Leita í fréttum mbl.is

"The american way of thinking."

Til að lífga efnahagslífið við, þá má sérhver Bandaríkjamaður draga frá skattskyldum tekjum sínum verð nýrrar einkaflugvélar framleiddrar í USA árið 2011 ef hann kaupir bara hana. þetta finnst Bandaríkjamönnum heillaráð til þess að örfa efnahaglífið og iðnað Bandaríkjanna. Fleira er nýrstárlegt í boði sem fróðlegt væri að kynna sér.

Hvernig skyldi Steingrími J. lítast á það að leyfa 100 % tekjufrádrátt ungs fólks vegna byggingar fyrstu íbúðar, þar sem við framleiðum ekki flugvélar ?

Er ekki hægt að senda valda afdalamenn í kynnisferð til USA til þess að kynna sér bandarískan raunveruleika? Eða væri það tilgangslaust?

Getur Evrópukommi eða krati nokkurntíma skilið "The american way of thinking." Hvernig framleiðslan og störfin ganga fyrir skattlagningunni í þeirri hugsun. Hvernig skattar á smíðavið framkvæmdanna eins og bensínið og rafmagnið örfa ekki efnahagslífið heldur drepa það niður. Að skattleggja virðisauka vörunnar en ekki byggingarefnið og vinnuna. Ekki að "skattleggja beri öll lífsins gæði" eins og heimspekin þeirra hljóðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þjóðverjar mun veit vsk afslátt af viðhali til að tryggja  hámarksvirði veða Þýskalands. Þeir reka líka veðlánsjóði, sem sundurliða raunvexti frá verðbólgu vaxta álagi í nafnvöxtum.  

5% raunávöxtun á 30 ára veðbandsjóði þykir cream de la cream erlendis eða dream I wish to be true. 2,0% raunávöxtun örugg fullnægjandi.  Það er sama og bréf með 2,0% föstum nafnvöxtum og CPI vaxtaviðbótum á gjaldaga hverar umsamdar greiðslu.  Í USA er menn flottir á þessu og  skella að meðaltali fyrir  þá sem eru í 1. og 2.þrepi föstum 5,0% vöxtum allan lánstíma. Vegna þess að góð veðsöfn eru besta vertryggingin og tryggja öll önnur lán sömu stofnunnar.

Núna um daginn voru þessir föstu nafnvextir komnir niður i 4,79-4,99%.    voru um 2008 í um 5,2% .

Hinsvegar er liðið í 3 þrepi vanalega með um 2,0% hærri vexti.

Hér bíða lífeyrasjóðir eftir að gjaldeyrishöftin hverfi til að fjárfesta í útlöndum. Fara þeir í kjölfar USA áhættu fjárfesta og fjárfesta í Asíu? 

Í USA greiða bankar fyrir bestu veðin. Á Íslandi eru þessu öfugt farið. Vildarvinirnir fá afskriftir og ábyrgir verðbætur.

Júlíus Björnsson, 18.3.2011 kl. 01:22

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Halldór þú ert að grínast:

Hvernig skyldi Steingrími J. lítast á það að leyfa 100 % tekjufrádrátt ungs fólks vegna byggingar fyrstu íbúðar, þar sem við framleiðum ekki flugvélar ? 

...vegna byggingar fyrstu íbúðar. Er ekki nóg af tómu húsnæði til staðar í umhverfinu? Svo vantar alla nánari útfærslu á þessu hitt á væntanlega bara við um kaup á flugvélinni sjálfri og engu öðru hvernig ætlarðu að teygja þetta með að byggja fyrstu íbúð - hvenær er hún klár?

Ekki það að þetta sé alvitalust. hefðir bara mátt koma með annað dæmi. Flugvél og íbúð alls ekki sambærilegt - ætli þeir kanar sem notfæra sér þetta búi í vélunum?

Gísli Foster Hjartarson, 18.3.2011 kl. 13:05

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Einfalt Gísli Foster.

Ef ung fjölskylda er að koma á vinnumarkaðinn og hefur aldrei byggt áður, þá vil ég leyfa henni að leggja fé í 1. íbúð í húsi sem ekki hefur verið byggt og draga verðið 100 % frá tekjum sínum til skatts.

Mig varðar ekkert um hvað útrásarvíkingarnir eða bankarnir eiga mikið af íbúðum.Með þessu kem ég byggingariðnaðnum í gang aftur, vinnu fyrir fólk, sérstaklega unga verkamenn úr hópi námsmanna. F...fortíðinni. Gömlu íbúðirnar seljast þegar tími þeirra kemur. Mín vegna mega þær standa tómar eins lengi og verkast vill. Ég er að tala um New Deal

Og vertu ekkert að býsnast yfir þessum hugmyndum við migfyrir þetta því þetta er bara frásögn af því sem ég las að er verið að gera í Bandaríkjunum og datt í hug hvort hægt væri að snúa þessu uppá Ísland af því að við eigum engan verksmiðjuiðnað og liggjum annars í bulli og vitleysu.

Ef þú vilt hafa þetta svona áfram, ekki reyna neitt nýtt en bara gapa uppí Steingrím, þá get ég ekki hjálpað þér.

Halldór Jónsson, 18.3.2011 kl. 15:11

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vil taku um saman verðtygginga lánasjóðs kerfi og var hér og er enn erlendis, low profitt og verðbætur greiðast mest fyrst. Greiðslur altaf þær sömu að nafnvirði.

Júlíus Björnsson, 18.3.2011 kl. 16:08

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vil taka upp sama verðtygginga veðlánasjóðs kerfi og var hér og er enn erlendis, low profitt og verðbætur greiðast mest fyrst í þágu lánadrottins. Greiðslur alltaf þær sömu að nafnvirði. Verðbætur geymast innan sjóðs til sveiflujöfnunnar. 

Júlíus Björnsson, 18.3.2011 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418300

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband