsta ár?


Hræsni Jóns Þórs

Pírataþingmanns er umfjöllunarefni Sigurðar Sigurðarsonar í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir:

""<ljóð>»Hvað gerðirðu við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér? Þú mátt ekki segja já eða nei og ekki hvítt eða svart...«

 Þannig byrjar skemmtilegur orðaleikur sem lifað hefur lengi með þjóðinni en hann byggist á því að sá sem svarar sé klókur, fljótur að hugsa og forðist þá pytti sem geta orðið honum að falli.

 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, birti grein þann 8. nóvember 2016 í Fréttablaðinu og opinberaði þar gagnrýni sína vegna ákvörðunar kjararáðs um verulega hækkun launa forseta Íslands, þingmanna og fjölmargra embættismanna.

 Hótunin

 Mikil þykkja var í Jóni Þór út af hækkuninni og hann virtist hóta að kæra ákvörðun kjararáðs. Svo virðist sem hann hóti eftirtöldum:

 1. Forsetanum nema hann setji bráðabirgðalög gegn ákvörðun kjararáðs.

 2. Kjararáði, nema það hætti við allt saman.

 3. Formönnum þingflokka, nema þeir lofi því að þeir láti kjararáð hætta við allt saman.

 Nú er liðinn tveir og hálfur mánuður frá því að laun forsetans, þingmanna og embættismanna hækkuðu. Enn bólar ekkert á kæru Jóns Þórs þingmanns. Þar að auki hefur enginn virt hótun þingmannsins viðlits, ekki forsetinn, ekki kjararáð og ekki formenn þingflokka, þar með talinn formaður þingflokks Pírata.

 Ólíkt hafast menn að

 Forseti Íslands lýsti í nóvember yfir óánægju sinni með launahækkun kjararáðs, sagðist ekki hafa beðið um hana og myndi ekki þiggja. Þess í stað hefur hann gefið tæplega þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði til góðgerðarstofnana.

 

Fordæmi forsetans bendir til mikilla mannkosta og að hann sé traustur og trúverðugur, standi við orð sín. Betra væri ef fleiri óánægðir þiggjendur launahækkunar kjararáðs fetuðu í fótspor hans. Allir virðast gleypa við laununum þrátt fyrir stór orð.

 Hvað varð um launahækkunina?

Ekki er nema eðlilegt að kjósendur velti fyrir sé hvað Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hafi gert við þá ríflegu hækkun launa sem hann fékk sem þingmaður:

 1. Afþakkaði hann hana?

 2. Lagði hann hækkunina inn á bankabók til að geta skilað síðar?

 3. Fór hann að fordæmi forseta Íslands og gaf hækkunina til góðgerðarmála?

 4. Hirti hann launahækkunina þegjandi og óhljóðalaust?

 Miðað við það sem Jón Þór þingmaður sagði í áðurnefndri grein sinni getur varla verið að hann hafi einfaldlega hirt launahækkunina og notað hana í eigin þágu. Því trúir auðvitað enginn enda væri sá ærið mikill ómerkingur sem er harður gagnrýnandi en endar með því að éta allt ofan í sig... bókstaflega.

 338.254 króna launahækkun á mánuði

 »Ef þessir þrír aðilar bregðast allir þá mun ég kæra ákvörðun kjararáðs til dómstóla og hef nú þegar fengið til þess lögfræðing.«

 Þetta segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, í ofangreindri grein. Núna er eiginlega kominn tími til að hann leysi frá skjóðunni enda meira en þrír mánuður frá því að hann skrifaði þessi orð. Á þeim tíma og til loka þessa mánaðar fengið samtals rúma eina milljón króna aukreitis í laun, þökk sé kjararáði.

Starf þingmanns er enginn orðaleikur eða innantómt tal. Ábyrgð þingmanna er mikil og þeir eru dæmdir af orðum og gerðum.

Jón Þór Ólafsson var stóryrtur í greininni og því má spyrja: Hvað gerði hann við launahækkunina? Hvaða lögfræðing hefur hann ráðið til að hnekkja ákvörðun kjararáðs? Hverja hefur hann kært og fyrir hvaða stjórnvaldi?"

Sjaldan hefur virðing mín fyrir Alþingi og einstökum þingmönnum farið lægra en eftir þessar síðustu kosningar. Fólkið sem kom inn af vinstra kantinum í fyrirlitningartísku Píratahugsjónarinnar hefur gersamlega gengið frá henni, Trunp-ræðurnar fóru svo með restina af því sem maður var að reyna að halda í.

Morgunblaðið rifjar svo upp í Staksteinum endemis feril þessa Jóns Þórs á Alþingi, þar sem hann hefur bókstaflega orðið að viðundri fyrir slugs og slæping. Að þessi maður Jón Þór Ólafsson, íhlaupaþingmaður Pírata,  af öllum mönnum skuli vaða uppi og þykjast vera betri en aðrir og heilagri er nýtt met í hræsni og hefur maður þó séð ýmislegt.


Skelfileg staða

blasir við í vörnum hins vestræna heims eftir áralangt hirðuleysi og vesaldóm Obama stjórnarinnar og varnarmálaráðherrans Hillary Clinton.

Bandarísk samantekt hljóðar svo:

"F-18 Hornet orrustuvélar Bandaríkjanna eru 75 % óflughæfar af C-módelinu og 50% af Super Hornet E/F módelunum.

F-18D floti landgönguliðanna eru 75 % óflughæfar. 

Í USAF eru aðeins 9 B-1B af 20 sprengjuvélum flughæfar.

Af 56 bardagafylkjum Bandaríkjahers eru aðeins 3 tilbúin í bardaga.

Af 9 kjarnorkuknúnum flugmóðurskipum US Navy er aðeins 3 til sjós.

Aegis stýriflauga-beitiskip geta ekki lagt úr höfn nema að ræma varahlutum úr öðrum skipum.

Þær 54 billjónir dollara sem Trump Forseti er að biðja um í fjárveitingum til viðbótar þetta ár er aðeins dropi í hafið til að endurreisa hernaðargetu Bandaríkjanna til fyrri styrks.

Það mun taka 4-6 ár að ná einhverjum áþreifanlegum árangri í endurreisn heraflans. Og kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna er að gamlast, eldflaugar þeirra á landi eru frá sjöunda áratug síðustu aldar.

Rússland og Kína eru komnir fram úr Bandaríkjunum i endurnýjun herafla síns.

Guð hjálpi hinum frjálsa heimi"  segir greinarhöfundur að lokum."

Tilviðbótar er herbúnaður orðinn mjög gamall:

Meðalaldur USAF flugvéla:

Bombers:  Total 158, Avg. Age 39.1

Fighter/Attack: Total 2034, Avg. Age 24.0

Special Operations Forces: Total 148, Avg. Age 16.7

ISR/BM/C3: Total 538, Avg. Age 14.2

Tankers: Total 491, Avg. Age 48.8

Transport: Total 727, Avg. Age 19.5

Helicopter: Total 189, Avg. Age 31.6

Trainer: Total 1,187, Avg. Age 27.5

Grand Total: 5.472, Avg. Age 25.9

(Average age is weighted by quantity of aircraft in each category)

Hversu mikið geta Vesturlönd treyst á hernaðarmátt Evrópusambandsins sem ekki hefur fengist til að greiða sinn hlut af kostnaði við NATO? Og getur ekki tekið ákvarðanir um hernað vegna skipulagssins eins og sýndi sig í Bosníustríðinu.

Þarf hinn frjálsi heimur varnir og hernaðarmátt eða ekki?

Er ástæðan fyrir því að Trump vill vingast við Pútín sú, að Bandaríkin eru bara í bullandi skralli með hernaðarmátt sinn?

Er þetta skelfileg staða fyrir Vesturlönd eða bara allt í lagi? 

Ekki þarf víst að efast um afstöðu íslenskra kommatitta og RÚV?

   


Eru þeir að grínast með okkur?

"Uppbygging íbúðarhúsnæðis í borginni einkennist annað hvort af algjöru aðgerðaleysi eða mesta framkvæmdatíma um áratuga skeið. Það fer eftir því hvorir mæla, fulltrúar minnihluta eða meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Fulltrúar meirihlutans og minnihlutans í borgarstjórn deildu harðlega um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni í Silfrinu á RÚV.
 

Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði uppbygginguna framundan með mesta móti. „Við erum að fara inn í mesta framkvæmdatíma sem sést hefur á undanförnum áratugum. Ef menn fara rúmlega 40 ár aftur í tímann þá finnum við hvergi merki um eins langt tímabil og við erum stödd í þar sem er svona mikil uppbygging á hverju ári.“

„Við erum að fara að vinna upp tíu ára vanda,“ svaraði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. „Það voru 399 fullgerðar íbúðir í Reykjavík á síðasta ári. Það gengur alltof hægt meðal annars út af þéttingarstefnu ykkar í meirihlutanum þar sem er ekki úthlutað lóðum í borginni.“

„Í boði ykkar er í raun og veru verið að úthýsa efnaminna fólki og stuðla að fátækt í borginni,“ sagði Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði hlutverk borgarinnar að tryggja lóðaframboð og nefndi sérstaklega að fjöldi fólks sem byggi utan borgarinnar keyrði framhjá Úlfarsárdal, hún spurði hvers vegna lóðaframboð þar væri ekki aukið.

„Þetta eru upphrópanir í raun og veru hjá okkar ágætu kollegum. Þessi lausn er engin heildarlausn,“ svaraði Björn Blöndal, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar, og sagði að verið væri að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal töluvert. Að auki væru fleiri byggingarsvæði til staðar, sum í eigu ríkisins sem borgin fengi ekki til uppbyggingar."

Að hugsa sér að Borgarfulltrúar í höfuðborg landsins séu svo veruleikafirrtir að þeir sjái ekki húsnæðisvandann sem þeir hafa skapað með samræmdri lóðaskortsstefnu sinni um árabil?

Eru þeir Skúli og EssBjörn ekki bara að grínast með okkur?


Helgi í Góu

er baráttumaður sem fólk á að fylkja sér um þegar málefni eldri borgara og lífeyrissjóða ber á góma.

Helgi segir:

„Það er engin smáupphæð sem er tekin af okkur í lífeyrissjóð. Lífeyrissjóðirnir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við peningana, þeir eiga svo mikið af þeim. En ef eldri borgarar vilja að fá eitthvað af sínum eigin peningum til baka þá blæðir þeim hjá lífeyrissjóðunum alveg óskaplega. Lífeyrissjóðir eiga að fjárfesta í húsnæði sem hentar öldruðum.“

Þetta segir Helgi Vilhjálmsson, eða Helgi í Góu, eins og hann er oftast kallaður. Helgi er í forsíðuviðtali helgarblaðs DV þar sem hann ræðir meðal annars um stöðu lífeyrissjóðanna og málefni eldri borgara. Hann segist varla hitta mann án þess að málefni eldri borgara beri á góma, hann sé hvattur til að þess að halda áfram, en Helgi svarar að þá þurfi fólk að standa sér að baki:

Við ellilífeyrisþegar eigum eitt sterkt vopn, þótt við notuðum það ekki í síðustu kosningum. Þetta vopn er kosningarétturinn. Við getum merkt við þann sem ætlar að gera eitthvað,

segir Helgi. Hann gagnrýnir ákafa ungra Sjálfstæðismanna að koma áfengi í matvöruverslanir á meðan þeir séu ekki ákafir í að gömlu fólki líði vel í ellinni. Aðspurður um hvað hann vilji helst að verði gert í málefnum eldri borgara ítrekar Helgi að lífeyrissjóðirnir eigi að byggja yfir aldraða:

Við eldri borgarar eigum ekki að þurfa að bíða í tvö til fjögur ár eftir að komast úr íbúðinni okkar í hentugt húsnæði fyrir aldraða. Það gleymist alveg að tala um það að ef við förum úr okkar íbúð þá losnar um leið íbúð fyrir fjölskyldufólk. Ég lét einu sinni teikna snyrtilega 27 fermetra einstaklingsíbúð með baðherbergi. Þegar ég gerði þetta sögðu einhverjir menn að þetta væri allt of lítið rými, þetta yrðu að vera allavega 40 fermetrar. Það getur alveg verið rétt en ég var að reyna að brúa ákveðið bil því stundum eru tveir einstaklingar í 12 fermetrum þar sem er hvorki klósett né snyrtiaðstaða. Eldri borgarar eiga rétt á því að hafa að minnsta kosti aðgang að því sem er nauðsynlegt, eins og klósetti og vaski, þó maður sé ekki að biðja um mikið meira. Af því að ég er orðinn eldri borgari sjálfur þá veit ég hvers virði það er að hafa aðgang að þessum hlutum."

Af hverju lána lífeyrissjóðir ekki til byggingar á einu stykki jafnoka Elliheimilisins Grundar sem menn byggðu í fátæktinni fyrir stríð?

Þetta vantar frekar en að spekúlera í gengi hlutabréfa í Icelandair. Ávöxtunin er neikvæð hvort sem er síðasta ári hjá LÍV svo þeir þurfa ekkert að vera að æsa sig þó að nokkrir milljarðar fari í hjúkrunarheimili og skili ekki 3.5% verðtryggt.

Sem er kannski ekkert útilokað að geti gerst með tímanum? Fasteignir rokhækka í verði hraðar en Flugleiðabréf.

Hlustum á Helga í Góu!


Fundur með Ögmundi

er í dag á hádegi í Iðnó.

Þar verður fjallað um þann mikla skaða sem EES og EFTA geta valdið á heilsufari Íslendinga ef óprúttin verslunaröfl fá að ráða innflutningi á hráum dýraafurðum til landsins. En það er vitað að Ísland hefur algera sérstöðu hvað varðar heilbrigðisástand bústofna okkar. Það verður að berjast af öllum mætti gegn þessu purkunarlausa verslunarvaldi sem sækir að heilbrigði almennings í landinu með samviskulaus skammtímagróðasjónarmið sem hugsjón. Hvað varðar mig um þjóðarhag var eitt sinn sagt.

Það er ástæða til að styðja við þessa fundaviðleitni Ögmundar sem sýnir að hann er langt í frá alvitlaus þó að einhverjum óvönduðum kynni stundum hafa dottið það í hug hér á árum áður. 


EES bullið

er fyrir löngu farið að valda Íslendingum meiri skaða en gagni.

Í leiðara Mogga stendur þetta:

"Margrét Guðnadóttir, fyrrverandi prófessor í sýklafræði við Háskóla Íslands, á langan og merkilegan feril í rannsóknum á veirusjúkdómum í búfé og mönnum og fáir hafa viðlíka þekkingu á efninu. Það er því full ástæða fyrir landsmenn að leggja við hlustir þegar Margrét tjáir sig um þessi mál og varar við afleiðingum þess að fara óvarlega við innflutning á erlendu kjötmeti.

»Það er alvarlegt mál ef hér koma upp nýir dýrasjúkdómar eða ólæknandi mannasjúkdómar. Ég treysti ekki þeim mönnum sem vilja flytja inn hrátt, ófrosið kjöt til að verja okkur fyrir þeim. Kannski af því að ég er orðin svo gömul að ég hef séð of margt,« sagði Margrét í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hún rakti meðal annars afleiðingar innflutnings á búfé hingað til lands í gegnum tíðina. »Í hvert skipti sem reynt hefur verið að kynbæta búfjárstofnana með innflutningi á skepnum hefur orðið slys,« sagði Margrét og nefndi nokkur dæmi, meðal annars um fjárkláða, riðu, votamæði, þurramæði, visnu og garnaveiki. Enn er glímt við afleiðingar þessarar tilraunastarfsemi.

 

Innflutningur á kjöti getur einnig verið varasamur, en samið hefur verið um aukinn innflutning búvara frá löndum ESB og stefnan er að hann verði aukinn. Hingað til hafa stjórnvöld þó fyrirskipað að hrátt kjöt skuli vera frosið í að minnsta kosti einn mánuð til að draga úr smithættu, en þrýst er á um að slakað verði á þeim kröfum.

 

Margrét varar mjög við þessu og bendir á að ekki sé hægt að stóla á heilbrigðisvottorð frá innflutningslöndum. Afurðir sem sagðar séu þýskar þurfi til dæmis aðeins að vera 60% þýskar. Þá séu »meira að segja berklar í kúm í mörgum löndum ESB. Viljum við hafa þá í matnum okkar?« spyr Margrét."

Enn segir í Mogga:

"»Landfræðileg einangrun Íslands er höfuðástæða þess að húsdýr hérlendis eru að mestu laus við mörg þeirra smitefna sem landlæg eru í dýrum utan Íslands. Smitsjúkdómastaða íslenskra búfjárstofna er því um margt óvenjuleg þegar hún er borin saman við það sem þekkist erlendis. Einkum á þetta við um hross, nautgripi, sauðfé og geitur. Þessi sérstaða Íslands veldur því að mikill fjöldi þekktra og óþekktra smitefna getur valdið faröldrum í búfé hérlendis.«

 

Þetta segir Vilhjálmur Svansson, dýralæknir á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum, í samtali við Morgunblaðið. Á morgun, laugardag, flytur hann fyrirlestur á fundi í Iðnó þar sem rætt verður um hættur sem fylgja innflutningi á ferskum matvælum til landsins. Það er Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem stendur fyrir fundinum sem hefst kl. 12 á hádegi. Auk Vilhjálms mun Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans, flytja fyrirlestur um efnið.

 

Vilhjálmur segir að mikil verðmæti séu fólgin í núverandi smitsjúkdómastöðu Íslands bæði með tilliti til affalla og afurðatjóns auk dýraverndar og verndar íslensku landnámskynjanna. Þó að skæðir dýrasjúkdómar séu fátíðir hérlendis sé sagan rík af dæmum um sjúkdómsfaraldra sem hér hafa valdið ómældu tjóni. Flesta faraldra hérlendis í búfé sé hægt að rekja til innflutnings á dýrum, en einnig séu dæmi um að dýrasjúkdómar hafi borist með vörum og jafnvel fólki. Í góðri smitsjúkdómastöðu íslensku búfjárstofnanna séu og mikil verðmæti fólgin fyrir lýðheilsu. Þannig séu mörg þeirra smitefna fátíð eða óþekkt í búfé hérlendis sem valdi algengustu og alvarlegustu matarsýkingum í mönnum.

 

»Milliríkjasamningar um aukið frelsi í viðskiptum hafa aukið mjög viðskipti með matvæli og fóður milli landa og heimsálfa, samhliða hefur hættan á smitdreifingu orðið meiri,« segir Vilhjálmur. »Matvæli eru stór hluti þeirra vara sem eru á alþjóðamarkaði og geta hæglega borið með sér óæskilega sjúkdómsvalda til staða í órafjarlægð frá framleiðslustað. En smitefni eru aðalástæða fyrir hindrunum á frjálsum viðskiptum með landbúnaðarvörur,« segir hann.

 

Smitleiðir eru nú greiðari

 

Vilhjálmur minnir á að Ísland sé eyja og af þeim sökum ætti að vera auðvelt að verjast nýjum smitefnum. Nútímalifnaðarhættir hafi veikt mikið þær varnir sem felist í legu landsins og gert það að verkum að smitleiðir til landsins séu nú greiðari og fjölbreyttari en áður. Smitleiðirnar séu margar og gegn sumum sé illmögulegt að hafa uppi varnir. Á aðrar sé hægt að hafa áhrif með fyrirbyggjandi eða áhættuminnkandi aðgerðum. Vegna óvenjulegrar smitsjúkdómastöðu Íslands í dýrum sé ljóst að öllum innflutningi á ferskum dýraafurðum fylgi ákveðin hætta með tilliti til smitefna. Kröfur íslenskra dýraheilbrigðisyfirvalda til innflutnings sem nú séu í gildi séu vegna sérstöðu landsins er varðar dýrasjúkdóma. Reglurnar dragi úr þeirri hættu sem lýð- og dýraheilsu Íslands geti stafað af innflutningi matvæla unnum úr dýraafurðum.

 

»Ef slakað verður á núgildandi heilbrigðiskröfum má ætla að tíðni matarsýkinga í mönnum hérlendis aukist. Jafnframt er líklegt að smitburður í dýr af óæskilegum sjúkdómsvöldum muni eiga sér stað fyrr en síðar, hvort sem það verður með vörunum sjálfum eða með þeim sem neyta þeirra. Afleiðingar þessara sýkinga og kostnaður samfélagsins mun ráðast af smitefnunum sem berast en getur í verstu tilfellum orðið mikill og afleiðingarnar alvarlegar og óafturkræfar,« segir Vilhjálmur Svansson."

Bónusbullið um verslunarfrelsið og allt það sem teygir sig nú inn í þingsalinn þar sem þingmenn halda að þeir séu í hugsjónabaráttu við að koma brennivíninu í hendur fákeppninnar hjá Högum er angi að sömu vitleysunni. Mörgum er slétt sama um íslenskan landbúnað eða lýðheilsu af ýmsum ástæðum. Krataruglið um ágæti EES samningsins er af sömu rótum runnið, heimsku eða misskilningi.

Svo skrifar Hjörtur í Mogga:

"Hins vegar þvælist EES-samningurinn í vaxandi mæli fyrir auknum viðskiptum við önnur ríki og þá ekki síst Bandaríkin vegna regluverks frá Evrópusambandinu sem taka þarf upp hér á landi vegna hans.

 

Fréttir herma að í skoðun sé að bjóða Bandaríkjunum aukaaðild að Commonwealth of Nations, samtökum sem eitt sinn voru nefnd Breska samveldið en er í dag fyrst og fremst samstarfsvettvangur ríkja um allan heim sem deila frjálslyndum gildum. Vel væri skoðandi að mínu mati að kanna hvort Ísland gæti einnig fengið slíka aukaaðild að samtökunum sem yrði þá liður í að styrkja tengslin við ríkin sem þar eru innanborðs. <netfangið>hjortur@mbl.is"

EES bullið þarf að endurskoða hvað sem kratar segja.


IKEA !

er þjóðhollt fyrirtæki sem auglýsir svo:

"Verð á húsbúnaði í IKEA hefur ekki hækkað síðan árið 2012, og það er von okkar að verðlækkanir fyrirtækisins hafi jákvæð áhrif á áframhaldandi stöðugleika og kaupmátt landsmanna."

Beri menn þetta saman við sjálftöku 45 % kauphækkanir Alþingismanna eða kauphækkanir hinna skipulögðu bófaflokka verkalýðsfélaganna, sem ráðast gegn almenningi með gíslatöku og skemmdarverkum í nafni hinar úreltu kjarabaráttu frá þriðja áratug síðustu aldar.

Já, IKEA, sem  er Nýbúi í landinu, gerir hinum innfæddu skömm til með þjóðhollustu sinni og framsækni. 


Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 3417882

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband