Leita í fréttum mbl.is

Steinar úr glerhúsum

er kannski eitthvað sem maður mætti hugleiða.

Guðlaugur Þór sætir nú mikilli aðsókn í DV. Það er hin mikla glerborg sannleikans og hreinleikans þar sem feðgarnir ríkja óskeikulir sem þeir á himnum.

Gunnar Anderson hefur kært Gulla til saksóknara fyrir áratugsgamalt mál. Gunnar er reiður útí Gulla og kennir honum um ófarir sínar. Með réttu eða röngu?

Mál þeirra byrjar á því að Guðlaugur setur út á rekstur Steingríms á SpKef og Byr. Reksturinn á þeim fyrrnefnda fór úr því að vera lítillega undir 8 % CAD í það að kosta skattgreiðendur 25 milljarða eftir rekstur Steingríms í 3 ár. Gulli spurði af hverju FME hefði ekki gert athugasemdir við rekstur banka með ófullnægjandi CAD hlutfall?

Gunnar brást reiður við þessum sannnleika og lét finna handa sér gögn um gömul viðskipti Gulla við Búnaðar-og Landsbanka með hlutabréf í Swiss Life og fékk menn til að koma þeim í DV. Þau viðskipti voru nú finnst manni stormur í vatnsglasi sem Gulli græddi ekki mikið á. Hann hefur raunar lagt þau spil á borðið opinberlega.

Upp komst um Gunnar við óleyfilegt athæfi hans í þessum njósnunum um Gulla svo og það að hann hafði ekki gert stjórn FME að þeirra mati fullnægjandi grein fyrir fyrri störfum sínum hjá Landsbanka sem tengdust viðskiptum við aflandsfélög sem þeim þótti ekki latína fyrir yfirmann fjármálasiðferðis í landinu hvort sem það skiptir nú máli með svona gömul mál. Fyrnist aldrei neitt fremur en íslenskt gjaldþrot? Gunnar heldur því fram að Gulli hafi staðið á bak við upprifjun stjórnarinnar.

Allavega var Gunnar svo rekinn af stjórninni, greykallinn, eftir annars góð störf hjá FME þar sem hann lagði fram margar ákærur á hendur útrásarvíkingum og álíka aðilum. Margir telja að Gunnar sé hinn hæfasti maður á sínu sviði.

Gunnar kennir Gulla um allt sitt vesen og velur tímann núna til að kæra hann fyrir viðskiptin með bréfin sem Sigurjón Digri blandast eitthvað í sem sumum finnst tortryggilegt af því bara. Alls ekki er sannað að það eitt þýði neitt misjafnt á þessum tíma og ekki hefur Sigurjón verið sakfelldur fyrir þetta mál fekar en Gulli.

Gulli hefur lagt fram bókhaldið yfir dýru prófkjörsbaráttuna við Björn. Samfylkingarframbjóðendurnir hafa dregið það. Samfylkingin hefur ekki heldur skilað yfirliti yfir fjárreiður sínar eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem DV fordæmir fyrir fjármálaspillingu.

Gulli hjólaði i Björn Bjarnason og felldi hann í frjálsri prófkjörsbaráttu. Björn segir að það hafi verið gert með Baugsfé og matargjöfum. Gulli fékk líka aura þaðan, það er viðurkennt. Á þeim tíma var svona fjáröflun leyfileg. Gulli var bara duglegri en aðrir að safna púðri. Hjólaði ekki Davíð í Þorstein á sínum tíma? Eru menn eitthvað heilagir í pólitík? Eiga menn stólinn sinn?

Svo var hann líka duglegur að safna fyrir síblánkann Sjálfstæðisflokkinn. Fékk aura frá Landsbanka Björgólfanna sem Bjarni skilar til þrotabússins og erlendra vogunarsjóða þá væntanlega líka. Nú er víst búið að veðsetja Valhöll vegna peningaleysis. Samfylkingin skilar engu af svipuðum fjárhæðum sem hún fékk og svarar engu. Það er ekki sama Gulli og séra Gulli.

Þeir sem nenna að flokka frambjóðendur eftir fortíð þeirra frekar en skoðana þeirra og málflutning eru í vanda í íslenskri pólitík dagsins. Þessi er ómögulegur, hann gerði þetta eða hitt. Svo eru aðrir sem gerðu ekki neitt og aðrir sem eiga kannski eftir að gera eitthvað. Það skiptir ekki máli hvað menn vilja gera í málefnum þjóðarinnar í dag. Ekki hvað er mest aðkallandi? Ekki hvernig á að bjarga þjóðinni frá þeirri helstefnu sem núverandi ríkisstjórn hefur rekið þjóðinni til stórtjóns.

Ég hélt að framtíð og heill þjóðarinnar skiptu þig og mig meira máli. Það er þó Gulli, hvernig sem allt veltur, sem hefur barist manna harðast gegn því að skilanefndir bankanna setji landið á hausinn gjaldeyrislega um langa framtíð. Hann vill setja bankana á hausinn og borga út í íslenskum krónum-einhverntímann. Sem tel ég líka að verði að gera eigi að bjarga okkur frá glötun. Þesvegna hlusta ég á Gulla án þess að tilheyra hans innsta hring sérstaklega.

Gulli hefur svo allir sjá gengið fram fyrir skjöldu að gagnrýna Steingrím J. og tiltektir hans á fjármálasviðinu. Er hann óhelgur í augum kjósenda Sjálfstæðisflokksins fyrir það? Hefur Gulli verið ákærður fyrir brot í starfi? Hefur hann sætt opinberri rannsókn? Svarið er nei. Það er fyrst í þessari viku sem hann er kærður af Gunnari.

Er þetta með glerhúsið og steinana eitthvað til að hugsa um í prófkjöri morgundagsins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir með þér Halldór að Guðlaugur Þór hefur sýnt að hann nennir og getur.

En ærurúna settið hennar Jóhönnu skrípakerlingu  er að leka niður fyrir bakkann.

Hrólfur Þ Hraundal, 23.11.2012 kl. 23:38

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ætla hvorki að styðja eða dæma þá félaga Gulla og Gunnar. Aftur á móti er það áhugaverð pæling hvernig mál hefðu þróast hefði Davíð snúið sér að skriftum, eða orðið ritstjóri Morgunblaðsins í stað þess að hjóla í Þorstein. Þá er líklegt að mál hér á landi hefðu þróast með öðrum hætti því óvíst er að Þorsteinn og Halldór hefðu náð saman.... Kannski að við ættum að reyna að fá Davíð til að skrifa söguna "Hvað ef....?"

Ómar Bjarki Smárason, 24.11.2012 kl. 19:57

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það þýðir nú lítið að skrifa söguna upp aftur. Hvað ef þeir hefðu ekki orðið óvinir?

Þetta er skeð og búið. Gulli verður ekki ráðherra í næstu stjórn. Thats it.

En mörgum finnst nú vera komið að Pétri Blöndal. Hann hefur verið í útlegð í þingflokkum minna gefinna flokksbræðra lengi. Það væri eiginlega kominn tími til að hann fái að syngja sinn svanasöng. Ég mun hlusta.

Halldór Jónsson, 24.11.2012 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3418239

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband