Leita í fréttum mbl.is

Kapítalisminn

hefur gert Bandaríkin stór. Ein meginstoð þjóðfélagsins eru gjaldþrotalög ríkisins. Lögaðili verður gjaldþrota á einfaldan hátt. Mál hans eru gerð upp án tafar, allar eignir eru seldar og aðilinn er laus allra mála. Enginn eltir hann með neitt úr hans fyrra lífi og hann er ekki brennimerktur vegna gjaldþrotsins nema hann hafi gerst sekur um svindl.Hann byrjar aftur með hreint borð.

Þannig hreinsar bandaríski markaðurinn sig. Þeir sem lifa af samkeppnina fá aðeins betri aðstgæður á markaði þar til að nýir samkeppnisaðilar rísa.

Hér á Íslandi er þessu ekki þannig varið. Einstaklingar sem verða gjaldþrota eru hundeltir til æviloka og geta aldei um frjálst höfuð strokið.Sá sem missir húsið sitt á uppboði fyrir slikk eer persónulega ábyrgur fyrir restinni. Ef fyrirtæki eiga í hlut, þá er oft farið öðruvísi að. Fyrirtæki tengjast oft pólitískum flokkum ósýnilegum böndum og bankarnir hafa lengst af verið samþættir pólitík líka. Afleiðingin er sú að markaðurinn fær ekki að njóta sín. Fallítt fyrirtækjum er haldið á floti af því að svo og svo margir missi vinnuna ef þau loki og svoleiðis félagslegar bábiljur eru notaðar til réttlætingar ríkisaðstoðar við að "bjarga störfunum"..

Auðvitað er það eðli markaðarins að leysa úr vöntun. Hann er ekkert annað en vöntun einhvers á einhverju. Hér er það af einhverjum ástæðum talið að starf manns sem hann vinnur hjá einhverju fyrirtæki sé nauðsynlegt og ómissandi í sjálfu sér. Burtséð frá því hvort það hafi verið orðið óþarft af þeim ástæðum að fyrirtækið var komið á hausinn og aðrir þar með hafi verið farnir að gera það betur. Í þessu augnamiði fara hérlendir bankar eða ríkisvaldið að reka gjaldþrota fyrirtæki vegna þess að það þurfi að vernda störfin, það glatist svo mikil þekking ef fyrirtækið lokar og þar fram eftir götunum. Afleiðingin er markaðsskekking og samkeppnin fær ekki umbun erfiðis síns. Og þjóðfélagið í heild sinni fær því minna með meiri kostnaði í sinn hlut.

Hvað myndi breytast ef til dæmis N1 yrði lokað, Húsamiðjunni, Pennanum, Landsbankanum, BYR, SPKEF, Högum, SJÓVÁ, ARION, Björgun,BM Vallá, Steypustöðin og hvað þetta heitir allt saman sem er á framfæri og miskunn ríkisins og banka þess? Jú, starfsfólkið yrði atvinnulaust í bili. En myndi ekki vöntunin á markaði kalla á að einhverjir þurfi að auka framboð? Og líklega á hagkvæmari hátt. Auðvitað er þetta sársaukafullt og alltaf sorglegt þegar gróin fyrirtæki hverfa. En fuglinn Fönix rís úr öskunni í Bandaríkjunum og hver man þar nú eftir því að Enron hafi eit sinn verið stór vinnustaður?

Á Íslandi ríkir ekki markaðskerfi eða kapítalismi heldur mistýrður pilsfaldakapítalismi, sem er öðru nafni kallaður sósíalismi andskotans.

Er hægt að kenna kapítalismanum um hvernig komið er?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

.... og þeir sem reka þessi fyrirtæki þykjast vera kapítalistar á daginn og grilla sósíalisma andskotans til dýrðar þegar kvölda tekur.

Ég er sammála þér að markaðurinn yrði heilbrigðari ef fyrirtækin væru látin húrra.  Þannig yrði lögmál markaðarins látið virka óheft.  Eplin falla alltaf til jarðar og ný spretta næsta vor.  Hér eru ormétin epli fyllt með heilíumi, til að sporna gegn eðlilegu lögmáli, og þess vegna eiga "sprotarnir" erfitt uppdráttar.  

Er eitthvað erfitt að skilja þetta?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.6.2011 kl. 18:00

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Halldór: Bandarísku gjaldþrotalögin sem þú ræðir um eru ein af forsendum þess að kapitalískt kerfi virki.

Hérlendis ríkir spillt útgáfa af því á fölskum forsendum, eins og þú lýsir vel og skiljanlega. Svo virðist þó ekki að íslenskir alþingismenn gegnum tíðina hafi skilið þetta nægilega vel úr því að þeir hafa ekki breytt þessum reglum og sett öflugt eftirlitskerfi á laggirnar til að framfylgja því.

Núverandi kerfi hérlendis heldur virðulegum kafsigldum fyrirtækjum, fórnarlömbum glæfrastjórnar í mörgum tilvikum, á lífi með aðstoð banka og ríkis á kostnað keppinauta þeirra sem stjórnað hafa sínum rekstri á farsælan hátt. Þetta hlýtur sumpart að skýrast af því að bankarnir sjálfir fara skár út úr strandi þessara fyrrum viðskiptavina sinna með þessum hætti til lengri tíma litið heldur en að setja fyrirtækin beina leið í gjaldþrot eins og gert er í Bandaríkjunum.

Og Jenný, hin glöggsýna:
Einmitt! Þetta ætti að vera auðskilið. Nauðsynlegt og fróðlegt væri að heyra alþingismenn færa rök fyrir óbreyttu kerfi.
Sá hængur virðist þó því miður á, að sumir virðast ekki vera raunverulega sjálfráðir eða skilja þá ekki um hvað málið snýst; Sjálfur löggjafi Íslands! 

Hafið þið einhverjar aðrar skýringar?

Kristinn Snævar Jónsson, 10.6.2011 kl. 18:44

3 identicon

Ég ætla mér að skamma ykkur fyrir þetta vitleysisrugl um kapitalisma.

Það er kapitalismi, sem hefur komið ykkur í þetta far.  Það er ekki kapitalismi sem mun hafa ykkur út úr honum.  Viljið þið sjá afleiðingar kapitalisma, þá skuluð þið fara til Kína.

Shenzhen í Kína, er tækniborg sem var byggð fyrir tilstylli Deng Xiaoping, og þar finnst einnig minnisvarði um hann.  Í þessari glæstu borg, finnið þið nVidia sem er bandarískt fyrirtæki sem framleiðir tölvuheila fyrir grafík.  Hér finnið Washangbei, þar sem þið getið keypt allt milli himins og jarðar í tæknibúnaði, á slikk.  Hér sjáið þið ríka Hong Kong búa keyra yfir á rauðu, yfir fólk, og borga smá sekt fyrir.  Á sama tíma sjáið þið fátæka einstaklinga sem á vantar hendur og fætur, þvo rúðuna á bílnum ykkar fyrir slikk.  Á sama tíma sjáið þið ríka Ameríkana leygja á besta svæðinu í borginni "nálægt hafinu", baða sig í ódýrum konum og fíkniefnum, á dýrustu hótelum borgarinnar, og éta Dunkin Donuts á daginn.  Ef þú verður veikur, og þarft að fá hjálp, þá kostar skoðun nokkra þúsundkalla RMB (eða sænskar).  Að fá lyf, þá eru til "ódýr lyf" sem ekki virka neitt, eða "dýr" lyf, sem kosta offjár.  Verður þú veikur, kostar reikningurinn miljónir í lágmark.

Ef þetta er það sem þið viljið, þeim á Íslandi eða hér, sem minna mega sín.  Ætla ég að fræða ykkur á því, að ég á öxi hér og mun berjast gegn svona ófénaði sem aðhyllist svona lagað ... og segja þeim stríð á hendur, jafnvel þó ég verði einn míns liðs að berjast gegn því.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 21:17

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Áður en þú reiðir þína exi til lofts, þá hlýtur þú skynsamur maðurinn að sjá að það er aðeins  einn grundvallarmunur á þessu (og ég vitna þráðbeint í þín orð) "vitleysisrugli".   Kínverjar stunda "sósíalisma andskotans" um hábjartan dag, en hinir á kvöldin.  Þessi blöndun virðist ekkert voðalega "mannvæn", því báðar ala á  "survival of the fittest".

Kína er púðurtunna, það vita allir sem vilja og nenna að setja sig inní.  Land sem á að baki tugi hagvaxtarára með "double digit" hagvexti undir harðstjórn, er á hraðri leið að ná lokatakmarki sínu.

Það er ekki fyrr en "the fittest" verða eldri, feitari og frekari  að þeir fatta það.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.6.2011 kl. 21:41

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Rétt nafn Hlldór,  sósílismi andskotans ein og hann var vestur hjá Stalín...

Vilhjálmur Stefánsson, 10.6.2011 kl. 22:42

6 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Bjarne Örn Hansen, "axarmaður":

Þú hefur e.t.v. ekki tekið eftir því í heilagri skoðunarmiðaðri reiði þinni að hér er fyrst og fremst verið að ræða skaðlega forsendubresti á fyrirkomulagi innan þess stjórnskipulags sem kallað er kapitalismi, en ekki að mæla því bót í sjálfu sér; A.m.k. ekki það sem ég gerði athugasemdir um og bið ég þig um að gera mér ekki upp skoðanir. Ef þú vilt kalla það svo þá er umræddur "kapitalismi andskotans" að því er virðist öllu verri en hinn.

Hitt er annað að ekki er hægt að ganga endalaust á þeirri braut kapitalisma sem gerir viðvarandi kröfur um hagvöxt. Þar rekur mannkyn sig fyrir rest á afleiðingar þverrandi auðlinda og vaxandi mengun með hörmulegum afleiðingum. Annað en sjálfbær stefna er feigðarflan. Bæði kapitalismi, "kapitalismi andskotans" og ekki síður kommúnismi og "kommúnismi andskotans" ef hann er til eru skúrkar í þeirri þróun. Afleiðingarnar blasa við. Bendi ég þar á hrollvekjuna Limits to Growth (Meadows o.fl., 1972), bók sem varpar ljósi á þessi vandamál. Því miður virðist margt sem þar var greint fyrir um 40 árum síðan vera á sinni leið að rætast. Og, stjórnmálamenn láta eins og þeir viti ekki af þessu, eða kæra sig kollótta um þau vandamál. Sjóndeildarhringurinn virðist ekki vera víðari en næstu kosningar hverju sinni, eða enn verr aðeins núverandi kjörtímabil og þingseta.

Kristinn Snævar Jónsson, 11.6.2011 kl. 00:20

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

CIP: merkir Neytandi Verð Framleiðueiningar fyrir þá menntamenn sem hugsa á ensku. Hér fyrir áratugum síðan datt einhverjum í hug að tengja þetta við neyslu eingöngu. Því minna sem almenningur neytir á Íslandi því betra.  Þetta er nákvæmlega það sem ráðstjórnarríki ganga út á.  Stærsta kauphöllinn í USA er hinn daglegi Neytenda markaður, þar gildir enginn verðtrygging til vernda tossa keppinauta.  Þar reyna allir að fá sem mest fyrir vöruna á hverjum tíma: hækka söluverð.  Það góða við áhættu rekstra formið er að stofnhlutahafar vita að þeir fá aldrei greitt til baka 100%: því meiri áhætta því fleiri hluthafar.  Efir 75 ár eru þeir allir dauðir.  Fyrirtæki sem er komið í reiðufjárþrot, er það vegna stjórnenda.   Ef rekstur er í lagi er best að setja það hausinn til að nýir hlutahafar og stjórnendur geti tekið við. Allir vita að hér eru það vaxtaskattar sem éta alla framlegð vsk fyrirtækja og neyslutekjur almennings. Í USA síðan í kreppunni miklu er gert ráð fyrir línulegum vexti verðbólgu í reiknlíkönum til lengri tíma en 5 ár sem gilda almennt. Það þýðir að gert er ráð fyrir að verðbólga [vöxtur á CIP] lækki aðeins, til dæmis um 1,0% á 30 árum. Í Kína er gert ráð fyrir veldivíslegum vexti enda eru tekjur þar á neytenda ekki miklar. Hversvegna hér eru gerðar veldisvísleglegar vaxtakröfur á eignaverðbætur veðlánsjóða er spurning.  Ef einaverðbætur veðlánsjóða í helstu viðskipta ríkum okkar vaxa línulega.  Sama höllin hér og í UK hvers vegna er hún  100 % verðmætari hér eftir 30 ár, ef báðar eru úr sama gullinu.   Svarið er einfalt hún er það ekki í augum Breta.   En ráðið til að ná í raunvexti umfram verðtryggingu er að fjárfesta í Brasilíu, Indlandi eða Kína.   Ísland er ekki að skila mikið meiri raunvöxtum til erlenda fjárfesta í framtíðnni.  Hver á borga almennu raunvaxta kröfuna hér innlands?  Þjóðverjar safna ekki í ávöxtunarsjóði um fram verðtryggingu. Hversvegna ekki? Þeir kunna með peninga að fara, og vita að bara verðtrygging á hverju ár af eignasafni kostar sitt reiðufé. Í USA frá 1974 til 2005 kostar verðtrygging um 4,5% vexti á ári. 1800 milljarðar dollara kosta um 81 milljarð í verðtryggingu á ári í USA.   Þess vegna eru öllu örugg íbúðlán þar og í flestum ríkjum heims án raunvaxtakröfu. Það er til nóg af stærðfræðingum sem sætta sig við verðtryggingu og þora ekki að taka áhættu í eðlilegum kauphöllum sem fjármagna örugg vsk fyrirtæki. Því minna sem áhættu eiginfé fyrirtækis er því meira lánshæfi hefur það og goodwill . Fyrirtæki sem stendur sig vel á markaði afskrifar allt áhættu eiginfé undir eins og byrjar að greiða út arð. Slík fyrirtæki fjármagna sig í kauphöllum USA. Á Íslandi ríkir sýndar markaður, í framkvæmd er hér ólögleg nýfrjálhyggja í ráðstjórnahefðir í anda komúnista. Ólög nýfrjálshyggja í USA, þarf ekki að vera það í ríkjum sem eru frustæð eða með gloppur í sínum lögum og reglum. Verðtrygging 1983 var heimsfræg, enda einsdæmi, allir veikleika hennar eru þekktir erlendis. Baaloon lánsform greiðslur lægstar fyrst og hækka svo jafngilda annuitets láni, er ekki leift í lengur en 5 ára í USA vegna vaxtahraða á CIP þar.  Líka að meta ekki eignir og skuldir á söluverði á uppgjörsdag. Það er raunvirði sem skilar raunverulegu eiginfé: reiðufé til að standa 100 % í skilum. Vegna lánadrottna erlendis. Vanskila lið er ekkert sérlega vinsælt utan Íslands.  Sjálfbært er kapitalismi, viðskipti eru fair deal: innstreymi útstreymi í jafnvægi. Hætta fjárfestingum í Ríkum þar sem USA fjárfestir ekki strax.

Júlíus Björnsson, 11.6.2011 kl. 05:25

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Jenný og Kristinn, þakka ykkur fyrir rösklegar athugasemdir við mig og Bjarne með exina.

Ég þýddi bók sem heitir Sagittarius Rísandi eftir Cecil Lewis. Seinni hluta bókarinnar er hann í Kína og leggur sig eftir lífi innlendra. Það er auðvelt að skilja lýsingar Bjarne á lífinu núna, þegar önnur vetrarbraut skellur á hinni. Við slíkan atburð er óhjákvæmilegt að atburðir sem Bjarne lýsir eigi sér stað.Það er ómögulegt  hinsvegar að segja með vissu úr hvaða sólkerfum einsakir atburðir koma.

En það er kapítalisminn sem greiðir endanlega úr flækjunum. Það eru samskipti fólksins innbyrðis  sem breyta hlutunum. Yfitleitt til batnaðar nema komi stjórnglæpamenn sem steli öllu í nafni hugsjóna sinna. Lýsing Bjarne er svipuð og maður les um að hafi verið á Kúbu batista og mafíunnar bandarísku . Svo kom Kastro og breytti Kúbu í risavaxið fangelsi sem ég kom að skoða. Allir þegnar hreinir með viðgerðar tennur og búir að læra að lesa. Það er hinsvegar ekkert að lesa nema byltingarfræði og CheGuevara. Asnakerrur silast eftir hraðbrautunum þar sem varla sést bíll. Ekki heyrist í flugvélum. En spænskir kapitalistar eru farnir að byggja upp flotta kjarna á stöku stöðum í Havana. Nóg af læknum sem eiga engin lyf að gefa. Enginn á neitt nema Kastró sem á allt.

Hvernig verður Schenzen með tímanum vitum við ekki Bjarne, því Keynes sagði:"In the long run we are all dead." En þú getur ekki sett upp almannatryggingakerfi inní í myrkviðum Uganda af því að þú vilt það. Það verður aldrei neitt sjálbær sæla í heiminum, allt hreyfist og breytist. Það er hægt að gera sitt umhverfi betra með samstilltu átaki í einhvern tíma. En fyrr eða síðar breytist allt eins og dæmin sanna.

Halldór Jónsson, 11.6.2011 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 3418438

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband