Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Gamlir hluthafar sameinist !

Þúsundir Íslendinga töpuðu á því að vera hluthafar í gömlu bönkunum.

Þeim var tjáð af forsætisráðherra Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu utanríkisráðherra að hlutafé þeirra væri nú  einskis virði. Ríkið hirti hér og nú eignir þeirra með einu pennastriki og neyðarlögum. Sem eru auðvitað bráðabirgðalög sem þurfa ekki endilega að  standast eignaréttarákvæði Stjórnarskrárinnar í ljósi atburðarásarinnar síðar .

Síðan stendur þettta sama ríkisvald í vegi fyrir því að bankarnir séu formlega gerðir gjaldþrota eins og lög og stjórnarskrá mæla fyrir um þannig að hluthafarnir geta ekki gjaldfært tapið á skattframtölum.

Hafi þeir skuldað hlutaféið og verða að selja gamlar eignir sínar  til að borga skuldirnar,  sem eru nú hjá nýju ríkisbönkunum, sem eru aftur  í ógreiddum  húsakynnum gömlu bankanna með sama starfsfólkið og sama vélakostinn, án þess að nokkuð uppgjör hafi farið fram, þá verða þeir að borga tekjuskatt af sölunni til að borga skuldirnar vegna ónýtra bréfa !

Og til viðbótar ætlar ríkisstjórn Jóhönnu að slá "gjaldborg"  um þau heimili sem svona er ástatt fyrir með því að láta þau borga "sanngjarnan 2 % eignaskatt "  að hætti Lilju Mósesdóttur hjá VG af því að eiga þessi bréf árið 2009.

Og af hvaða gengi bréfanna ?  Meðan þau voru í hæstu hæðum 2007 ?  Eða þegar ráðamenn okkar og seðlabankastjóri lugu því vísvitandi að okkur snemma árs 2008 að allt væri í fínasta lagi með bankakerfið. ?   Eða þegar  genginu eins og það var þegar hin óhæfa  seðlabankastjórn, ráðin af sama ríkinu,  klúðraði málum Glitnis,  sem glæpamenn höfðu leitt í ógöngur, á þann veg að íslenzka bankakerfið féll eins og dómínókubbar? 

Af hverju eiga gömlu hluthafarnir, víst yfir tíuþúsund talsins , ekki að grípa til vopna og verjast . Við hljótuim að geta gert eitthvað sameinuð. En sundruð getum við ekkert.

Við hluthafarnir eigum þessa helvítis banka og málverkin líka.  Ef við færum og hertækjum þá fengjum við kannski athygli ?

Af hverju ekki að sameinast ?


Erum við kannski fífl ?

Sveinn Guðmundsson verkfræðingur spurði að því á Útvarpi Sögu hvort ESB myndi ekki tengja Ísland inná raforkunet sitt með kapli. Þarmeð myndu kílówöttinn streyma fram og til baka.Kannli meira fram.

Með allann þennan kraft hér og  ESB  alltsaman á hinum endanum þá spyr ég hvort hér verði nokkuð annað en virkjanir og spennistöð í flæðarmálinu ? Við Íslendingar þurfum ekkert að hafa áhyggjur af mengandi verksmiðjum eða orkufrekum vinnustöðum. Bara hreinlegar virkjanir í landslaginu handa túristum að skoða.

Svo finna þeir kannski olíu á Drekasvæðinu handa sér, -fyrirgefið okkur ætlaði ég að segja.  Kannski erum við bara fífl að sjá þetta ekki ?


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 3418235

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband