Leita í fréttum mbl.is

Ömurleg kryddsíld

var í boði auglýsenda á Stöð2.

Frammíköll, hróp og  handpat var það sem helst í boði var. Það er eins og hæstvirt stjórnarandstaðan, hvað þá spyrjendurnir hafi aldrei fengið lágmarkstilsögn í mannasiðum. Slíkt er virðingarleysið við þann sem orðið hefur. Minnti helst á gamlan gargstíl Ingibjargar Sólrúnar í samtalsþáttum þegar enginn fékk að klára neitt fyrir öskrunum í henni.

Í framhaldi af þeim kratastíl  Ingingibjargar þá gat Árni Páll aldrei haldið sér saman meðan Sigmundur Davíð var að reyna að gera grein fyrir afstöðu ríkisstjórnar sinnar til viðræðna við Evrópusambandið. Hann fékk aldrei að klára neitt fyrir frammítökum og hávaða Árna Páls.

Og stjórnendurnir báðir tóku upp þessa aðferð Árna og leyfðu hvorki Bjarna né Sigmundi að klára sínar ræður vegna eigin hávaða og útskýringa. Þau  minntu eignlega á Ingva Hrafn þegar hann er sem verstur á Hrafnaþingum í  sínu sjónvarpi. Það er eiginlega ekki hægt fyrir kúltíveraða menn að mæta til viðræðna við slíkum forsendum með stjórnendum sem ekki ráða við málið.

Bjarni Benediktsson komst lengst með það að útskýra muninn á þessari ríkisstjórn og hinni gömlu með því að segja að vinstri menn  teldu ríkið eiga allt erfiði þegnanna og það skammtaði þeim síðan lífsbrauðið til baka. Hægri menn teldu fólkið eiga afrakstur erfiðis síns og ríkið tæki til sín nauðsynlega hluta af því sem skatt. Þess betur gengi sem sá hluti væri minni.

Bjarni minnti á að ríkisstjórnin væri ekki að svíkja neitt þó hún framkvæmdi ekki útgjaldaáform síðustu ríkisstjórnar sem engin innistæða hefði verið fyrir. Meðal annars var aukið framlag til kvikmyndasjóðs ekki samþykkt vegna óska fyrri ráðamanna heldur fjárkúgun af hálfu Þráins Bertelssonar sem hótaði vantrausti ella. Núverandi ríkissjórn getur tæpast verið skuldbundin af skíkum gerningum.

Sigmundur Davíð fór rólega yfir Evrópusambandsmálið. Sagði hvernig hann hefði spurt forsvarsmenn þar á bæ hvernig þeim myndi þykja að ræða við ríkisstjórn eins og sína í aðildarviðræðum sem ekki vildi ganga í sambandið. Hann sagði þá hafa skilið vandamálið.  Bjarni minnti á vandmál Evrópusambandsins sjálfs með Evrusvæðið og sagði verða að taka tillit til þess ástands þegar rætt væri um aðild. 

Guðmundur Steingrímsson og Birgitta Jónsdóttir voru menningar-og máefnaleg að mestu en skiljanlega fór ekki mikið fyrir formanni VG þegar þessi mál komu á dagskrá enda framganga þess flokks með slíkum endemum að annað eins hefur ekki sést á byggðu bóli.  

Hvorki Sigmundur né Bjarni fengu að komast að með útskýringar á því hversvegna ríkisstjórnin væri ekki að svíkja neinn um þjóðaratkvæði þar sem ítrekað hafði verið lýst yfir að viðræðum yrði ekki haldið áfram án þjóðaratkvæðis. Sem er auðvitað ekki loforð um slíkt.  Sem stjórnandstaðan hugsanlega veit þó.

Það voru annars ágætar auglýsingar í þættinum sem hægt var að horfa á án þess að truflast á geði yfir ömurlegri kryddsíldinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sammála þér,svona hefur þetta verið frá því að vinstrimenn héldu sig vera að ,,meika það,, Þeim væri hollast að líta í eiginn barm til uppryfjunar. Þeir vilja helst ráða því hvenær á að kjósa og þá hvort taka eigi mark á þeim kosnigum,( bindandi eða ekki). Þannig fór velferðarstjórn þeirra af stað,best væri ef hægt væri að ógilda og gera umsókn í Esb. ómerka,rétt eins og þegar dómar falla í hæstarétti um töluð/skrifuð orð; "Dauð og ómerk” ,.....

Helga Kristjánsdóttir, 31.12.2013 kl. 17:10

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var ekki hægt að heyra mannsins mál á stundum fyrir frammíköllum og öskrum, bæði stjórnenda og annara þátttakenda, hefði sennilega vantað góðan fundarstjóra til að menn fengju að ljúka máli sínu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2013 kl. 17:31

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta lýsti raunveruleikanum í Íslenskum umræðum og samskiptum.

Að því leytinu var þetta sannleiks-birtingarmynd, og ber að þakka fyrir allt sem lýsir sannleikanum í beinni.

En ekkert pláss fyrir siðmenntaða og heiðarlega umræðu, af auðmýkt og yfirvegun, um raunveruleikann og sannleikann. Og því síður komust einhverjar lausnarmiðaðar umræður á dagskrá.

Sorgleg staðreyndarmynd frá fuglabjargs-stjórnsýslunni ómarktæku og klíkuvæddu. Þar sem sumt fólk trúir enn á mannorðs-aftökur, til lausnar á vandanum.

Er hægt að komast neðar í siðferðisþroska?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.12.2013 kl. 19:38

4 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Það er rétt að frammíköllin urðu til þess að engin leið var að fylgjast með umræðunni - en það er líka rétt að halda til haga að það var ekki bara stjórnarandstaðan sem greip stöðugt fram í, Katrín fékk ekki að klára eina setningu undir lok þáttarins fyrir framíköllum..

PS. nei, ég er ekki stuðningsmaður stjórnarandstöðu, frekar en stjórnar, mér finnst einfaldlega rétt að skamma alla jafnt sem gripu fram í án tillits til flokka :)

Valgarður Guðjónsson, 1.1.2014 kl. 15:06

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sam sagt það vantaði góðan fundarstjóra, og sennilega markmiðaðri umræðu. Fundarstjórarnir fóru oftast hæst í garginu einkum kvenstjórnandinn, man ekki hvað hún heitir, hún var beinilínis dónaleg við að koma einhverjum glæpum upp á viðmælendur sína, alla vega leið mér illa að horfa upp á atferli hennar. Þegar kom að ESB umræðunni trylltir lýðurinn algjörlega og ekki mátti heyra mannsins mál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2014 kl. 16:30

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Þakka ykkur öllum fyrir, ykkur hefur liðið svipað og mér.Ásthildur nær þessu vel þegar hún vekur athygli á fundarstjórahlutverkinu. Það er allavega ekki gott þegar þeir eru svo líka vilhallir en ekki hlutlægir eins og mér fannst þeir vera. Enda Stöð2 Evrópusinnuð eins og aðrir Baugsmiðlar

Halldór Jónsson, 2.1.2014 kl. 07:49

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór minn. Það heyrðist nú einu sinni hvísl í karlstjórnandanum, að Sigmundur þyrfti að fá að svara. Kannski heyrði enginn þetta nema ég.

Það er afhjúpandi strjórnleysis-vandræðagangur kvenréttinda-öfgakerlinga, þegar nútímakerlingarnar halda að allt vald sé þeim gefið á himni og jörð umfram aðra, vegna hrottalegrar kerlrembustjórnsýslu fyrr á öldum.

Vissulega þurfti að bæta stöðu og rétt kvenna, og þarf enn, um víða veröld. Það er óumdeilanlegt.

En það verður ekki gert með svona kvennaofríki og einveldistilburðum kvenna. Það er ólíðandi að þurfa að skammast sín fyrir að vera kona á Íslandi, vegna hegðunar sumra elítukvenna í opinbera kerfinu ofurlaunaða.

Einveldi er ólíðandi, hvort sem það kemur frá körlum, konum, hommum, lespíum, hægri, vinstri, kristnum, heiðnum, eða öðrum sem beita á einhvern hátt stríði og ofbeldi í svokölluðu "jafnréttis-mannréttindaskyni"!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.1.2014 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418218

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband