Leita í fréttum mbl.is

Er bara allt í lagi?

meððig spyr einn vinur minn stundum.

...."krafðist Björn Þorvaldsson saksóknari þess að dómari hafnaði ósk Sigurðar Einarssonar, um að Gestur Jónsson yrði skipaður verjandi hans í málinu. Dómari hafnaði kröfunni, en saksóknari ætlar að kæra þá niðurstöðu til Hæstaréttar.

Gestur hefur verið verjandi Sigurðar í svokölluðu Al Thani-máli, en hann sagði sig frá því máli í byrjun apríl. Björn sagði að í þessu máli, sem snýr að markaðsmisnotkun, ættu við öll sömu rök og í Al Thani-málinu. »Að Gestur skuli vera mættur hér er óskiljanlegt,« sagði Björn og bætti við að það væri tifandi tímasprengja ef Gesti yrði heimilað að verja Sigurð í málinu. Gestur mótmælti sjónarmiði Björns og sagðist uppfylla öll skilyrði laga og að virða ætti óskir Sigurðar um að hann yrði verjandi hans í málinu..."

Getur Gestur Jónsson boðið venjulegu fólki uppá svona? Sagði hann sig ekki frá Al Thani málinu við lítil fagnaðarlæti saksóknara en mætir svo staffírugur fyrir sama mann og sama saksóknara?

Anything goes var einu sinni sungið.

Er bara allt í lagi meððig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Venjulegt fólk skilur ekki hví verjandi geti sagt sig frá vörn fyrir sakborning, eftir að hafa eytt 4 árum í undirbúninginn, og þar með tafið málssóknina um mánuði eða ár.  Bíta svo höfuðið af skömminni og mæta í vörn fyrir sambærilegan sakborning, málsefnilega séð.

Saksóknara er misboðið, jafnt og venjulega fólkinu.  Auðvitað eiga lög að kveða á um að enginn verjandi geti sagt sig frá máli nema hann afsali sér allan rétt til málsvarnar til framtíðar. 

Eina undantekingin ætti að vera þegar  verjandinn hefur krafist þess (sannanlega!) að skjólstæðingur hans lýsi sig sekan og sakborningurinn hafi neitað því.

Kolbrún Hilmars, 25.4.2013 kl. 14:09

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Snilldartaktur eða skúrksháttur?

Sigurður Þórðarson, 26.4.2013 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband