Leita í fréttum mbl.is

Getur það verið?

að við fáum sömu eða svipaða stjórn aftur eftir næstu kosningar?

Ef við horfum á Holland þá gerðist þetta þar.

Ef við hlustum grannt á Sigmund Davíð í eldhúsdagsumræðunum, þá læðist að manni grunur um að ekki sé allt sem sýnist í stjórnmálahugsun landsmanna. Steingrímur gæti hafa talað af einhverjum skilningi sem okkur Sjálfstæðismönnum er hulinn. Fólkið treystir ekki flokknum til að hafa fundið fjölina sína eins og Steingrímur orðaði það. Og mikið skratti talaði kallinn nú glæsilega, það má hann eiga(sko, ég er farinn að leffla fyrir honum strax !)

Líklega verða kosningarnar ekki eins afgerandi ósigur fyrir ríkisstjórnarflokkana okkar eins og margir eru búnir að tala sig uppí. Það eru teikn á lofti um hið gagnstæða.

Getur það verið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Steingrímur talaði skírt og nokkuð í anda þess sem "sannir sjálfstæðismenn" hugsa og ræða sín á milli varðandi þann eitt sinn ágæta Sjálfstæðisflokk. Steingrímur gerir sér fyllilega grein fyrir því að það er þörf fyrir stóran og styrkan Sjálfstæðisflokk. En meðan flokkurinn grefur hausinn í sandinn og hagar sér eins og "Svíar" gagnvart uppgjöri við fortíðina, þá á hann einfaldlega ekki skilið að ná góðum áragnri í kosningum. Þetta hefur Styrmir Gunnarsson m.a. bent á í ágætum pistlum sínum.

Ómar Bjarki Smárason, 14.9.2012 kl. 12:11

2 Smámynd: Björn Jónsson

Sammála Ómari Bjarka, held að Sjflk. Fái ekki það fylgi sem hann fengi annars, með þettað ,, lið " við stjórnvölinn.

Björn Jónsson, 14.9.2012 kl. 15:31

3 Smámynd: Björn Emilsson

Sjálfstæðisflokkurinn geldur þess að eiga enga eða lélega málsvara. Fólk les ekki dagblöð sér að gagni, flettir helst Fréttablaðinu fyrir auglysingar, sem liggur allstaðar fyrir fé og manna fótum. Morgunblaðið er lítt sjáanlegt, nema borga fyrir það. Bloggið hefur meiri áhirf í þröngum hópi, en ekki almennan. Aðal fjölmiðillinn er auðvitað sjónvarpið. Þar á flokkurinn engan eða lítinn stuðning, og fær mikið skítkast að ósekju. VG og Samfylkingin og flygisveinar þeirra drottna og hafa dyggan stuðning í sjónvarpi allra landsmanna, Ríkissjónvarpinu og Stöð 2. Helst er að INNtv hallist að flokknum, en þeir virðast styðja inngöngu í ESB og þar með ekki mark á takandi

Björn Emilsson, 14.9.2012 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 3418435

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband