Leita í fréttum mbl.is

Ekkert vantraust

á ríkisstjórnina er rétt að láta ná fram.

Það á ekki að láta svona þingstrump eins Þór Saari nota sig til þjónustu við einhver geðvonskuflog hans sjálfs. Þessi þingmaður er búinn að sýna svo mjög fram á gersamlegt tilgangsleysi sitt og pólitískt getuleysi að það er óþarfi að gera honum þetta til geðs.

Til viðbótar er miklu meira á þessa ríkisstjórn lagt með því að láta hana lifa við skömm sína heldur en að slá hana af og sleppa frá sjálfri sér. Við þurfumm ekki Þór Saari til að trufla kosningaundirbúninginn fyrir okkur. Sitjum bara hjá og látum hann gera sig að meira fífli en hann þegar er orðinn í augum þjóðarinnar. 

Látum þennan sprellikall bara sprella  með sínar vantrauststillögur sem enginn veit hvort sem er hvort hann heldur tl streitu til kvölds eða ekki. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Halldór, hver er hin hliðin á þessum tiltekna peningi?

Verði vantrauststillagan samþykkt, þá er núverandi ríkisstjórn úr leik nú þegar, ekki satt?

Við venjulegar aðstæður myndi ríkisstjórnin starfa a.m.k. fram að næstu kosningum - án þingsins.

Ríkisstjórnin getur gert ýmislegt af sér á tæpum tveimur mánuðum, sérstaklega ef þingið veitir ekki neitt aðhald.  Með hinum alræmdu bráðabirgðalögum.

Kolbrún Hilmars, 6.3.2013 kl. 18:41

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er trúlega skárst að ríkisstjórnin verði sjálfdauð, úr því sem komið er.Það er ekki tilefni til að aðstoða hana við að tortíma sér.Með hverjum degi sem hún tórir kemur betur í ljós tilgangsleysi hennar og aumingjagangur.

Sigurgeir Jónsson, 6.3.2013 kl. 20:31

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Kolbrún, ég hafði nú ekki athugað þetta en ég held að þú hafir lög að mæla, Steingrímur og Jóhanna geta gert meira illt af sér án þingsins.Ekki skortir þau viljann til þess.

Halldór Jónsson, 6.3.2013 kl. 21:38

4 identicon

Mikið ertu orðljótur í garð Þórs.  Hefur hann gert þér eitthvað persónulega?   

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 07:45

5 Smámynd: Halldór Jónsson

H.ð vorum ekkert sérlega dannairð sakmma T Bjarnason

Mér finnst ég nú vera að stríða honum frekar en að skamma. Kannski er ég of orðljótur,

Ég er jú bara götustrákur úr Norðurmýrinni að uppruna þó að hún móðir min blessuð reyndi sannarlega að bæta mitt fas. Stundum nær gamla góða Norðurmýrin yfirhöndinni og ég skandalíséra í kjaftinum. Yfirleitt sé ég svo eftir því en það er svo stundum djöfulli gaman að henda skítnum. Fyrirgefðu H.T.

Nei Þór hefur ekkert gert mér persónulega nema að hafa fæðst svona eins og hann er.Ég verða að lifa með þvi en ég vildi að hann væri öðruvísi en hann er.Semer auðvitað eigingirni og mín eigin heimska því hann sér eitthvað sem mér er hulið.

Halldór Jónsson, 8.3.2013 kl. 04:49

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Fyrirgefið bullið sem kemur af því að ég kann ekki að skrifa á tölvu með snertimús

Halldór Jónsson, 8.3.2013 kl. 04:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband