Leita í fréttum mbl.is

"Við látum ekki

fiskimiðin okkar af hendi, hvorki til ríkjasambanda né fyrirtækja. Þau eru miðin okkar," sagði Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni vegna sjómannadagsins.

Hóla-Jón er horskur í tali. En hann er líka þingmaður VG. Hvað er VG að gera? Stendur það ekki í aðildarviðræðum við ESB sem hefjast af krafti á 17.júní n.k. á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri fyrir vestan einhversstaðar?

Ásmundur Daði gat ekki þolað Hólamannahögg Jóns Bjarnasonar og flýði með þingmennsku sína yfir í Framsókn. Honum finnst greinilega  það vera hans einkamál hvernig hann öðlaðist þingkjör sitt. Allt í plati vinstri grænir, þið kusuð víst Framsókn? Svipað er með Lilju og Atla. Þau virðast ekki spá mikið í flokkseininguna eða hverjir kusu þau. Er þetta flokkaflandur ekki komið í hreina vitleysu þannig að menn eigi þá hreinlega að fara í frí og kalla inn varamenn ef þeir geta ekki á sárshöfði setið? Hafa kjósendur ekkert með hegðun þingmanna sinna að gera ?

Hvað um það. Jón í VG segist hafa sjávarútvegsstefnu á sjómannadaginn. Hver verður hún á 17.júni?  Hvaða stefnu hefur VG eiginlega í sjávarútvegsmálum ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 3418439

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband