Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Sósíalismi andskotans

Fjármálakerfi ríkisins er að störfum á Íslandi. Hér áður fyrr undruðust menn þann mikla vaxtamun sem einkabankar leyfðu sér að bjóða almenningi upp á með greinilegu samráði sín á milli sem yfirvöld skiptu sér greinilega ekki af.En nú hafa menn farið úr öskunni í eldinn. Nú er allri samkeppni lokið og sósíalismi andskotans  hefur tekið öll völd. Og almenningur, sljór og sinnulaus, mataður af enn sljórri fjölmiðlungum, tekur við þessu öllu.Skilanefnd Landsbankans eyðir milljarði í sjálfan sig á mánuði og liggur í lúxuslífi. Engar athugasemdir eru gerðar við líferni hinnar  nýju stéttar sem hefur hafist til sjálftöku á fé almennings í gegn um skilanefndir bankanna. Lægsta tímakaup þar á bæ er manni sagt að sé 25.000 kr / klt. Það eru fluttar af þessu fréttir eins og þetta sé sjálfsagðasti hlutur í heimi. 

Í Baugstíðindum er skýrt frá því að nú hafi hin gagnsæja Bankasýsla Ríkisins tekið til starfa undir forystu óauglýsts starfs einhverrar Elínar Jónsdóttur. Sýslan hafi ráðið þrjá sér nýja starfsmenn, gagnsætt og óauglýst væntanlega. Þetta er tilkynnt eins og sérstök gleðitíðindi sé að ræða því Bankasýslan sé að bretta upp ermarnar til að frelsa lýðinn ! 

Síðan birtir blaðið töflu um innlánsvexti  og yfirdráttarvexti Arion, Íslandsbanka, Landsbankans, MP Banka, BYR, Sparisjóðurinn, S24. Allt saman ríkibankar nema MP sem auðvitað fylgir með.  Allir eru með um 4-5 % innlánsvexti í 7.5 % verðbólgu og útlánsvexti 14-15 %  + 3 % skuldfærslugjald. Enda græðir td. Landsbankinn milljarð á mánuði.  Þetta er hinn íslenski miðstýrði  raunveruleiki.  Samkeppniseftirlit og samkeppni er fyrir þrælana, enda á ríkið líka Samkeppniseftirlitið.

Kommúnisminn er á þennan hátt lagstur yfir þjóðina með þvílíkum þunga að erfitt verður að feta sig frá honum. Það er því dimmt framundan hjá þjóð sem er búin að gefast upp við að ráða sínum eigin málum,  svo til hætt að skipta sér af stjórnmálum  og lætur valdamenn komast upp með að ráðskast og  hækka skatta í skjóli orðaflaums um norrænt velferðarkerfi eins og vellur útúr Steingrími J. og 60-orðaforðans  sem Jóhanna ræður yfir, sem flest snúast um nauðsyn þess að ganga í Evrópubandalagið, taka upp evruna  og slá skjaldborg um heimilin.

Stjórnarandstaðan þorir varla að tala þar sem Baugsmiðlarnir ausa yfir hana síbylju um spillingu og mútuþægni sem yfirskyggir allt umtal um hina miklu gerendur í hruninu. Almenningur lætur sér lynda að ríkisstjórnarflokkarnir útskýri fyrir honum nauðsyn óauglýsta ráðningu sérstaks femínista til að hafa yfirumsjón með fjárlagagerðinni.

Morgunblaðið stendur eiginlega eitt í baráttunni gegn þessari þróun. En  má sín auðvitað of lítils í baráttunni við auðvaldið. Stjórnarandstaðan er ofsótt með slagorðum og rógi þannig að ofurveldi kerfisins er að verða sjálfbært. 

Þessi þjóð er því illa komin. Læst andlega inni í faðmlagi kommúnismans, sem er að gegnsýra allt þjóðfélagið með því að planta sínu fólki í allar lykilstöður samfélagsins, taka yfir allt fjármálakerfi landsins, ræna sparifjáreigendur, skipuleggja risavaxið atvinnuleysi undir yfirskyni málþófs og umhverfismála og rægja frjálst markaðshagkerfi og frjálshyggju allstaðar sem við verður komið.  Allt gamalkunnar aðferðir úr fornum og nýjum einræðisríkjum.  Gera almenning af ósjálfstæðum styrkjalýð valdahafanna sem skammta honum brauð og leiki svo þeir sjálfir hafi frítt spil. 

Af hverju rís ekki fólkið upp og stofnar sparisjóð fjöldans til þess að berjast gegn ríkiseinokuninni í fjármálakerfinu ?  Býr til stofnun sem það getur treyst og býr svo um hnútana að jónarásgeirar framtíðarinnar nái ekki undir sig heldur verði traustar bankastofnanir í eigu þess sjálfs. Reynum á þann hátt að veita ósameinuðum ríkisbönkunum samkeppni, sem eru svo greinilega alltof margir að furðum myndi sæta í eðilegu þjóðfélagi.

Það fara að verða síðustu forvöð að veita viðnám gegn sósíalisma andskotans.


Bónusgreiðslu úr pokasjóði !

Ólafur Stephensen ritstjóri Baugstíðinda og Evrópusinni er trúr sínum húsbændum og hugsjónum. Nú ræðst hann á unga bændur fyrir að dirfast að benda á staðreyndir um það sem Íslendinga bíður í faðmi Evrópusambandsins.  Ólafur beitir að vanda þeim röksemdafærslum að Íslendingar fái ávallt sérmeðferð vegna einhverra séraðstæðna. 1938 fór Hermann Göring fram á það að Íslendingar leyfðu Þýzkalandi afnot af flugvöllum landsins. Íslendingar gátu sagt nei vegna þess að þeir voru fullvalda þjóð. Skyldi Evrópusambandsaðild landsins styrkja slíkar ákvarðanir gegn framtíðarkröfum þýsks herveldis, sem getur þurft að beita her sínum til að verja viðskiptahagsmuni Þjóðverja eins og forseti þeirra missti út úr sér að hætti dr. Strangelove.

 Grípum niður í skrifum Ólafs: 

Samtök ungra bænda birtu dálítið sláandi auglýsingar í blöðunum á föstudaginn. Mynd af brynvörðum fallbyssubíl með eftirfarandi fyrirsögn: "Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópusambandsherinn." Lesendur, sem gengu kannski út frá því að höfundar auglýsingarinnar vissu um hvað þeir væru að tala, hefðu getað ætlað að í fyrsta lagi væri til eitthvað sem héti Evrópusambandsherinn, og í öðru lagi að gangi Ísland í ESB, verði ungt fólk skyldað í hann.

 

En auglýsendurnir vita augljóslega ekki um hvað þeir eru að tala. Evrópusambandið hefur engan sameiginlegan her. ....Sambandið hefur á sínum snærum hraðsveitir, samansettar úr herjum aðildarríkja sem vilja leggja þeim lið. Sveitunum er ætlað að stilla til friðar á ófriðarsvæðum, og hafa sinnt friðargæzlu í nokkrum löndum. Sumir stjórnmálamenn í ESB hafa áhuga á að auka þetta samstarf. En ESB-her er ákaflega fjarlægt stefnumið og raunar ólíklegt að aðildarríkin nái nokkurn tímann um það samstöðu....“

 

Ólafur virðist vita það eins vel og ungir bændur, að Evrópuherinn er staðreynd í stjórnarskrá ESB. Ólafur getur ekki skrifað lesendur sína frá þeirri staðreynd.

 

Svo reynir Ólafur að afgreiða þetta með því að verða fyndinn:

 ...“Þetta er eins og að splæsa í auglýsingu um að Samtök ungra bænda vilji alls ekki láta flytja íslenzku þjóðina á Jótlandsheiðar - svona af því að ekki er hægt að útiloka að sú hugmynd komi upp aftur í framtíðinni. „Er Evrópusambandsaðild eitthvað stundarfyrirbrigði? Eitthvað sem stendur skemur en ævidagar Ólafs  Samt viðurkennir Ólafur : „   Ísland myndi vissulega undirgangast utanríkis- og öryggismálastefnu ESB við aðild - og ætti ekki í neinum vandræðum með það. Ísland á nú þegar umtalsvert samstarf við ESB á grundvelli stefnunnar, án þess að örlað hafi á hugmyndum um íslenzkan her. ESB-aðild hefur ekkert slíkt í för með sér, eins og hefur alla tíð legið skýrt fyrir, ekki frekar en vera Íslands í hernaðarbandalaginu NATO í sex áratugi. Verði Ísland aðildarríki ESB, ræður það því eftir sem áður sjálft hvort það hefur her.   

Við þetta má svo bæta því, sem ungum bændum er hugsanlega ekki kunnugt, að aðeins sjö af 27 ríkjum ESB hafa herskyldu - það er sömuleiðis aðildarríkjunum í sjálfsvald sett.“

 

Jæja, mikil er viska þeirra ESB trúboðanna. Aðildarríkjunum sem undirrita stjórnarskrá sambandsins og framselja allt vald til þess er eitthvað í sjálfsvald sett ! Ættu menn ekki að staldra við og spyrja sig hvernig sjálfsvaldi Texas yrði fyrirkomið ef Bandaríkin lentu í hremmingum ? Ætli Belgía geti verið stikkfrí ef ráðist er á Holland?

 

Blindaður af peningaveldi húsbænda sinna sem sitja yfir kjörum ungra bænda í framtíðinni í gegnum pólitíska valdastöðu Haga í bankakerfi Samfylkingarinnar, þá drýpur þessi viska svo úr penna ritstjórans:

 „Ungir bændur hljóta að hafa skárri rök fyrir andstöðu sinni við aðild að ESB en svona bull. Vonandi eru auglýsingarnar þeirra ekki fyrirboði um það, sem koma skal í umræðum um aðildarumsókn Íslands. Sú umræða verður að byggjast á staðreyndum og þekkingu, ekki langsóttum framtíðarskáldskap.“Ætti Ólafur ekki að fá Bónusgreiðslu úr pokasjóði fyrir svona frábæra þjónkun? 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 3418448

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband