Leita í fréttum mbl.is

Vahöll veðsett

segir í frétt DV.

" ...Líkt og komið hefur fram hefur Jónmundur veðsett höfuðstöðvar flokksins, Valhöll, upp á vel á annað hundruð milljónir króna eftir að hann tók við starfinu um sumarið 2009. Þetta kemur fram á veðbókarvottorði hússins sem stendur, líkt og kunnugt er, við Háaleitisbraut í austurhluta Reykjavíkur. Þetta fé er þó ekki notað í endurgreiðslu á styrkjunum heldur rekstrartekjur flokksins og segir Jónmundur að 18 milljónir af þessum 55 hafi verið greiddar til baka á síðustu þremur árum. "

Við sem munum byggingu Valhallar þegar Albert Guðmundsson veifaði skóflunni og lét alla sem hann þekkti, bæði Framsóknarmenn og flokkshesta, leggja til byggingarinnar, óraði ekki fyrir því að einhverntíman kæmu að húsinu fólk sem myndi veðsetja húsið til lausnar á einhverjum skammtímavandamálum.

En nú er sú tíð komin að formaður flokksins hefur gert margar ráðstafnir þvert á vilja margra flokksmanna. Ákvað á sitt einsdæmi að ráða Jómund Guðmarsson framkvæmdastjóra flokksins, borga þrotabúum í jafnvel í eigu vogunarsjóða til baka löglega fengna styrki og samþykkt Icesave III sem þjóðin hafnaði. Allt ráðstafannir sem menn hafa hvergi nærri kyngt né gleymt ennþá. Samfylkingin endurgreiddi ekki krónu af samskonar styrkjum til samanburðar og engum þótti neitt að því. Bara Gulli sem geldur fyrir dugnaði sinn við að safna styrkjunum.

" Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir að langtímalán sem flokkurinn hefur tekið tengist ekki endurgreiðslu á styrkjunum sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk frá FL Group og Landsbankanum árið 2006 heldur séu þeir endurgreiddir með rekstrartekjum flokksins. " Umrætt langtímalán tengist á engan hátt endurgreiðslu styrkjanna. Almennar rekstrartekjur flokksins eru nýttar til endurgreiðslu styrkjanna, " segir Jónmundur í svari í tölvupósti við fyrirspurn DV um málið...."

Úr því að þetta tengist ekki daglegum rekstri flokksins þá spyr ég sem gamall verkamaður í víngarði Alberts, flokkshestur og fjárbetlari: Til hvers þurfti Jónmundur að veðsetja Valhöll?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll fornvinur góður; æfinlega !

Ég vil ráða þeir heilt Halldór minn; að þú segir þig þegar, frá þessum Andskotans krimma söfnuði, sem þeir Bjarni og Jónmundur fara fyrir.

Varla; að fyrirfinnist, önnur eins ræksni í mannheimum - og þessir tveir kónar, verkfræðingur góður, nema ef vera kynni, í ranni vinstra sorpsins, Halldór minn.

Kommúnistar; sem frjálshyggju Kapítalistarnir, eru áþekk meinvörp - sem við Falangistar (í anda Spánar og Líbanon deildanna) viljum stuðla að, að upprættir verði, með öllu, aldeilis.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 12:41

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Fornvinur góður, Óskar Helgi úr Árnesþingi.

Nú finnst mér þú núna full tungulangur Óskar góður. Maður verður líka að sjá það góða við menn.

Þessir menn báðir eru fjallmyndarlegir báðir tveir og góðum gáfum gæddir.

Að ég sé í einhverjum krimmasöfnuði með þeim er þér ekki sæmandi að halda fram. Sjálfstæðisflokkurinn er góður og heiðarlegur flokkur með heilbrigða hugmyndafræði. Hann hefur ekki þurft að breyta henni frá 1929. Hún rúmast í tveimur setningum sem eru í fullu gildi í dag og þú þyrftir að læra utanbókar því ég veit að þú munt skilja hversu heilbrígðar þær eru. Við flokksmenn höfum mismunandi skoðanir á mönnum og hversu þeir fram ganga. Þar í felst styrkleiki okkar flokks og skilur hann frá vinstra sorpinu sem þú nefnir. Og gleymdu því ekki að flokkurinn er alltaf stærri en nokkur einstakur flokksmaður jafnvel þó hann héti Davíð.

Þú segist vera Falangisti. Og þá ertu líka í gegnum Franco heitinn fyrrum bandamaður Adolfs nokkurs í því ríki sem nú er ráðið af Angelu nokkurri Merkel frá AusturÞýskalandi. Tengslin við Líbanon sé ég ekki.

En kynntu þér sjálftstæðisstefnuna Óskar góður og fyrir anda þínum mun upprenna ljós.

Með fyrirtaksgóðum kveðjum úr Kópavogi sem endranær.

Halldór Jónsson, 18.1.2013 kl. 15:04

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Vandi okkar sjálfstæðis manna nú um mundir er að sjálfstæðis vagninn hefur ekki nema í 36% afl,  því að ekillinn kann ekki, veit ekki og skilur ekki að hann átti að vera búin að biðjast afsökkunnar fyrir sína hönd og þingflokksins varðandi Icesave, en hann segist vera stoltur af því máli. 

Þess vegna er það sem fólk finnur ekki hjá sér hvöt til að hvetja þennan lélega ökumann sem er svo stoltur af árangri sínum að hann telur sig ekki þurfa að biðjast afsökunar á neinu. 

En við þurfum á Sjálfstæðisflokknum að halda og þess vegna er brýnt að losa hann úr höndum þessa vinguls.  Ég óttast að vakni sjálfstæðis menn ekki nú fljótlega og lagfæri þetta mein, þá meigum við alveg búast við að fá fjögra , jafnvel fimm flokka vinstristjórn eftir næstu kosningar.       

Hrólfur Þ Hraundal, 18.1.2013 kl. 20:33

4 identicon

Sælir; á ný, Halldór og Hrólfur !

Ykkur að segja; báðum, hefi ég fengið það andstyggilega mynd, af flokki þeim, sem þið viljið við ykkur kenna, - og til skaða sem tjóns eins, að með eindæmum er, flokki; sem hefir átt stóran þátt í (ásamt hinum þrem / B - S og V listum), að gera okkur einyrkjum nánast ókleift að starfa, á flestum sviðum, hérlendis.

Allir flokkarnir 4; eiga það sammerkt, að ryðja ofurbákni Reykjavíkur skrifræðisins brautir, sem stórskaðað hafa möguleika okkar landsbyggðarfólks, í smáu sem stóru.

Falangistarnir Spænsku; aftóku þátttöku í brjálæði Hitlers og Mússólínis (1939 - 1945) Halldór, þekkjandi yfirgang og ofríki Þjóðverja, allt; frá Snemm- Miðöldum, verkfræðingur góður.

Líbanska deild Falangista; var / er; og hefir verið borin uppi, af þeim Pierre heitnum Gemayel, og sonum hans, þér til glöggvunar Halldór - og ykkur Hrólfi vélfræðingi, báðum.

Ekki síðri kveðjur; - hinum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 21:46

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þú mátt vera svo lukkulegur sem þú villt með falangista Óskar Helgi, það plagar mig ekkert og ég hef alveg látið þig í friði með þína óra að því leiti. 

Ég má hafa þá skoðun að sjálfstæðis stefnan sé sú skásta sem enn hefur orðið til á Íslandi, en ekki er ég ekki vissum að Spánverjar séu þér sammála um ágæti Francos þess sem drap mæður feður og börn til þess eins að tryggja veldi sitt, heigullinn sá. 

Mögulega var hann betur gefin en Hittler og Musolini en það þurfti nú ekki svo mikið til.   Ég ætla ekki að segja meira að sinni en það þíðir ekkert að hringja í annað sinn til að biðjast vægðar.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 18.1.2013 kl. 22:46

6 identicon

Sælir sem fyrr; - og jafnan !

Hrólfur vélfræðingur !

Ekki hugðist ég hringja í þig; til þess að biðjast nokkurrar vægðar, á harðneskjulegum viðhorfum mínum - sem þér; og ýmsum öðrum kunna að virðast, af minni hendi fornvinur góður, heldur;; og miklu fremur, myndi hringing mín til þín verða, til þess að biðjast forláts, á undandrætti komu minnar, löngu fyrirhugðarar, til Eyrarsveitar, vélfræðingur knái.

Ekkki hopa ég; um þumlung, gagnvart ykkur Halldóri, í viðhorfum mínum öllum, til skemmdarverka íslenzku hvítflibba- og blúndu kerlinga flokkanna, ykkar; þar með talins, Hrólfur minn.

Vitaskuld; var Francó Ríkismarskálkur ekki fullkominn, fremur en aðrir dauðlegir - en; ekki hefði Íslendingum veitt af, hafa hans ígildi hér á tróni, sé til allra þátta litið, Eyrbyggi góður.

Sízt; lakari kveðjur - öðrum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband