Leita í fréttum mbl.is

Fáránleiki

finnst mér birtast í beinni útsendingu frá Alþingi í dag sem berst mér til Flórídu.

Þar koma menn í pontu og skilja ekkert í því hversvegna ríkisstjórnarflokkarnir, sem voru kosnir með miklum meirihluta í apríl á síðasta ári út á það meðal annars, að vilja hætta aðildarviðræðunum við Evrópubandalagið, sem síðasta Alþingi þar áður setti þjóðina í, alveg án þess að spyrja hana í einhverju þjóaratkvæði, vilji slíta viðræðum? Þetta sé bara þjóðarvoði að halda ekki áfram að sjá hvað í boði er?  Finnst engum þetta fáránlegt?

Að hlusta á réttkjörinn minnihlutann fimbulfamba um nauðsyn þess að kíkja í einhverja pakka hjá bandalaginu er í besta falli fáránlegt. Þegar það liggu kýrskýrt fyrir að þjóðin vill ekki sjá að koma nálægt þessu bandalagi, hvað svo sem í boði er?

Það er það sem fyrir liggur. Þjóðin vill ekki ganga í ESB. Hún vill vera sjálfstæð. Hún kaus ríkisstjórn sem vill ekki ganga í ESB.  Því ber að hætta þessu endemis tali um áframhald aðlögunarviðræðna.  Þetta kjörtímabil verður ekki reynt að ganga í Evrópusambandið . Sama hvað í boði er. Við viljum ekki sjá Evrópusambandið og hananú!

Líklega viljum við líka bæði ganga úr EES og Schengen ef út í það er farið. Þorir einhver að láta á það reyna? Til er ég að fara í þann slag.

Íslendingar eru engin sérstök Evrópuþjóð.  Við erum ekki landlukt ríki. Við erum úthafsríki og stórveldi á hafinu  sem býr yfir margföldum möguleikum umfram þessar gömlu hrjáðu þjóðir litlu Evrópu. Allt það tal um einhvern skyldleika er bara út í bláinn. Við erum heimsborgarar Íslendingar en ekki heimalningar.

Við erum í fyrsta lagi sjálfstæð þjóð sem er engum háð og viljum eiga vinsamlega samskipti við þær þjóðir sem eru sama sinnis. Að við berum einhverjar sérstakar tilfinningar til Búlgara, Rúmena og Sígauna umfram Bandaríkja-og Canadamenn, þar sem býr jafnstór íslensk þjóð og á Íslandinu gamla, er mér óskiljanleg krataumræða sem ég gef ekkert fyrir.

Alþingi á að taka af skarið og tilkynna ESB kurteisilega að á þessu kj0rtímabili sé því miður ekki hægt að halda aðildarviðræðum áfram þar sem pólitískur vilji til aðildar sé ekki finnanlegur í landinu um þessar mundir. Sklíkt verði því að bíða betri tíma og sinnaskipta þjóðar. Samfylkingin getur þá farið að tala um einhver raunhæf málefni í stað þessarar þráhyggju um ESB.

Hættum þessu óarðbæra bulli. Það er bara fáránlegt og til einskis gagns.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samfylkingin/björt framtíð hamast við að tala um osta og rauðvín. Jafnvel nánar tiltekið um franskt rautt eðalvín og gríska grámyglugeitarosta. Hafðu það gott á Florida og komdu sprækur heim. p.s. Til hamingju með stelpuna.

Sigurður Þórðarson, 20.2.2014 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3418256

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband