Leita í fréttum mbl.is

Ekki brást Helgi Seljan

væntingum mínum um almenn andstyggilegheit í þráspurningum sínum til Bjarna Benediktssonar um hvort hann vildi ekki játa á sig svik þegar þjóðaratkvæðagreiðsla getur greinilega ekki farið fram með neinum vitrænum hætti um framhald aðlögunarviðræðna við Evrópusambandið.

Bjarni reyndi án sýnilegs árangurs að skýra það fyrir Helga sem máli skiptir, að það er annað að standa í aðildarviðræðum núna sem þjóð þegar skipt hefur verið um þingmeirihluta og ríkisstjórn. Þegar skipt hefur verið algerlega um stefnu gagnvart inngöngu í Evrópusambandið.

 Helgi gat ekki séð neinn mun á þessum breyttu pólitísku aðstæðum. Líklega hefur hann ekki velt því fyrir sér hvort líklegt væri að  Þorsteinn Pálsson myndi leiða framhald aðildarviðræðnanna eða til dæmis að Vigdís Hauksdóttir eða Unnur Brá kæmu í hans stað? Skyldi Helgi virkilega telja að allt myndi vera óbreytt frá tilhögun fyrri ríkisstjórnar í viðræðunum? Að Össur Skarphéðinsson og Steingrímur J. Sigfússon myndu fara fyrir sendinefndinni?

Bjarni Benediktsson rifjaði upp að í  byrjun aðildarviðræðnanna sagði Steingrímur J. Sigfússon að þeim skyldi slitið þegar í stað ef í ljós kæmi að ekki næðist samkomulag um landbúnaðar og sjávarútvegskaflana. Fyrri utanríkisráðherra og samninganefnd hans tókst í 4 ár að komast hjá því að opna þessa kafla heldur aðeins að tala um aukatriði sem ekki var ágreiningur um.  En áminnstu málin sem skipta öllu voru látin í friði meðan hótað var refsiaaðgerðum vegna makrílsins samtímis samningaviðræðum. Nú kalla þeir hinir sömu þessa ríkisstjórn verklausa fyrir ársafmælið.

Hefur Helgi Seljan velt því fyrir sér hvað myndi gerast, ef ný sendinefnd færi til Brussel núna skipuð fólki sem ekki lægi á þeirri skoðun ríkisstjórnar Íslands og þeirrar þjóðar sem kaus hana og Alþingis að Ísland ætlaði sér ekki inn í þetta Evrópusmband? Slík hefði niðurstaða kosninganna verið? Eða lítur Helgi Seljan svo á að þær kosningar hafi ekki verið marktækar? Það sé meira virði að pexa og þráspyrja Bjarna í pólitískum tilgangi um hvort hann vilji ekki játa á sig svik eins og Þorsteinn Pálsson kallar stöðvun viðræðnanna heldur en að hugleiða tilgang frekari fjármunabrennslu sendinefnda  í Brussel?

Það er svo óhugnanlegt að hlusta á mann á kassa á Akureyri í fréttum RÚV lýsa því að hann voni að einhverjir skoðanabræður hansr séu núna væntanlega að hreinsa út úr Alþingishúsinu í Reykjavík  í þeim töðuðu orðum sínum.  Varðar ekki svona hryðjuverkatal við lög?

Það er hinsvegar algerlega í stíl við málflutninginn um svik við þjóðina að efna ekki til þjóðaratkvæðis um framhald aðildarviðræðna sem myndu þá útiloka aðild að Evrópusambandinu þar sem nýtt erindisbréf viðræðunefndar myndi einkennast af vilja þeirra og stefnu sem nú eru með umboð þjóðarinnar. Hvernig yrði viðmót Brusselmanna við það tækifæri?

Það er staðan í þessu máli, hvort sem Helgi Seljan eða aðrir ámóta vilja skilja það eður ei, að það er ríkisstjórn í þessu landi sem ekki vill ganga í ESB. Það er Alþingi í þessu landi sem ekki vill ganga í ESB. Það er þjóð í þessu landi sem ekki vill ganga í ESB. Þetta fólk mun ekki senda Þorstein Pálsson, Vilhjálm Bjarnason, Össur Skarphéðinsson  eða aðra Evrópusinna til Brussel til að halda áfram aðildarviðræðum. 

Helga Seljan bregst þar bæði dómgreindin og bogalistin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Allar skoðanakannanir fyrir kosningarnar í fyrra bentu til stjórnarmeirihluta Sjalla og Framsóknar.

"Ómöguleikinn" sem þeir bera nú fyrir sig, hlýtur að hafa blasað við þeim þá.

Af hverju þögðu þeir um það í staðinn fyrir að segja þetta skýrt?

Ómar Ragnarsson, 25.2.2014 kl. 00:15

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er talsverður vandi að vera í kosningabaráttu Ómar. Þú þekkir það líklega sjálfur að það skiptir máli hvernig maður orðar hitt og þetta.

En meiningin skilst ef menn leita eftir henni.

Halldór Jónsson, 25.2.2014 kl. 01:44

3 Smámynd: Halldór Jónsson

nema að maður bara ljúgi öllu fyrir kosningar og segi svo bara:Það var þá!

Halldór Jónsson, 25.2.2014 kl. 01:45

4 Smámynd: Einar Karl

Já af hverju gæti ekki Þorsteinn Pálsson leitt viðræður við Evrópusambandið?

Stefán Haukur Jóhannesson er örugglega líka til í að halda sínu frábæra starfi áfram. Hann er einn besti diplómati og samningamaður Íslands.

Bjarni Benediktsson vill ekki standa við kosningaloforð sitt af því hann er ósammála sínu eigi loforði. Það var sett fram sem lygi, í þeim tilgangi að fá fleiri atkvæði.

En ég svo sem sammála því að það var óþarfi að þráspyrja hann um þetta. Hann svaraði þessu alveg skýrt.

Bjarni sveik loforðið af því hann vildi ekki standa við það.

Einar Karl, 25.2.2014 kl. 09:26

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Loforð um að draga aðlögunarviðræðurnar til baka voru mjög skír fyrir kosningar og út á þau loforð voru núverandi stjórnarflokkar kosnir. 

SF og VG töpuðu kosningunum vegna framgöngu þeirra, ekki hvað síst í afstöðu þeirra til ESB og að hafa ítrekað meinað þjóðinni að koma að málum.  En nú ætlar allt um koll að keyra á meðal vinstrimanna af því að þeir fá ekki að ráða ferðinni, en það er vegna þess að þeir urðu undir, þjóðin hafnaði áframhaldandi veru þeirra í stjórnarráðinu.

Nei Ómar Ragnarsson og Einar Karl, það voru stjórnarflokkar "Norrænu velferðarstjórnarinnar" sem sviku þjóðina, en núverandi stjórnvöld eru að efna sín loforð með því að slíta þessum viðræðum.

Frá því að Samfylkingin var stofnuð hafa forustumenn þess flokks barið sér á brjóst og hælt sér og flokk sínum af lýðræðisást.  Hvílík öfugmæli!  Lýðræði hefur aldrei verið hátt skrifað hjá fylkingunni meðan þeir ráða ferðinni, en heimta síðan lýðræði af öðrum þegar þeir hafa sjálfir ekki önnur úrræði, en vilja ráða samt.  Hvernig er hægt að taka mark á slíku fólki?

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.2.2014 kl. 10:04

6 Smámynd: Einar Karl

Tómas,

ég er ekki í Samfylkingunni. Ég sé ekki hvað þú ert að draga hana inn í umræðuna. A Samfylkingin sök á sviknu loforði Bjarna?

Einar Karl, 25.2.2014 kl. 10:55

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Bjarni er að standa við ályktun Sjálfstæðisflokksins.  Sjálfstæðisflokkurinn, með fáum undantekningum, hefur ávalt viljað hætta þessu aðildarferli. 

Meirihluti þjóðarinnar hefur í mörgum skoðanakönnunum, þ.m.t. þeirri stóru sem átti sér stað í apríl s.l., sem reyndar var þjóðaratkvæðisgreiðsla, hafnað aðild að ESB og því óþarfi að halda viðræðum áfram sem snúast um ekki neitt. 

Ef viðræðum yrði haldið áfram myndum við senda nýja viðræðunefnd skipaða t.d. Jóni Bjarnasyni, Einari Ásmundi Daðasyni, Davíð Oddssyni, nú eða einhverja aðra góða fulltrúa í stað þeirra sem fyrir voru.

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.2.2014 kl. 11:31

8 Smámynd: Einar Karl

Hverju Bjarni lofaði einhverjum flokksfélögum í Laugardalshöll er ekki til umræðu, heldur hverju hann lofaði kjósendum fyrir Alþingiskosningar.

Ég skil ekki af hverju svona margir hér á moggablogginu vilja verja þessi loforðasvik Bjarna.

Ef hann vildi alls ekki halda þjóðaratkvæðagreiðslu, þá hefði hann bara átt að segja það. Það hefði verið heiðarlegra.

Einar Karl, 25.2.2014 kl. 11:42

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Bjarni Benediktsson viðurkenndi að hafa svikið loforð sitt og flokksins um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, í Kastljósinu í gær? Við getum hætt að rífast um þetta.

Ég get ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við höldum áfram viðræðum við Evrópusambandið, vegna þess að það er pólitískur ómöguleiki til staðar. (Frá mínútu 18:52)


http://ruv.is/sarpurinn/kastljos/24022014

Theódór Norðkvist, 25.2.2014 kl. 11:43

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vilhjálmur Bjarnason, Sveinn Andri Sveinsson, Þorsteinn Pálsson og einhver einn enn vilja ganga í Efnahagsbandalag Evrópu en ekki aðrir sjálfstæðismenn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.2.2014 kl. 11:49

11 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Theódór varla sveik Bjarni þig er það?

Sindri Karl Sigurðsson, 25.2.2014 kl. 11:58

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, til eru þeir greinilega sem halda að ekkert hafi breyst við kosningarnar. Það verði bisness as usual í Brussel með Þorstein Pálsson í nefndinni?

Hvar eruð þið eiginlega staddir í veruleikanum? Það er komin ný stefna, nýtt alþingi og ný ríkisstjórn.

Halldór Jónsson, 25.2.2014 kl. 13:00

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sindri, engu máli skiptir hvad eg kaus eda kaus ekki. Madurinn gaf thetta loford og thegar hann er kominn til valda eru efndirnar (eda vanefndirnar) gagnvart ollum kjosendum, ekki bara theim sem kusu hann. Thau gerast aumari med hverjum deginum, rökin til ad rettlaeta thad ad standa ekki vid ord sin. Afsaka stafsetningu er staddur (fluinn) i ESB land(i) og get ekki breytt tungumali tölvunnar her.

Theódór Norðkvist, 25.2.2014 kl. 13:18

14 Smámynd: Einar Karl

Það gleymist að Bjarni og aðrir ráðherrar eru STARFSMENN þjóðarinnar!

Bjarni og verjendur hans virðast hafa vanþroskaðan skilning á lýðræði.

En Bjarni skilur bisniss.

Hvernig liti það út ef framkvæmdastjóri myndi þverneita að leyfa hluthafafundi að greiða atkvæði um mikilvægt mál, af því að framkvæmdastjórinn teldi sér ekki fært að framfylgja ákvörðun hluthafa, ef hún væri honum á móti skapi?!

Einar Karl, 25.2.2014 kl. 15:39

15 Smámynd: Agla

'Eg er því ósamála að Helgi Seljan hafi gert sig sekan að "almennum andstyggilegheitum" í "þráspurningum" sínum til Fjármálaráðherra í Kastljósþættinum í gær.

Mér finnst virðingarvert að hann reyndi af veikum mætti að fá skýr svör frá viðmælenda sínum.

Fjölmiðlar eru mikilvægir í dreifingu upplýsinga sem stuðla að "vitrænni" notkun þegna á kosningarétti sínum.

Agla, 25.2.2014 kl. 15:50

16 Smámynd: Kommentarinn

Helgi gerði ekki annað en að reyna að veiða upp úr Bjarna einfalt svar við "Já" eða "Nei" spurningu. Bjarni eins og Simmi frændi getur bara ekki svarað einföldustu spurningum heldur blaðrar eitthvað í kring. Ástæðan fyrir því er að hann hafði það ekki í sér að segja:

"Nei, ég get ekki staðið við það sem ég sagði fyrir kosningar."

XD veiddi klárlega fullt af atkvæðum út á þetta loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki er ósennilegt að 2-4 þingmenn séu þarna á vegum sjalla vegna þessara lyga. Þetta eru lygar því nú er það augljóst að aldrei stóð til að efna þetta loforð.

Kommentarinn, 25.2.2014 kl. 17:29

17 Smámynd: Elle_

Er það ekki bara sorglegt hvað sumir talar mikið um lýðræði og svik en koma svo aftur og aftur með rök gegn lýðræði og sinna ekki rökum og spurningum um svik?  Einar Karl, aftur (Vilhjálmur Bjarnason veldur mér vonbrigðum), hvaðan hafði Össur það vald að sækja um í Brussel?  Ekki frá kjósendum VG. 

Það gengur ekki fyrir þig að tala um lýðræði og svik með þessum rökum og ég minni þig líka á hvað þú barðist ofboðslega (ekki einn þó) fyrir ólýðræðislegu kúguninni ICESAVE.  Og sagðir aldrei eitt orð um svik Steingríms og nokkurra VG-liða varðandi AGS, ESB og ICESAVE. 

Elle_, 26.2.2014 kl. 22:02

18 Smámynd: Elle_

Theódór, af hverju varð það að koma fram svona að þú værir flúinn til ESB-lands?  Þú varst á móti yfirtöku Brussel yfir Íslandi samt, eða það sagðistu vera. 

Elle_, 26.2.2014 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband