Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur staðfasti !

Í Mogga sér maður þennan Stakstein:

"Þrautseigja Steingríms J. Sigfússonar formanns VG og Jóhönnu Sigurðardóttur formanns Samfylkingarinnar hefur orðið til þess að nú eru fulltrúar þeirra »sestir að samningaborði« í Hollandi til að reyna að knýja fram »samning« við Hollendinga og Breta um greiðslu íslenskra skattgreiðenda á annarra manna skuld.

Það þurfti mikinn og einbeittan brotavilja af hálfu Steingríms og Jóhönnu til að ná þessum fundi enda hafa rökin gegn þeim alltaf verið skýr. Aldrei þó jafn skýr og nú.

Nú er svo komið að svo að segja allir sem til þekkja og allar stofnanir sem máli skipta, innlendar og erlendar, telja að engin ríkisábyrgð hafi verið á Icesave-reikningunum.

Steingrímur sjálfur hefur viðurkennt að íslenska ríkinu beri engin lagaleg skylda til að greiða þessa reikninga.

Þegar nánast óumdeilt er orðið að Ísland ber ekki ábyrgð á greiðslum vegna Icesave, hvernig má þá vera að ríkið haldi áfram viðræðum við óbilgjarna kröfuhafana um að greiða engu að síður?

Er það virkilega svo að Steingrímur lætur sig ekki aðeins hafa það að samþykkja umsókn að ESB og aðlögunarviðræður við sambandið fyrir ráðherrastól, heldur er einnig tilbúinn að láta skattgreiðendur bera skuldaklafa um langt árabil í sama tilgangi?

Hversu dýr telur Steingrímur að ráðherrastóll hans megi verða? "

Nú kann að vera að þetta sé innantómt kurteisishjal af hálfu Íslands. En af hverju er allt þetta pukur? Af hverju vitum við ekki hvað Steingrímur ætlast fyrir? ÆTlar hann að viðurkenna greiðsluskyldu? Ætlar hann að viðurkenna ríkisábyrgð?

Ég er einn af þeim sem treysta illa stjórnmálastaðfestu Steingríms J. Sigfússonar í ljósi framgangs ESB aðildarviðræðnanna. Um það gætu orð sr.Hallgríms átt við: "Allt sem að helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 3418366

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband