Leita í fréttum mbl.is

Þráhyggja Þorvaldar

Gylfasonar um þetta stjórnarskrármál birtist okkur á Eyjunni. Hann trúir því að þessi litli hópur sem kallaði sig stjórnlagaráð hafi verið sett til þess að taka afgerandi ákvarðanir fyrir þjóðina alla um stjórnarskrármál. Niðurstöður ráðsins séu svo mikilsverðar og merkilegar að þeær séu bindandi fyrir Alþingi sem megi engu breyta og bara samþykkja. Auðvitað er tilgangur Þorvaldar að reyna að gera Sjálfstæðisflokknum erfiðara fyrir að vera svo stór sem hann er og því vill hann auka glundroðann í stjórnmálum sem mest. Á þann hátt geta allskyns Spútnikar komist á loft fyrir slysni eins og síðustu kosningar sönnuðu best. Næstum handónýtt Alþingi var afleiðingin sem þjóðin er ekki búin að bíta úr nálinni með.Ég undanskil Vaðlaheiðargöngin frá öllu öðru, þau voru gott mál og þinginu til sóma.Vonandi samþykkja þeir Seyðisfjarðargöng líka, þau bráðvantar.

Ruglandin í prófessornum er með hinsvegar með sérstökum hætti og sjálfsálitið þvílíkt að lýðræðinu stafar beinlínis hætta af svona málflutningi andlýðræðissinnaðra ofstækismanna eins og Þorvaldur umbreytist í þegar hann fer fram úr sér.Dagfarsprúður maðurinn og bráðskemmtilegur stundum.

Lítum á sýnishorn af hugsunum Þorvaldar:

„Ég lýsi eftir stuðningi fólksins í landinu við frumvarp Stjórnlagaráðs og heiti á Alþingi að efna fyrri ásetning um að leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar,“ segir Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor og meðlimur í stjórnlagaráði í grein í Fréttablaðinu í dag. “Telji Alþingi sig geta borið fram betra frumvarp, getur það boðið þjóðinni að velja á milli frumvarps Stjórnlagaráðs og frumvarps Alþingis.“

Hvernig dettur manninum svona vitleysa í hug? Að svona lítil klíka geti komið fram með svona frumvarp í einhverju kappi við Alþingi?.Frumvarp sem sé svo gott að heil ævistörf okkar bestu manna sem vildu endurbæta stjórnarskrána en tókst ekki séu einskis virði þegar þessi málfundur kemur saman?

„Hitt væri beinlínis ólýðræðislegt, ef Alþingi léti andúð á tilteknum atriðum í frumvarpi Stjórnlagaráðs freista sín til að svipta þjóðina réttinum til að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar,“ segir hann. “Slíkt gæti vakið hörð viðbrögð og einnig grunsemdir um, að áhugi meiri hluta Alþingis á endurskoðun stjórnarskrárinnar hafi frá byrjun verið bundinn við blóðlausa endurskoðun eftir forskrift Alþingis frekar en þær gagngeru réttarbætur, sem frumvarp Stjórnlagaráðs boðar nú að kröfu 84.000 kjósenda, sem neyttu atkvæðisréttar síns í nóvember sl.“

Þorcaldur heldur því blákalt fram að 84.000 kjósendur standi að baki honum og frumvarpi hans. Þessvegna verði að senda það beint í þjóðaratkvæði til afgreiðslu. Er Þorvaldi um mgn að horfa á heildarmyndina? Hvernig þjóðin hafði allar þessar stjórnlagaþingshugmyndir að engu því hún sá í gegn um ráðagerðirnar að baki hugmyndunum og kærði sig kollótta.

„Alþingi þarf að ljúka málinu eins og til var stofnað með því að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs í dóm þjóðarinnar að loknum rækilegum rökræðum um frumvarpið,“ segir Þorvaldur. “Að öðrum kosti hlýtur val kjósenda í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu að þurfa að standa á milli frumvarps Stjórnlagaráðs og gildandi stjórnarskrár. Rökræður um málið munu auðvelda kjósendum valið.“

Alþingi þarf ekki að gera neitt eftir forskrift frá prófessor Þorcaldi.Hann hefur ekki verið kjörinn til þess.

"Telji Alþingi sig geta lagt fram betra frumvarp en Stjórnlagaráð, er þess að vænta, að þingið taki sér ekki lengri tíma til verksins en fjóra mánuði, en það var sá tími, sem Alþingi skammtaði Stjórnlagaráði.

„Telji alþingismenn frumvarp Stjórnlagaráðs lakara en gildandi stjórnarskrá, geta þeir reynt að vinna þeirri skoðun fylgi á jafnræðisgrundvelli í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt væri beinlínis ólýðræðislegt, ef Alþingi léti andúð á tilteknum atriðum í frumvarpi Stjórnlagaráðs freista sín til að svipta þjóðina réttinum til að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar.“

Þorcaldur mætti hugleiða það að það er Alþingis að breyta stjórnarskrá lýðveldisins. Stjórnlagaráð er upphlaup óvinsællar vinstristjórnar á Íslandi sem vill dreifa atyglinni frá eigin getuleysi til allar verka. Pótemkíntjöld tiil að fela eymdina. Upphlaup sem náði ekki eyrum eða athygli þjóðarinnar á nokkurn hátt enda svo álfalega að því staðið að útyfir öll skynsemismörk tók.

„Frumvarp Stjórnlagaráðs felur í sér tilboð til þings og þjóðar um nýjan stjórnskipulegan grundvöll að opnara og réttlátara samfélagi í þágu valddreifingar, ábyrgðar og gegnsæis og gegn flokksræði, forréttindum, leynd og spillingu,“ segir Þorvaldur. „Frumvarpið speglar í grófum dráttum niðurstöður þjóðfundar og hugmyndir stjórnlaganefndar, sem Stjórnlagaráði bar að lögum að taka mið af. Frumvarpinu er ætlað að leggja grunn að jöfnu vægi atkvæða alls staðar á landinu með persónukjöri við hlið listakjörs, auknu jafnræði milli Alþingis, ríkisstjórnar og dómstóla með gagnkvæmu aðhaldi og eftirliti, gegnsærri stjórnsýslu og greiðum aðgangi að upplýsingum frá stjórnvöldum, auðlindum í þjóðareign, sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda í almannaþágu, öflugri náttúruvernd og óspilltum embættaveitingum, svo að fátt eitt sé nefnt.“

Hugmyndir um kjör þingmanna af ólíkum listum er bókstaflega fáránleg. Á Íslandi er fulltrúalýðræði og slíkt verður að reka með skipulögðum stjórnmálaflokkum eins og allstaðar tíðkast. Flokka sem geta beitt sameinuðu afli til að fylgja málum fram.

Þorvaldur bara hótar þjóðinni og Alþingi rasskellingum ef þeir dirfist að draga viskuna í efa. Ég geri það fyrir mitt litla leyti og vil ekki sjá þetta frumvarp hvað sem þráhyggju Þorvaldar um eigið ágæti og óskeikulleika líður.Þetta er fyrir mér og verður samsuða einskonar Gaggó-Vest samkomu sem var haldin á minn kostnað og annarra skattgreiðenda.

Það er mikill misskilningur ef fólki dettur í hug að einhver þjóð geti hugsað sér að setja sér stjórnarskrá með þessum hætti. Hvar í veröldinni gæti slíkt gerst? Gætuð þið ímyndað ykkur Bandaríkin fara svona að við að breyta stjórnarskrá sinni?

Hirðið kaupið ykkar stjórnlagaráðsmenn, farið heim og látið okkur svo í friði. Við skoðum frumvarpið í rólegheitum þegar og ef við megum vera að því. Okkur vantar annað meira.

Það er af og frá að við kyngjum einhverri þráhyggju úr Þorvaldi Gylfasyni með þessum hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þorvaldur talar um 84 þúsund, sem standi að baki honum. Þetta er fáránleg fásinna og ekki sæmandi manni sem kallar sig prófessor. Um þriðungur atkvæðisbærra mætti vissulega á kjörstað og kaus einhverja af þessum 522 sem voru í framboði. En atkvæði þessa þriðjungs féllu langflest á einhvern, sem ekki náði inn og voru því dauð. Þorvaldur „þrjú prósent“ Gylfason fékk langmest, eða um þrjú prósent gildra atkvæða kjósenda. Þetta þýðir að um 97% kjósenda kusu Þorvald ekki. Langflestir hinna fengu miklu minna, einhverja tugi eða hundruð atkvæða, langt innan við 1%. Þetta þýðir að mikill meirihluti þessa söfnuðar fékk ekki atkvæði um 99% atkvæðisbærra manna í landinu. Rétt skal vera rétt.

Vilhjálmur Eyþórsson, 1.9.2011 kl. 22:30

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Skarplega hugsað að að vanda Vilhjálmur. Já hann er ótrúlegur doktorinn og gefur ekki eftir öðrum doktor í Þýskalandi fyrir margt löngu sem var öðrum slyngari í áróðri.Nema hann var húmoristi og svo vinsæll úrvarpsmaður að göturnar voru tómar þegar hans þættir voru fluttir.

Halldór Jónsson, 1.9.2011 kl. 23:50

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvernig væri nú að hafa þetta einu sinni rétt?  Rúmlega 28 þúsund  kjósendur settu nafn Þorvaldar á kjörseðla sína, þ. e. töldu að hann ætti að verða einn af 25 stjórnlagaþingmönnum.

Ómar Ragnarsson, 2.9.2011 kl. 06:52

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Aðeins þrjú prósent atkvæðisbærra manna settu Þorvald í fyrsta sætið, þótt hann hafi verið nefndur á allmörgum kjöseðlum. Umboð hans er agnarlítið en þó það e.t.v. eitthvað. Hinir 521 sem voru á kjörkskrá fengu langflestir miklu, miklu færri tilnefningar, en sem fyrr sagði féllu langflest atkvæðin á fólk, sem ekki náði kjöri og urðu því dauð og ómerk. Alveg óháð því að framkvæmdin var kolólögleg, sem fram kom í dómi, er öll þessi uppákoma svo arfavitlus, að mann beinlínis svimar við tilhugsunina.Umboð þessa fólks til að ráðskast með fjöregg þjóðarinnar og framtíð var nánast alls ekki neitt og dapurlegt til þess að vita að þú, Ómar, gamall nágranni úr Stórholtinu skulir hafa látið hafa þig í þetta.

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.9.2011 kl. 13:40

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kosningin til stjórnlagaþings var æði flókin. Niðurstaða Hæstaréttar var að kosningin hefði ekki staðist skoðun og því ólögleg.

Því skiptir litlu máli hvað hver fékk fá atkvæði, þetta fólk var ekki valið í stjórnlagaráð af fólkinu í landinu, heldur skipað af stjórnvöldum.

Það sem kemur manni hins vegar á óvart er athugasemd Ómars hér fyrir ofan, þess ágæta og skelegga manns.

Hann segir að rúmlega 28 þúsund kjósenda hefðu sett nafn Þorvaldar einhversstaðar á kjörseðilinn. Er hann að meina að fylgi Þorvaldar hafi þá verið sem því nemur?

Ef svo er þá gefur það hverjum kjósanda 25 atkvæði. Á kjörskrá voru nálægt 220 þúsund manns og ef hver þeirra hefur 25 atkvæði var fylgi Þorvaldar einungis 28 þúsund atkvæði af fimm og hálfri miljón atkvæða!

Ekki er öll vitleysan eins!

Gunnar Heiðarsson, 2.9.2011 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418413

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband