Leita í fréttum mbl.is

Hvernig er ástandið hér?

spyr maður sig eftir að lesa eftirfarandi óhugnað á facebookfærslu hjá Magnúsi Þór:

"Undanfarið hafa yfirvöld í Norrköping í Svíþjóð rannsakað hversu margar stúlkur á skólaaldri eru umskornar. Nú hafa um 60 stúlkur fundist sem hafa verið umskornar og ástandið er svo slæmt að í einum skólabekk var búið að umskera allar 30 stúlkurnar sem í honum eru.

Af þessum 30 stúlkum í þessum eina bekk höfðu 28 mátt þola grimmdarlegustu útgáfu umskurðar en snípur þeirra og barmar kynfæra höfðu verið skornir í burtu og kynfærin síðan saumuð saman þannig að aðeins lítið op er haft á þeim.

Sænska ríkisútvarpið segir að í frétt Norrköpings Tidningar komi fram að það sé starfsfólk skólahjúkrunarinnar sem hafi uppgötvað þessar limlestingar sem stúlkurnar hafa mátt þola. Félagsþjónustan hefur nú sett aukin kraft og úrræði í gang til að aðstoða stúlkurnar.

Umskurður á kynfærum kvenna hefur verið bannaður í Svíþjóð síðan 1982 og varðar brot á þessu allt að fjögurra ára fangelsi en ef brotið er talið gróft getur það varðað allt að tíu ára fangelsi. Frá 1999 hefur einnig verið refsivert að láta framkvæma umskurð utan Svíþjóðar.

Þegar skólar eru lokaðir vegna sumarfría eykst hættan mikið fyrir margar stúlkur því foreldrar þeirra fara þá oft með þær í frí til upprunalandanna þar sem stúlkurnar eru síðan umskornar. Umskurðurinn er oftast framkvæmdur þegar stúlkurnar eru 4 til 14 ára en stundum eru kornabörn jafnvel umskorin. Á unglingsárunum geta stúlkurnar fengið slæma fylgifiska af umskurðinum, eins og mikla verki þegar þær hafa á klæðum og mikinn höfuðverk og það getur verið mjög erfitt og sársaukafullt fyrir þær að pissa.

Ekki er vitað hvert umfang umskurðar er í Svíþjóð eða hversu margar stúlkur eru umskornar erlendis. Í Norrköping fór tilraunaverkefni af stað síðastliðið haust til að reyna að stöðva umskurðinn og aðstoða þær stúlkur sem hafa verið umskornar ."

Hver er afstaða íslenskra múslíma til þessa? Hvað hafa margar íslenskar stúlkur verið limlestar á þennan hátt? Hvernig er ástandi hér? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Finnst engum þetta vera áhyggjuefni? Hvað segir Salman Tamini?

Halldór Jónsson, 22.6.2014 kl. 21:18

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Tamini finnst vafalaust að múslimar í Svíþjóð séu að standa sig með miklum sóma og mun ef að líkum lætur hvetja trúbræður sína á Íslandi til að vera ekki síðri.

Grafalvarlegt - munu yfirvöld í Svíþjóð klappa þessum ömurlegu forneskju glæpamönnum á bakið, eða nýta sér lagaheimildir til að setja þennan glæpalýð í grjótið?

Stund sannleikans mun renna upp í Svíþjóð eftir þessar uppgötvanir um hryllilega glæpi gegn saklausu stúlkunum!

Menn eða mýs þeir sænsku?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.6.2014 kl. 06:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418224

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband