Leita í fréttum mbl.is

Takmörkun einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis

er ekki í sjálfstæðisstefnunni sem kvótahausar Sjálfstæðisflokksins þykjast styðja á hinn bóginn.

Einn þeirra er Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og útrásarvíkingur og síðast en ekki síst sá Icesavefrömuður sem mest kvað að í hópi já-manna flokksins.

Tryggvi þessi hefur nú skrifað margar lærðar greinar í Baugstíðindin til að útskýra hvernig kvótakerfið samrímist sjálfstæðisstefnunni.

Grípum niður í röksemdafærslum Tryggva:

t" Auðlind sem allir þjóðfélagsþegnar hafa jafnan rétt til að nýta er dæmd til að vera ofnotuð ef afrakstur hennar er nægilega eftirsóknarverður - auðlindarentunni er sóað. Sóunin felst í að of margir sjómenn munu fjárfesta í of miklum fjármunum í viðleitnin sinni að ná til sín auðlindarentunni. Þetta er það sem kallað hefur verið sorgarsaga almenninganna. Þannig verður sjálfstortíming í raun það sem allir keppa að. Hver útgerðarmaður hugsar aðeins um eigin hag. Frelsi í almenningum leiðir því að lokum tortímingu yfir alla þátttakendur....

....Nú eru innleiddar aðgangstakmarkanir í veiðarnar, líkt og gert var hér á landi árið 1984, til að auðlindaarðurinn verði til. Útgerðin aðlagar sig. Sumir útgerðarmenn selja kvóta og aðrir kaupa. Skipum fækkar og sjómönnum með. Gerum nú ráð fyrir að þessu ferli sé lokið og fullri hagkvæmni sé náð í útgerð. Skipum hefur fækkað um 500 og sjómönnum um 5 þúsund. Að meðaltali er aflaverðmæti skipanna nú tvisvar sinnum hærra en áður (vegna einkaleyfis til að veiða) og laun sjómannanna hafa tvöfaldast (vegna hlutaskiptakerfisins). Auðlindaarðinum sem áður var sóað á altari of mikillar sóknargetu (offjárfestingar) er nú skipt á milli sjómannanna (vegna hlutaskiptakerfisins) og útgerðamannanna...."

Ef við veltum nú fyrir okkur hvar frjálsri samkeppni markaðshagfræðinnar er nú fundinn staður í þessu kerfi Tryggva, þá er það vandséð.500 skipin og fimmþúsund sjómenn eiga ekki í samkeppni sín á milli eins og gildir um alla aðra þætti.Of margar sjoppur selja ekki fleiri pulsur en færri sjoppur. Pulsueftirspurn er takmörkuð auðlind. Pulsusala Ríksisins sem væri ein á markaðnum myndi ekki hafa fleiri pulsuafgreiðslur en borgararnir sættu sig við fæstar. Ríkispulsan væri stöðluð og aðeins Alþingi gæti ákveðið tegund tómatsósunnar og magn hennar.Sinnepið yrði keypt af pólitískum aðilum og svo framvegis.

Ég var árum saman í steypusölu í fyrstu steypustöð landsins. Þegar hún var stofnuð var hún ein á markaðnum. Svo bættust fleiri við og hófu samkeppni á markaði sem dugði kannski fyrir tvo en ekki fimm. Var settur kvóti á þá takmörkuðu auðlind sem steypukaupendur voru? Ég minnist þess ekki að Sjálfstæðisflokkurinn hafi beitt sér fyrir því til að hjálpa okkur við auðlindarentuna sem þessvegna varð oft neikvæð.

Hefði verið settur kvóti hefðum við getað rekið starfsemina á mun hagkvæmari átt, keypt betri tæki, greitt hærra kaup, tapað minna á gjaldþrotum kúnnanna þar sem ekkert hefði verið lánað og ætt að afgreiða í næturvinnu.

Við höfðum Raftækjaeinkasölu Ríksins, Viðtækjaverslun Ríkisins, Áburðarverksmiðju Ríkisins, Áfengisverslun Ríkisins,Búnaðarbanka Ríkisins, Landsbanka Ríkisins,Útvegsbanka Ríksins, Háskóla Ríkisins þar sem Tryggvi nú vinnur í vernduðu umhverfi.Þarf hann að óttast samkeppni í hagfræði?

Leiddi allt þetta samkeppnisleysi ríkisfyrirtækjanna til betri lífskjara? Svarið lýtur að vera að öll þessi ríkisforsjá hafi verið röng alveg eins og þegar ríkið ákveður aflamarkið samkeppnislaust eitt og óstutt núna. Engin samkeppni ríkir milli þeirra sem hafa fengið útlutun sérréttinda. Nema það að fjármagnseigandi, eins og Kínverskur Milljóneri getur keypt aflaheimildirnar og gerir það þegar honum sýnist hversu mikið sem Tryggvi reiknar mikla auðlindarentu til íslenskra sjómanna.

Fullkominni hagræðingu er náð þegar allar heimildirnar verða komnar á eina hendi eins og er að verða á N-Atlantshafi, þar sem Samherji ræður orðið bróðurpartinum af því sem hann kærir sig um en örfáir aðilar eiga það sem er innan íslenskrar landhelgi. Þar gildir ekki frjálst val fiskanna til að grípa beitu ef þeir eru svangir. Þar gildir veiðiskömmtun, makindi og brottkast vegna aflamarksins meðan Færeyingar henda engu fyrir borð í sóknardagakerfi.

Sjálfstæðisflokkurinn breytist í örflokk ef hann ætlar að berja hausnum við steininn svona lengi enn án þess að vilja einu sinni ræða breytingar á kerfinu, sem þjóðin vill hvorki heyra né sjá fremur en leiðsögn Tryggva Þórs í málum eins og Icesave. Kerfið er feigt því það er fornaldarleg miðstýring og kommúnismi, sem á ekki heima meðal upplýstra manna lengur.

Það er enginn vandi að breyta þessu fiskveiðistjórnarkerfi ef menn hætta að vera svona hræddir við þetta stóra bandalag háværra þingmanna Sjálfstæðisflokksins eins og Tryggva Þórs, Hafró og LÍÚ. Það gengur ekki lengur að kvótaeigendur séu annaðhvort sjálfir í pólitík til að verja hagsmuni sína eða leigi sér þingmenn til þess.

Sjálfstæðisstefnan er:"...,að vinna í innanlandsmálum að þjóðlegri og víðsýnni umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis, með hagsmuni allra stétta fyrir augum.

Tryggvi Þór ætti að byrja næstu grein sína í Baugstíðindum um kvótakerfið á því að leggja út af þessum orðum flokksins hans. Þar stendur ekkert um svona sértækar takmarkanir eins og aflamarkskerfið er og verður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Halldór..Er Tryggvi þór  búinn að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum? Á hvaða launum ætli hann sé hjá Baugsmiðlum? Hann hefur eithvað ruglast í Hagfræðinni. það væri gæfa okkar Sjálfstæðismanna að hann yrði ekki kosin á þing fyrir okkur aftur.

Vilhjálmur Stefánsson, 10.5.2011 kl. 15:49

2 Smámynd: Björn Emilsson

Sannir Islendingar verða að sameinast um baráttumal þjóðarinnar, Lýðveldið, Fiskveiðar og yfirleitt að hafa rétt á að búa í landinu.

Björn Emilsson, 10.5.2011 kl. 18:07

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er dúndurgóð grein hjá þér Halldór eins og þín er von og vísa.  Þú þyrftir eiginlega að taka helstu atriði hennar og gera blaðagrein sem þú myndir birta í Baugstíðindum. Það gæti orðið skemmtileg ritdeila milli þín og Tryggva.  Mikið var ég ánægður að sjá svona snörp viðbrögð frá þér á grundvelli Sjálfstæðisstefnunnar.

Jón Magnússon, 10.5.2011 kl. 18:23

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Verslunarhausar Sjálfstæðisflokksins eru í fílu eftir að heildsala og stórkaupmannstitillinn varð einskis virði.Eitt gerði Jón Ásgeir gott hann þurkaði þessar einokunarklíkur út.Það er von að þú sért í fílu Halldór.Þú minnist á ríkiseinokunarfyrirtæki og virðist ekki hrifinn.Samt viltu að allur sjávarútvegur á Íslandi verði í höndum ríkisins.Það er ekkert ríki í heiminum sem hefur þá stefnu í dag Halldór.Veiðirétturinn er þeirra sem veiða fiskinn og eiga skipin og þeirra sem eiga þá strönd sem miðin liggja við.Landsbyggðin lifi niður mep afæturnar á Höfuðborgarsvæðinu sem vilja ræna veiðiréttinum með því að færa hann til RÍKISINS.

Sigurgeir Jónsson, 10.5.2011 kl. 21:42

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Einfalt mál er að láta fara fram atkvæðagreiðslu í öllum sveitarfélögum landsins við sjávarsíðuna, fyrir utan höfuðborgarsvæðið um hvort fólk þar vilji að veiðirétturinn fari til ríkisins á höfuðborgarsvæðinu.Þú getur hengt þig upp á það Halldór að svarið verður nei.Tryggvi Þór er einfaldlega að verja hagsmuni sinna kjósenda, hann og þeir hafa líka rétt fyrir sér.

Sigurgeir Jónsson, 10.5.2011 kl. 21:52

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sú stefna sem þú boðar Halldór og fleiri sem kalla sig sjálfstæðismenn, er ekki sú stefna sem Ólafur Thórs boðaði í sjávarútvegsmálum svo mikið er víst Hann gerði út og þaðmunaði minnstu að krataófögnuðurinn næði að þjóðnýta útgerð hans.Hann hlæði að þér ef hann væri á lífi í dag.

Sigurgeir Jónsson, 10.5.2011 kl. 21:57

7 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Frábær grein hjá þér Halldór. Þessi pamfíll trónir sér sem einhver æðsti hagfræðingur og sérfræðingur í öllu sem honum dettur í hug.Ég er búinn að senda tvær svar greinar þarna inn án birtingar. Svo eitthvað má ekki trufla.

Annar launaður hagfræðingur LÍÚ er farinn að bæra á sér aftur með svipuðum árangri og Tryggvi það er youtube stjarnan Hannes Hólmsteinn sem aldrei ætlar að þreytast á að dásama aðkomu sína og Davíðs að upphafi hrunsins. Nú ber hann saman veiðara nashyrningum og botnfisk á Íslands miðum og sér engan mun þar á!

Forysta sjálfstæðisflokksins verður að fara að hrista af sér þenna framsóknar fnyk og taka upp sína eigin stefnu í sjávarútvegs málum Sóknarmark Matthíasar Bjarnasonar.

 Má ég benda á frábæara grein Sigurðar Sigurðssonar í Mogganum á þriðjudaginn.

Ólafur Örn Jónsson, 10.5.2011 kl. 23:58

8 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Aðdáendaklúbbur þinn vex ört, Halldór, og fyrir því er bara nokkuð góð innistæða..... Frábær pistill!

Ómar Bjarki Smárason, 11.5.2011 kl. 00:18

9 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það er gaman að sjá þennan samanburð hjá þér Halldór við steypubransann.

Ég geri ráð fyrir að eftir samdráttinn í byggingarbransanum upp úr 1970 hafið þitt fryrirtæki fengið lögbundna hlutdeild í aukningunni sem kom í kjölfarið. Þitt fyrirtæki tók jú á sig "skerðinguna" Það hefði alla vega samræmst málflutingi LÍÚ og þeirrar einu atvinnugreinar í þessu landi sem starfar í vernduðu umhverfi með gengistryggðar tekjur.

En mikið held ég að LÍÚ forustan hlægi núna að aumingjaganginum í stjórnvöldum. Það er búið að hamast á því að gerðar verði breytingar á fsikveiðikerfinu sem einhverju máli skipti. Þjóðin hefur margsagt það í skoðanakönnunum að hún er óánægð með Kótakerfið.

Í fyrstu grein fiskveiðilaganna eru nokkur atriði tilgreind sem markmið með lögunum. Svo sem verndun og uppbygging fiskstofnanna til að styrkja byggðanna og skapa trausta og örugga atvinnu vítt og breitt. Engin þeirra markmiða hafa náðst þrátt fyrr tæplega þrjátíu ára tilraunir með þetta kvótakerfi.

Því ætti að vera borðleggjandi að rótækra aðgerða er þörf. En niðurstaðan verður að öllum líkindum lítilfjöllegt kák út í loftið og einhverjir spillingar pottar til að rífast um heima í héraði.

Er þjóðin virkilega svona heimsk? Á maður að trúa því að lítilfjörlegt veiðigjald upp á nokkra milljarða sé málið - og málið dautt. 

Atli Hermannsson., 11.5.2011 kl. 00:36

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta allir saman.

Nú er allt á suðu útaf kvótafrumvarpinu. það má ekki hrófla við neinu. Nú segist Finnbogi vera búinn að kaupa heimildir af strandveiðimönnum og nú eigi að taka þær af honum til að gefa þeim þær aftur.

Varla gátu þeir selt það sem þeir eiga ekki.

Hvernig væri nú að segja við LÍÚ . Þið fáið 25 % aflaaukningu á allar tegundnir strax. Til viðbótar verðu þorkkvótinn aukinn um eitthvað 50.000tonn til tveggja ára eða lengur. Sá kvóti verður seldur hæstbkjóðendum. Og hann skal veiddur á öngul til að byrja með. Ekki neitt gefið.

Bara tilraun til að fá fram hvað menn eru tilbúnir að borga.

Halldór Jónsson, 12.5.2011 kl. 13:10

11 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Það er nú mergur málsins hvað sem öðru líður Halldór það er allur óveiddi fiskurinn sem ekki má snerta. Já hvernig væri það og þá er hægt að fá verð á leigugjaldið til útgerðanna sem eru orðnar svo hagkæmnar á einokinu.

Þeim verður ekki skotaskuld úr því að borga "markaðsverð" fyrir heimildirnar þetta er orðið svo hagkvæmt hjá þeim eftir að þeir eyddu 400 milljörðum NETTO í að hagræða. Alltaf sama litla magnið og sami litli floti og sama háa verð á Kvóta?  

Án þess að fara í vasa almennings segir Einar K sem gleymdi Skinney/Þinganes sem fékk 2,6 milljarða gefins. 

Ólafur Örn Jónsson, 12.5.2011 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3418233

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband