Leita í fréttum mbl.is

Auknar aflaheimildir?

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skrifaði grein í Fréttablaðið fyrir nokkru og þar segir hún m.a:


g hef góðar vonir um að atvinnuástand glæðist með vorinu þar sem mikill gangur er í ferðamennsku og tækniiðnaði svo og í sjávarútvegi og áliðnaði. Skortur á aflaheimildum í sumar er áhyggjuefni og hlýtur að verða til þess að gerð verði sérstök athugun á því hvort hægt sé að auka aflaheimildir tímabundið til að kljást við þann vanda innan forsvaranlegra marka".

Jón Kristjánsson fiskifræðingur bendir á það að LÍU hafi keypt sig til meirihlutastjórnar í Hafró með því að gefa rannsóknaskip. Þeir séu á móti auknum fiskveiðiheimildum vegna þess að þá lækki leiguverð á kvóta. Jón bendir á að auðlindin hafi minnkað um 2/3 í vörslu Hafró á aldarfjórðungi samfara margföldun á stærð stofnunarinnar. Þeir hafi á sama tíma keypt sig til áhrifa í Háskóla Íslands og hafi þar áhrif til að halda niðri kvótanum á vísindalegan hátt.

Jón hefur haldið því fram, að það sé skortur á smáfiskadrápi sem veldur stofnstærðarvandmálum þorsksins. Hreint líffræðilega hlýtur að verða að grisja of stóran stofn vegna fæðuskorts eða landrýmis með fækkun allra einstaklinga.  Bændur myndu ekki reka lömb sín á fjall en drepa allar ærnar fyrst. Jón vill framkvæma samanburð á einhverju svæði og leyfa þar frjálsar veiðar til samanburðar við kvótasvæði.

Jón telur að fiskveiðisamfélagið stundi kerfisbundna þöggun gegn sér og sínum hugmyndum af þeirri samtvinnun rannsóknaaðila og hagsmunaaðila sem átt hafi sér stað í íslensku samfélagi. Er þetta ef til vill svo ólíkt því sem gerðist í fjármálageiranum? 

Hefur Jóhönna verið þögguð af einhverjum í  því að tala meira um auknar aflaheimildir?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þarna ertu kominn að skítugasta spillingarmáli okkar samtíðar gegn um margra ára samspil LÍÚ, Hafró og stjórnmálamanna.

Skorttakan í aflaheimildum= Hækkað verð á leigukvóta.

Þrátt fyrir að veiðanlegur þorskstofn að mati Hafró sé ekki í dag nema þriðjungur þess sem hann var í upphafi "verndunarinnar" hefur stofnuninni tekist að kalla það besta fiskveiðistjórnkerfi í heimi!

Hvaða einkunn fengi lyfjaframleiðandi sem skilaði áþekkum árangri á aldarfjórðungi?

Ég kom að einum þætti þessa máls á síðunni minni í gær.

Árni Gunnarsson, 16.4.2010 kl. 09:15

2 Smámynd: Jón Magnússon

Jón Kristjánsson hefur mikið til síns máls. Benda má á að veiðar á Íslandsmiðum voru svo langt um meiri fram að kvótakerfi. Þegar kvótakerfinu var komið á voru aflaheimildir verulega takmarkaðar og síðan meira og loks enn meira o.s.frv. og alltaf átti það að leiða til þess að stofninni yrði sterkari og afraksturinn yrði meiri. Þetta hefur ekki staðist og margar kynslóðir þorska hafa synt hér um og framhjá á grundvelli þessara kenninga. Benda má á reynsluna í Barentshafi sem bendir til þess að það geti verið heppilegra að veiða meira en minna.

Nú eigum við að auka aflaheimildir verulega og taka þá fiskistofna út úr kvóta þar sem engin hætta er á ofveiði.

Jón Magnússon, 16.4.2010 kl. 20:01

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er okkar allra eina von að auka aflaheimildir. Við megum ekki haga okkur eins og yfirmenn Titanic gerði?

Nú verðum við bara að vera flokks-hlutlausir einstaklingar ef ekki á allt að fara norður og niður. M.b.kv.Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.4.2010 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband